AVS. Arkitektúr verktækni skipulag - 01.08.1999, Blaðsíða 14

AVS. Arkitektúr verktækni skipulag - 01.08.1999, Blaðsíða 14
3. Minningarkapella Jóns Steingrímssonar á Kirkjubæjarklaustri eftir arkitektanna Helga og Vilhjálm Hjálmarssyni (vígð 1974). Ferðin að kapellunni undirstrikar þetta trygga samband milli mannsins og menningararfs hans, hann gengur troðnar slóðir fram á við. 4 Einbýlishúsi í Garðabæ teiknað af Manfreð Vilhjálmssyni (1960). Krefjandi samband er skapað milli eigandans, hússins og garðsins. íbúarnir fá að njóta þess sem landið býður án þess að gefa sig á vald þess. Ljósm: Guðmundur Ingólfsson. Mynd 2 Góð hönnun og skipulag auka andlega og líkamlega vellíðan manna og tala beinu máli notandans og gefa þannig vissa ímynd af honum og þjóðfélaginu. Hlutir hafa áhrif á fólk þegar þeir eru notaðir og líka á umhverfið. Svo gripið sé niður í sögu íslenskrar bygging- arsögu þá verður maður fljótt var við að húsa- meistarar og arkitektar hafa ætíð þurft að samræ- ma húsagerðina íslenskum aðstæðum. Efnis- notkun hefur hlotið íslenska meðhöndlun eins og í meðferð bárujárns og skeljasands. Timburklædd hús reyndust illa í íslensku veðurfari. Erfitt var að gera þau vatns- og vindþétt. Lausnin kom með tilkomu bárujárnsins sem þak- og veggklæðningar á timburhús. Stílgerð húsanna breyttist ekki og allar ytri skreytingar fengu að halda sér en í stað timburklæðningar var notast við bárujárn. Þannig varð til, vegna aðlögunar að staðháttum, nokkurs konar sér-íslenskt afbrigði af norrænni tim- burhúsahefð. Svipað er upp á teningnum varðandi áhrif nytjastefnunnar hér á landi. Fyrstu húsin í anda þessarar stefnu líktust mjög erlendum fyrirmyndum sínum. Gluggar voru úr járni, þökin flöt og steypan óvarin. Rík áhersla var lögð á að hið ytra gervi hússins væri rökrétt afleiðing af innri tilhögun þess og samkvæmt réttri notkun bygging- arefnisins, en líkt og timburhúsin á 18. og 19. öld reyndist þessi húsagerð illa í íslensku veðurfari. Því tóku að þróast staðbundnar lausnir. í stað flat- ra þaka komu lág valmaþök klædd bárujárni. Trégluggar komu í stað járnglugga og farið var að nota íslensk steinefni, hrafntinnu, silfurberg og skeljasand til þess að verja steypuveggina gegn ágangi vatns og vinda. Ný stefna var tekin gagn- vart þróun nytjastefnunnar sem lagaði hana að íslenskum aðstæðum. Upp úr 1960 komu fram nýjar hugmyndir um rýmisgerð og efnisnotkun er endurspegluðu þá strauma sem efst voru á baugi erlendis á þeim tíma. Meðal nýjunga voru létt, flöt þök, glerveggir frá gólfi til lofts, opin rými í stað lokaðra herbergja auk áherslu á núttúrlega efnisáferð byggingarefna; tré, steypa og málmur fengu að halda lit sínum og hrárri efnisáferð í hinni endanlegu gerð. Ný stefna var tekin um afstöðu hlutanna. Byggingin var ekki hlutlaus þjónustukjarni. Hún tók afstöðu í umhverf- inu um félagslega tilveru mannsins og var ætlað að vekja til umhugsunar. Arkitektinn öðlaðist frelsi til að takast á við margfeldi sögunnar. Tilverustig einstaklingsins var skynjað sem flókið mynstur minninga og tengsla. Dæmi um slíkt samspil er Minningarkapella Jóns Steingrímssonar á Kirkju- bæjarklaustri eftir arkitektana Helga og Vilhjálm Hjálmarssyni (vígð 1974) þar sem hefðbundið lag torfkirkjunnar er endurskapað á athyglisverðan hátt. Mynd 3 Þetta gamla gervi fær á sig nýjan svip með útfærslu steinsteypunnar sem nær fram ákveðinni áferð og útliti og einkennist af fjöl- breytileika. Einnig nær kirkjan léttleika með þunn- 12
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84

x

AVS. Arkitektúr verktækni skipulag

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: AVS. Arkitektúr verktækni skipulag
https://timarit.is/publication/1784

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.