Nesfréttir - 01.12.2022, Page 20

Nesfréttir - 01.12.2022, Page 20
20 Nesfrétt ir Þegar jól og áramót nálgast lítum við gjarnan yfir farin veg og minnumst liðinna stunda. Það skiptast á skin og skúrir, ánægjulegar stundir og sorgarstundir. Við höfum þurft að kveðja nokkra af vinum okkar og þátttakendum í félagsstarfinu sem látist hafa á árinu eða flutt í aðra búsetu. Það er með virðingu og söknuði sem við kveðjum og minnumst þessara vina okkar. Félags og tómstundastarfið tekur alltaf breytingum á þessum árstíma og tengist þá jólunum og öllu sem þeim fylgir. Stutt er síðan farið var í jólahlaðborð í Skíðaskálanum í Hveradölum þar sem boðið var upp á mjög svo fallega og góða jólastemningu. Um mánaðamótin, eða á síðasta þriðjudegi nóvembermánaðar var stund eldri borgara safnaðarheimili kirkjunnar þar sem yfir 30 manns mættu á kótilettuhátíð. Alla mánudaga og miðvikudaga í desember var boðið upp á jólaföndur í salnum á Skólabraut og miðvikudaginn 7. desember fengum við góða heimsókn. Margrét Kjartansdóttir kom og sagði frá dvöl sinni á Indlandi og sýndi myndir frá lífinu þar. Ákaflega fróðleg og skemmtilegt erindi. Margrét var með sýningu og sölu á indverskum sjölum til jólagjafa. Bæði félagsvist og jólabingóið var mjög vel sótt og allir vinningshafar ánægðir. Þegar þessar línur eru skrifaðar þá eigum við eftir að fara í sameiginlega jóla-ljósaferð með félagsmiðstöð eldri borgara á Aflagranda, en þá ætlum við að keyra með rútu um bæði borgina, og bæinn okkar og skoða ljósadýrðina. Að þeirri skoðun lokinni verður borðað í Ráðagerði, nýja veitingastaðnum úti við Gróttu og er þegar uppselt í þessa ferð. Söngur og súkkulaði Á hverju ári endum við hefðbundna dagskrá félagsstarfsins fyrir jól með opnu húsi í salnum á Skólabraut 3-5. Að þessu sinni verður það mánudaginn 19. desember frá kl. 14.00 – 17.00. Boðið verður upp á heitt súkkulaði og rjóma ásamt ýmsu góðgæti, jólaglögg, smákökum og fleiru. Þá fáum við til okkar nemendur Tónlistarskóla Seltjarnarnes sem spila nokkur jólalög. Söngstjórinn okkar hann Bjarmi hefur verið að æfa með okkur jólalögin síðustu föstudaga og ætlar hann að mæta og spila undir fjöldasöng. Einnig fáum við til okkar góðan gest sem flytur hugvekju. Hvetjum ykkur til samstarfs og áhrifa í félagsstarfinu á nýju ári. Vinnum saman að góðum hugmyndum. Starfsfólk félags og tómstundastarfs óskar ykkur öllum gleðilegra jóla og þakkar samveru og góðar stundir á liðnum árum. FÉLAGS- OG TÓMSTUNDASTARF ELDRI BÆJARBÚA Vinna er hafin við endurgerð forvarnastefnu Seltjarnarnesbæjar og hefur starfshópur verið settur á laggirnar sem hefur þegar hafið störf. Hann er skipaður sjö fulltrúum: • 1 fulltrúi frá Leikskóla Seltjarnarness • 2 fulltrúar frá Grunnskóla Seltjarnarness (starfsmaður og nemandi á unglingastigi) • 1 fulltrúi frá félagsmiðstöðinni Selinu • 1 fulltrúi frá íþróttafélaginu Gróttu • 1 fulltrúi frá félagi eldri borgara á Seltjarnarnesi • Sviðsstjóri fjölskyldusviðs Ljóst er að mikil vinna er framundan því margir samfélagslegir þættir hafa breyst frá því forvarnastefnan var síðast endurskoðuð. Við skipan hópsins var lögð áhersla á að heyra raddir fulltrúa helstu stofnana og félaga sem sinna málefnum er varða lýðheilsu og forvarnir hjá hinum ýmsu aldurshópum á Seltjarnarnesi. Raddir allra heyrist Raddir allra eru mikilvægar og áhugavert er að heyra rödd eldri nemenda grunnskólans um hvernig þeir vilja móta og stuðla að betri lýðheilsu og forvörnum í sínum aldurshópi og hvernig þeir telja best að ná til aldurshópsins. Einnig er nýnæmi að fulltrúi félags eldri borgara á Seltjarnarnesi eigi fulltrúa í starfshópnum, en aukin áhersla hefur verið undanfarin ár á að efla forvarnir og lýðheilsu eldri bæjarbúa. Fyrsti fundur starfshópsins hefur þegar verið haldinn, en þar var rætt um markmið og leiðir og hlutverk hvers og eins til að fylgja eftir þeim áætlunum sem stefnt verður að. Næstu skref Samráðshópur um áfengis- og vímuefnavarnir hefur verið endurvakinn og kallaður saman til skrafs og ráðagerðar um hvað við getum gert betur í málefnum ungmenna í tengslum við forvarnastarf. Í hópnum eiga sæti allir þeir aðilar sem koma á einhvern hátt að forvarna- og frístundastarfi innan bæjarfélagsins, til að mynda fulltrúar skóla, foreldrafélaga, íþróttafélags, kirkju, golfklúbbs, barnaverndar, félagsþjónustu o.fl. Auk þess á lögreglan fulltrúa í hópnum. Þegar fyrstu drög að nýrri forvarnastefnu liggja fyrir verða þau send til umsagnar á hina ýmsu hagsmunaðila á Seltjarnarnesi, meðal annars fulltrúa þessa samráðshóps. Verkefnastjóri forvarna- og frístundastarfs Samþykkt bæjarstjórnar liggur fyrir um að setja í fjárhagsáætlun næsta árs starf verkefnastjóra forvarna- og frístundastarfs og mun viðkomandi takast á við nýjar áskoranir í anda nýrrar forvarnastefnu. Hann mun hafa aðsetur í Selinu og auk þess að sinna almennum forvörnum og frístundastarfi mun hann sjá um málefni ungmenna á aldrinum 16-18 ára. Foreldrar eru ein mikilvægasta fyrirmynd barna sinna. Mikilvægt er að þeir tali við börn sín um áfengi og önnur vímuefni og taki skýra afstöðu gegn því að þau prófi eða noti slík efni. Ábyrgð uppeldisstofnana eins og skóla og íþróttafélags á að sinna forvörnum er mikil og þær eiga að styðja við hlutverk foreldranna með almenna lýðheilsu barna og ungmenna að leiðarljósi. Við erum öll forvarnir og verðum að standa saman. Hildigunnur Gunnarsdóttir, formaður fjölskyldunefndar Forvarnastefnan endurgerð Hildigunnur Gunnarsdóttir. Verslaðu með hjartanu! www.systrasamlagid.is

x

Nesfréttir

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Nesfréttir
https://timarit.is/publication/1112

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.