Fréttablaðið - 31.03.2023, Side 20

Fréttablaðið - 31.03.2023, Side 20
www.malbik.is - Sævarhöfði 6-10 & Álhella 34 - Sími 587 5848 - Netfang: hofdi@malbik.is OKKAR VEGIR, YKKAR VELFERÐ Malbiksframleiðsla - Útlagning - Viðgerðarmalbik - Steinefnasala Unnið að malbikun á Kringlumýrar- braut. FRÉTTABLAÐIÐ/ANTON BRINK gummih@frettabladid.is Það ber stundum á því að rætt sé um malbik og klæðningu sem eitt og sama fyrirbærið. Svo er þó alls ekki þótt báðar gerðirnar séu svo- kölluð bikbundin slitlög. Nauðsynlegt er að gera greinar- mun á klæðningu og malbiki enda er klæðning ódýrt bundið slitlag sem tekur til 90 prósenta alls bundins slitlags á landinu, mest á umferðarminni vegum. Malbik er blanda þriggja þátta, steinefna, biks og íblöndunarefna. Steinefnið gegnir því hlutverki að bera þunga umferðarinnar en bikið bindur steinefnið saman og myndar heild. Því er mikilvægt að bikið gefi góða bindingu og að styrkur steinefna sé nægur, meðal annars til að bera þungaumferð og þola þá síendurteknu áraun sem fylgir notkun nagladekkja. Malbik er hins vegar tiltölulega dýrt efni, enda framleitt í sér- stökum hátæknivæddum blönd- unarstöðvum. Algengasta fram- leiðsluaðferðin er að hita bikið og steinefnin hvort í sínu lagi fyrir blöndun og svo er þessum efnum blandað saman í nákvæmum hlut- föllum með íblöndunarefnum. n HeImILd: vegAgeRdIN.Is Malbik ekki sama og klæðning Ísland er í 105. sæti á lista yfir stærstu vegakerfi heims. FRÉTTABLAÐIÐ/vILHeLm jme@frettabladid.is Bandaríkin eru efst á lista yfir stærstu vegakerfi heims en af 64.285.009 kílómetrum alls eiga Bandaríkin 6.803.479 kílómetra. Af þeim eru 63% malbikaðir vegir og 38% malarvegir. Tölurnar eru frá árinu 2019 svo ýmislegt gæti hafa breyst síðan þá. Næst á eftir Bandaríkjunum á listanum kemur Indland með 6.372.613 kílómetra. Indland stendur sig þó ívið betur í að malbika og eru 70% af veg- unum malbikuð á meðan 30% eru malarvegir. Tölurnar eru frá þessu ári. Frændur okkar í Danmörku eru í sextugasta sæti á listanum með 73.574 kílómetra. Tölurnar eru frá 2010. Ísland lendir svo í 105. sæti á listanum með 12.898 kílómetra miðað við upplýsingar frá árinu 2012. Af þeim eru 44% malbikaðir og 56% malarvegir. n Stærstu vegakerfi heimsins elín@frettabladid.is Eins og margir hafa tekið eftir eru miklar framkvæmdir við Hlemm. Verulegar breytingar eru fyrir- hugaðar á svæðinu og markmiðið að gera nýja torgið að svæði fyrir hjólandi og gangandi vegfarendur. Áætluð verklok á framkvæmdinni eru á seinni helmingi ársins 2025. Torgið er hannað með aðgengi allra í huga, eftir því sem segir á heimasíðu Reykjavíkurborgar. Þarna verða hágæða upphitaðar biðstöðvar almenningssamgangna með nútíma tæknilausnum og þægindum fyrir notendur. Svæðið á að ramma inn fjölbreytt mannlíf þar sem verður fallegur gróður. Nýta á vatn sem upplifun eins og gufuna tengdum ferðum þvotta- kvenna og minna á Rauðará. „Við enda Laugavegar og Rauðar- árstígs þar sem torgsvæðið opnast er gufusvæðið sem er minni um þvottalaugarnar í Laugardal, en Laugavegur var lagður þangað til að auðvelda þvottakonum burðinn að laugunum. Stöpullinn með burðarjálknum á Torginu hefur verið lækkaður og bekkur er nú hluti af útfærslu stöpulsins. Gufan mun fá nýja vídd í myrkri með lýsingu sem dregur fram litróf sem minnir á regnboga eða norðurljós,“ segir á vef Reykjavíkurborgar. n Hlemmur tekur breytingum Árið 2025 verður Hlemmur nýr og breyttur staður. 8 kynningarblað 31. mars 2023 FÖSTUDAGURMalbik

x

Fréttablaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.