AVS. Arkitektúr verktækni skipulag - 01.08.1999, Blaðsíða 58

AVS. Arkitektúr verktækni skipulag - 01.08.1999, Blaðsíða 58
hus“.Reynslan af húsunum hefur verið góð og um þau hefur verið mikið fjallað í fjölmiðlum bæði á Norðurlöndunum og víðar. Þar á meðal í bæklingi frá Iðnaðar- og viðskiptaráði Danmerkur til kynn- ingar erlendis og nokkrum bókum. í framhaldi af byggingu þessara fjögurra húsa stóð T.B. fyrir námskeiðum í byggingagerð slíkra húsa í Torup á árunum 1992 til 1996. í alls níu námskeiðum fræddust alls 45 manns frá sex lönd- um um gerð slíkra bygginga með því að reisa saman á hverju námskeiði eina einfalda 50 fer- metra hvolfþaksgrind. í vistþorpinu í Torup er unnið úr öllu skolpi úr húsunum á staðnum. Rafmagn er að miklum hluta unnið með vindkrafti. Þarna er stunduð lífræn ræktun og nú fyrir nokkru var opnuð menningar- miðstöð í gamla sveitabænum að viðstöddum dönsku konungshjónunum. Og ein verslun með vistvænar vörur hefur verið opnuð á staðnum. í byggingu er hús fyrir átta unglinga sem hafa vaxið upp á staðnum með sérherbergjum fyrir hvern og einn og sameiginlegri hreinlætisaðstöðu og eld- húsi / matstofu. Aðalvandamálið í Torup hefur ekki verið tengt vistvænleika eða sjálfbærni heldur heimsóknum mikils mannfjölda á staðinn. Þannig koma um fimm hundruð manns í hverri viku til að skoða vistþorpið frá öllum Norðurlöndunum og víðar að. Frá 1992 til 1999 hafa þannig um 200 þúsund manns heimsótt staðinn. Lagðir hafa verið sér- stakir göngustígar fyrir gesti svo að þeir leggist ekki á íbúðarglugga! Reynslan sem hefur fengist af samfélaginu í vistþorpinu í Torup er dýrmæt. Bæði það sem gengið hefur vel og illa félagslega séð. Nýtt fólk með nýjar hugmyndir er sífellt að bætast í hópinn svo að ekki verður fyrirséð hvernig samfélagið lítur út að lokum. En frá byrjun var reiknað með því að þetta væri tilraun með óvissir útkomu. Hvað sem því líður hefur vistþorpið sannað sig sem notalegur dvalarstaður þar sem stigin hafa verið þó nokkur skref í áttina að mjög nauðsynlegri sátt við nátt- úruna. FRAMTÍÐARVERKEFNI T.B. Á síðustu þrem árum hefur T.B. tekið saman tvær skýrslur um sjálfbærni húsa með styrk frá Húsnæðisstjórn/íbúðalánasjóði. Næsta verkefni sem sama stofnun hefur nú styrkt að hluta til er síðan gerð fyrsta sjálfbæra íbúðarhússins sem reisa skal í Reykjavík og vera til sýnis almenningi í eitt ár. Frá þessari hugmynd var áður sagt hér í AVS, í 1. tbl.1998, bls. 28-29. Þar getur íslenskur almenningur kynnst því af eigin raun - í raunverulegu byggðu húsi - hvernig framtíðin á sviði sjálfbærra íslenskra bygginga muni geta litið út. Ekki síst yngstu kynslóðirnar munu þá strax geta áttað sig á því hvernig þau muni búa. Eftir sýningu hússins verður það selt á almennum markaði. En áður verður bygging þess og sýningartími rækilega kynnt á Netinu vítt og breitt um heimsbyggðina og einnig gerð um bygg- inguna stutt heimlidarmynd sem ætluð er til kennslu. HVERS VEGNA SJALFBÆRNI? Það er nauðsynlegt fyrir allt fólk að átta sig á því að við getum gert betur en nú í húsbyggingum okkar. Þróanir nytjahluta menningar okkar taka raunar aldrei enda. Og núverandi aðstæður í vist- kerfi jarðarinnar kalla á það að allir ferlar menning- ar okkar verði sjálfbærir. Um þetta eru bæði vís- inda- og stjórnmálamenn sammála. En almennur skilningur lætur enn á sér standa. Á vissan hátt felst skilningurinn á sjálfbærni í eins konar meðvitundarumbyltingu. Meðvitundinni um raunverulega stöðu lifandi vera innan lífhjúps jarðarinnar. Meðvitundarbyltingin er ekki síst fólgin í fyrirbæri sem við getum nefnt lífshyggju. Það er meðvitundin um að lífið sé æðra fyrirbæri dauðum hlutum, t.d. fjármunum. Æðra en t.d. fjölmiðlaþjón- ustum nútímans hefur tekistað miðla til okkar. Slík lífshyggjustefna þarf að eignast fastar rætur í þjóðlífinu. En virðingarleysi fyrir lífinu og æðra eðli þess hefur verulega verið á undanhaldi meðal þjóðarinnar. - Því miður. - Sú hætta að lífsgildi tapist er ávallt fyrir hendi og því þarf að hlúa að þeim gróðri sem að þeim stuðlar eins og kostur er. Á þennan hátt þarf ekki síst eyþjóð eins og okkar að vera á stöðugu varðbergi gagnvart innbyggðum takmörkunum sínum. Hún þarf að venja sig á að hugsa stöðugt í víðara samhengi en forfeðurnir gerðu. Leggja ávallt drög að samskiptum við heim- inn allan. Draga stöðugt dám af stefnu alþjóðlegu mannlífs-menningarinnar svo sem eins og hvað snertir sjálfbærni. Til þess að geta einnig á því sviði lagt eitthvað til málanna til góðs fyrir allar aðrar þjóðir og sig sjálfa um leið. Því það er einnig unnt að hagnast vel þjóðhagslega með frumkvæði í þessu stóra máli. Til þess þarf ekkert nema að vefa saman frumkvæði, þekkingu og standa að raunverulegum tilraunum. ■ 56
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84

x

AVS. Arkitektúr verktækni skipulag

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: AVS. Arkitektúr verktækni skipulag
https://timarit.is/publication/1784

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.