Fréttablaðið - 31.03.2023, Síða 12

Fréttablaðið - 31.03.2023, Síða 12
Allt er kynningarblað sem býður auglýsendum að kynna vörur og þjónustu í formi viðtala og umfjallana. Í blaðinu er einnig hefðbundið rit- stjórnarefni. Blaðið fylgir Fréttablaðinu daglega. Umsjónarmenn efnis: Elín Albertsdóttir, elin@frettabladid.is, s. 550 5761 | Guðmundur Hilmarsson, gummih@frettabladid.is s. 550 5766 | Jóhanna María Einarsdóttir jme@frettabladid. is, s. 550 5769 | Sandra Guðrún Guðmundsdóttir, sandragudrun@frettabladid.is, s. 550 5762 | Þórdís Lilja Gunnarsdóttir, thordisg@frettabladid.is, s. 550 5768 Útgefandi: Torg ehf. Ábyrgðarmaður: Jón Þórisson Sölumenn: Jóhann Waage, johannwaage@frettabladid.is, s. 550 5656, Jón Ívar Vilhelmsson, jonivar@frettabladid.is, s. 550 5654, Ruth Bergsdóttir, ruth@frettabladid.is, s. 694 4103. Thelma Aðalsteinsdóttir varð Íslandsmeistari í fjölþraut annað árið í röð og í keppni á einstökum áhöldum vann hún til þrennra verðlauna. Spurð fyrst um árangurinn og hvort hún hafi ekki verið ánægð með uppskeru sína á Íslands­ mótinu segir hún: „Ég var mjög ánægð með árangurinn. Það var mikil samkeppni um sigurinn í fjölþrautinni og ég held að þetta hafi bara verið spurning um dagsformið þar sem mér tókst að standa uppi sem sigurvegari. Ég var svo sem ekkert að hugsa um Íslandsmeistaratitilinn, sem ég vann í fyrsta sinn í fyrra, áður en mótið hófst heldur var ég meira að sjá hvort ég gæti náð markmiðum mínum um að verða Íslandsmeist­ ari, mæta til leiks með jákvætt hugarfar og gera mitt besta. Það var frábær tilfinning að fá að upp­ lifa það aftur að verða meistari í fjölþrautinni,“ segir Thelma. Eins og áður segir fór hún þrí­ vegis á verðlaunapall þegar keppt var á einstökum áhöldum. „Ég vann gullverðlaunin á slánni, varð önnur á tvíslánni þrátt fyrir að gera mistök og ég hreppti svo bronsverðlaunin fyrir gólf­ æfingarnar,“ segir Thelma. Um hvaða grein í fimleikunum sé í mestu uppáhaldi hjá henni segir Thelma: „Ætli ég verði ekki að segja tvísláin.“ Tímabilið í fyrra var eftirminni­ legt hjá Thelmu. En auk þess að vinna Íslandsmeistaratitilinn í fjölþraut í fyrsta sinn vann hún Norðurlandameistaratitilinn á slá og var í liði Íslands, sem hafnaði í 3. sæti á mótinu. Þá keppti hún á Evrópumótinu sem fram fór í Mün­ chen þar sem hún stóð sig það vel að hún fékk keppnisrétt á heims­ meistaramótinu sem haldið var í Liverpool á Englandi í október. Það kom því ekki á óvart að hún skyldi verða útnefnd fimleikakona ársins af Fimleikasambandi Íslands. Thelma var í vikunni valin í landsliðshóp Íslands en hann tekur þátt í Evrópumótinu sem haldið verður í Antalya í Tyrklandi í næsta mánuði. Í kvennalands­ liðinu auk hennar eru þær Agnes Suto, Hildur Maja Guðmundsdóttir og Margrét Lea Kristinsdóttir. Langar að upplifa þá gleði aftur „Það er heldur betur farið að stytt­ ast í Evrópumótið og við höldum utan á föstudaginn langa. Ég er ógeðslega spennt fyrir þessu móti og er spenntari fyrir því en Íslands­ mótinu. Það var svo gaman að taka þátt í Evrópumótinu á síðasta ári og mig langar svo sannarlega að upplifa þá gleði aftur,“ segir Thelma. Spurð um væntingar hennar til mótsins segir hún: „Stefnan er að tryggja mér sæti á HM eins og ég gerði í fyrra en það geri ég með því að ná góðum árangri á Evrópumót­ inu. Það eru eitthvað um 24 stelpur sem eiga möguleika á að komast á HM. Það var mikil upplifun og gaman að keppa á Evrópumótinu og heimsmeistaramótinu á síðasta ári. Ég er í toppformi og ég tel mig eiga góða möguleika á að vinna mér sæti á HM. Markmiðið hjá mér var að vera komin í gott form fyrir Íslandsmótið. Það tókst og nú er stefnan að vera í enn betra formi þegar Evrópumótið hefst,“ segir Íslandsmeistarinn í fjölþraut. Thelma segist eiga sér þann draum að keppa á Ólympíuleikun­ um í París á næsta ári. „Það er alveg raunverulegt markmið að setja sér að komast á Ólympíuleikana og vitaskuld er það draumur hjá mér að keppa í París 2024. En fyrst er að standa sig vel á Evrópumótinu og ná þar að vinna sér keppnisrétt á heimsmeistaramótinu,“ segir Guðmundur Hilmarsson gummih @frettabladid.is Thelma með Elsu ömmu í föðurætt eftir sigurinn á Íslandsmótinu í fjölþraut. Með ömmu og afa í móðurætt á heimsmeistaramótinu í München. Með ömmu og afa í föðurætt á heimsmeistaramótinu í München. Í æfingum á jafnvægisslá á heimsmeistara- mótinu í Þýska- landi. MyndiR/AðSEndAR Thelma en heimsmeistaramótið verður haldið í Antwerpen í Belgíu um mánaðamótin september­ október. Thelma er 22 ára gömul og hefur æft og keppt í fimleikum frá unga aldri með íþróttafélaginu Gerplu í Kópavogi. „Ég byrjaði að æfa fimleika fjögurra ára gömul. Það lá beinast við að ég færi í þessa íþrótt. Pabbi minn kemur úr mjög mikilli fim­ leikafjölskyldu. Amma er einn af stofnendum Gerplu og er einn af brautryðjendum fimleika á Íslandi. Pabbi og öll hans systkini voru í fimleikum og það var eiginlega aldrei nein spurning um að henda mér í fimleikana líka. Ég hef ekki stundað neina aðra íþrótt.“ Datt út úr vinkonuhópnum Að vera í fremstu röð í fimleikum fylgir mikil vinna, blóð, sviti og tár. Það veit Thelma upp á hár. „Þetta er mikil vinna og árangurinn kemur ekki af sjálfu sér. Ég legg mikið á mig og er að æfa svona í kringum 26–27 klukku­ tíma á viku árið um kring og svo heldur vinnan áfram þegar heim er komið. Ég þarf að passa upp á að borða vel og innbyrða hollan mat, taka inn vítamínin, vera dugleg að fara í sund og hugsa vel um líkamann almennt. Maður þarf að halda aga þegar maður er í þessu sporti,“ segir Thelma. Hefur ekki komið fyrir að þú þurfir að sleppa hinu og þessu eins og að fara út að skemmta þér með vinkonunum þar sem þú ert upp- tekin við æfingar eða keppni? „Jú, það er mjög mikið svo­ leiðis. Ég datt eiginlega strax út úr vinkonuhópnum. Ég er enn þá inni í honum að nafninu til en ég er ekki spurð þegar vinkonurnar eru að fara að gera eitthvað. Þær halda bara að ég sé á æfingu. En ég á margar góðar vinkonur sem eru í fimleikunum og félagsskapurinn er mjög góður þótt við séum í samkeppni. Hún verður að vera til staðar svo maður geti sett sér hærri markmið.“ Er í krefjandi námi Líf Thelmu snýst að miklu leyti um fimleikaíþróttina en það kemur ekki í veg fyrir að hún stundi krefjandi nám. „Ég er á öðru ári í námi í lyfja­ fræði við Háskóla Íslands en þetta er fimm ára nám. Valið hjá mér stóð á milli þess að fara í tann­ læknafræði eða lyfjafræði og ég er mjög sátt með að hafa valið lyfjafræðina. Ég fann að þetta nám er algjörlega fyrir mig. Fyrsta árið var rosalega krefjandi og ekki síst þar sem ég var í bakmeiðslum. Meginástæða þess að ég dreif mig í nám var til þess að geta hugsað um eitthvað annað og dreift huganum í stað þess að líða illa þegar ég fór inn í fimleikasalinn,“ segir hún. Thelma segist hafa ætlað að hætta í fimleikunum eftir síðasta ár. „Ég hugsaði um það en þegar ég leiddi hugann að því að ég ætti kannski möguleika á að vera með á Ólympíuleikunum þá ákvað ég að halda ótrauð áfram. Þetta er svo gaman og gefandi en krefjandi um leið og ég lít bara björtum augum á komandi verkefni.“ n Það er alveg raun- verulegt markmið að setja sér að komast á Ólympíuleikana og vitaskuld er það draum- ur hjá mér að keppa í París 2024. Thelma Aðalsteinsdóttir 2 kynningarblað A L LT 31. mars 2023 FÖSTUDAGUR

x

Fréttablaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.