AVS. Arkitektúr verktækni skipulag - 01.08.1999, Blaðsíða 53

AVS. Arkitektúr verktækni skipulag - 01.08.1999, Blaðsíða 53
nafnið: Garðbýlishús. I þessu tilfelli var ákveðið að allar ytri byggingarnar yrðu eins - þ.e. hvolfþök sem eru allt að 10 metrum að hæð - þannig að yfir- bragð hverfisins sé samræmt. En hingað til hefur viðbáran á móti þessu húsformi einmitt verið sú að það sam- ræmist ekki þeim kassalaga húsum sem fyrir eru. Val á hvolfforminu er vegna minnsta yfirborðs yfir mesta rúmmál. Þess má geta að minni íbúðir af svipaðri gerð og hér er lýst voru han- naðar á vegum T.B. og byggðar á árunum 1987 á ísafirði, 1991 við Kópasker og 1995 á Hellu. í stuttri greinargerð með þessari deiliskipulagstil- lögu segir m.a.: „Vegna þeirrar þróunar sem er að verða í afstöðu fólks til útivistar og heilsu má reikna með því að æ fleira fólk leiti út fyrir borgar- eða bæjarkjarnana til þess að njóta þess sem nátt- úran hefur uppá að bjóða, m.a. til þess að geta notið návistar húsdýra o.s.frv. Eftir að vegakerfið hefur tekið þeim breytingum sem við búum við nú og bílaeign er nú mun al- gengari en áður - eru slík hverfi orðin raunhæfur kostur, sérstaklega fyrir fólk sem hefur skilað af sér börnum sínum í eigin sambúðir." Þá er bent á það að svæðið er aðeins 20 km frá Elliðaárbrúnni og nægilega stórt fyrir lágmarks- fjölda íbúða á góðum lóðum í slíkri byggð og svo að þaðan er stutt fjarlægð í hitaveituvatn. Sömuleiðis að landsvæðið er á vatnsverndar- svæði C þar sem mjög varlega verður að fara í byggingarmálum. Og í því samhengi er einnig bent á það að meginkrafan í þessu sjálfbæra deiliskip- ulagi þurfi að vera að einungis séu notuð þar þur- rklósett og aðskilnaður grávatns og svartvatns. Og að íbúarnir sameinist um gerð og rekstur eigin grá- vatnshreinsistöðvar innan svæðisins. Einnig er gert ráð fyrir 2 til 3 vinnustofubyggingum á svæð- inu þannig að þar verði einnig gefinn kostur á nokkurri atvinnustarfsemi. Hverfi eins og hér er lýst getur orðið til fyrirmynd- ar um gerð íbúðarhverfa framtíðarinnar og haft mikil áhrif á breyttan hugsunarhátt fólks og á sam- skipti þess við náttúru landsins og skilning á samhengi hlutanna á sviði sjálfbærni. Það á einnig margt sameiginlegt með þróun umhverfismála á Norðurlöndunum. í heild er svæðinu skipt þannig: Lóðir: 15,5 ha; Umferð: 2 ha; Sameiginlegt: 1,5 ha; Ræktun og opin svæði: 6 ha. VISTVÆNT SKIPULAG HELLNUN Þegar kom að því að gera deiliskipulagsskilmál- ana fyrir fyrstu samþykktu vistvænu deiliskipulags- tillöguna hér á landi í Snæfellsbæ, var ákveðið að fara ekki að öllu leyti eftir alströngustu ákvæð- unum eins og t.d. þeim í Danmörku. Því búast má við því að það taki nokkurn tíma að venja sig við öll þau nýju ákvæði sem geta tilheyrt slíkum hús- byggingum. Og svo hitt, að auðveldlega má skerp- a á þeim síðar. - En staðreyndin er sú, að nú árið 1999 þegar menn í ýmsum Evrópulöndum tala um 51
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84

x

AVS. Arkitektúr verktækni skipulag

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: AVS. Arkitektúr verktækni skipulag
https://timarit.is/publication/1784

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.