AVS. Arkitektúr verktækni skipulag - 01.08.1999, Page 14

AVS. Arkitektúr verktækni skipulag - 01.08.1999, Page 14
3. Minningarkapella Jóns Steingrímssonar á Kirkjubæjarklaustri eftir arkitektanna Helga og Vilhjálm Hjálmarssyni (vígð 1974). Ferðin að kapellunni undirstrikar þetta trygga samband milli mannsins og menningararfs hans, hann gengur troðnar slóðir fram á við. 4 Einbýlishúsi í Garðabæ teiknað af Manfreð Vilhjálmssyni (1960). Krefjandi samband er skapað milli eigandans, hússins og garðsins. íbúarnir fá að njóta þess sem landið býður án þess að gefa sig á vald þess. Ljósm: Guðmundur Ingólfsson. Mynd 2 Góð hönnun og skipulag auka andlega og líkamlega vellíðan manna og tala beinu máli notandans og gefa þannig vissa ímynd af honum og þjóðfélaginu. Hlutir hafa áhrif á fólk þegar þeir eru notaðir og líka á umhverfið. Svo gripið sé niður í sögu íslenskrar bygging- arsögu þá verður maður fljótt var við að húsa- meistarar og arkitektar hafa ætíð þurft að samræ- ma húsagerðina íslenskum aðstæðum. Efnis- notkun hefur hlotið íslenska meðhöndlun eins og í meðferð bárujárns og skeljasands. Timburklædd hús reyndust illa í íslensku veðurfari. Erfitt var að gera þau vatns- og vindþétt. Lausnin kom með tilkomu bárujárnsins sem þak- og veggklæðningar á timburhús. Stílgerð húsanna breyttist ekki og allar ytri skreytingar fengu að halda sér en í stað timburklæðningar var notast við bárujárn. Þannig varð til, vegna aðlögunar að staðháttum, nokkurs konar sér-íslenskt afbrigði af norrænni tim- burhúsahefð. Svipað er upp á teningnum varðandi áhrif nytjastefnunnar hér á landi. Fyrstu húsin í anda þessarar stefnu líktust mjög erlendum fyrirmyndum sínum. Gluggar voru úr járni, þökin flöt og steypan óvarin. Rík áhersla var lögð á að hið ytra gervi hússins væri rökrétt afleiðing af innri tilhögun þess og samkvæmt réttri notkun bygging- arefnisins, en líkt og timburhúsin á 18. og 19. öld reyndist þessi húsagerð illa í íslensku veðurfari. Því tóku að þróast staðbundnar lausnir. í stað flat- ra þaka komu lág valmaþök klædd bárujárni. Trégluggar komu í stað járnglugga og farið var að nota íslensk steinefni, hrafntinnu, silfurberg og skeljasand til þess að verja steypuveggina gegn ágangi vatns og vinda. Ný stefna var tekin gagn- vart þróun nytjastefnunnar sem lagaði hana að íslenskum aðstæðum. Upp úr 1960 komu fram nýjar hugmyndir um rýmisgerð og efnisnotkun er endurspegluðu þá strauma sem efst voru á baugi erlendis á þeim tíma. Meðal nýjunga voru létt, flöt þök, glerveggir frá gólfi til lofts, opin rými í stað lokaðra herbergja auk áherslu á núttúrlega efnisáferð byggingarefna; tré, steypa og málmur fengu að halda lit sínum og hrárri efnisáferð í hinni endanlegu gerð. Ný stefna var tekin um afstöðu hlutanna. Byggingin var ekki hlutlaus þjónustukjarni. Hún tók afstöðu í umhverf- inu um félagslega tilveru mannsins og var ætlað að vekja til umhugsunar. Arkitektinn öðlaðist frelsi til að takast á við margfeldi sögunnar. Tilverustig einstaklingsins var skynjað sem flókið mynstur minninga og tengsla. Dæmi um slíkt samspil er Minningarkapella Jóns Steingrímssonar á Kirkju- bæjarklaustri eftir arkitektana Helga og Vilhjálm Hjálmarssyni (vígð 1974) þar sem hefðbundið lag torfkirkjunnar er endurskapað á athyglisverðan hátt. Mynd 3 Þetta gamla gervi fær á sig nýjan svip með útfærslu steinsteypunnar sem nær fram ákveðinni áferð og útliti og einkennist af fjöl- breytileika. Einnig nær kirkjan léttleika með þunn- 12

x

AVS. Arkitektúr verktækni skipulag

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: AVS. Arkitektúr verktækni skipulag
https://timarit.is/publication/1784

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.