Nesfréttir - 01.12.2022, Qupperneq 22

Nesfréttir - 01.12.2022, Qupperneq 22
22 Nesfrétt ir G R Ó T T U S Í Ð A N www.grotta.is 6. flokkur karla stendur í ströngu 6. flokkur karla hefur staðið í ströngu síðustu vikur. Eldra ár flokksins lék á heimavelli í Íþróttahúsi Gróttu, Hertz-höllinni helgina 18. – 20. nóvember. Grótta tefldi fram þremur liðum sem léku í 2. deild, 3. deild og 4. deild á mótinu. Það er skemmst frá því að segja að liðin stóðu sig vel á móti erfiðum andstæðingum. Lið 1 vann tvo leiki og tapaði tveimur. Lið 2 vann einn leik en tapaði þremur og lið 3 vann tvo og tapaði tveimur. Yngra árið lék helgina 25. - 27. nóvember í Origo-höllinni að Hlíðarenda. Líkt og hjá eldra árinu þá tefldu strákarnir fram þremur liðum sem léku í 2. deild, 3. deild og 4. deild mótsins. Gróttuliðin stóðu sig vel. Lið 3 vann tvo leiki og tapaði tveimur. Lið 2 vann einn leik en tapaði þremur. Lið 1 gerði sér svo lítið fyrir og vann alla sína leiki, vann deildina og er því komið upp í 1. deild. Strákarnir lögðu allt í sölurnar og uppskáru samkvæmt því. Eldra árið vann sínar deildir á Akureyrarmótinu í byrjun nóvember og því ekki sjálfgefið að halda sér uppi í deildunum sínum á þessu móti. 40 strákar æfa í 6. flokki þessa dagana og taka framförum með hverri æfingunni. Þjálfari flokksins er Andri Sigfússon en honum til aðstoðar eru Antoine Óskar Pantano, Kári Kvaran og Viðar Sigurjón Helgason. Kjartan Kári Halldórsson og knattspyrnudeild Gróttu hafa gert samkomulag við norska úrvalsdeildarfélagið FK Haugesund um að Kjartan gangi til liðs við félagið. Haugesund endaði í 10. sæti norsku deildarinnar á liðnu tímabili en félagið hefur leikið í úrvalsdeildinni, Eliteserien, frá árinu 2010 og best náð þriðja sæti. Kjartan Kári, sem er 19 ára gamall, er fæddur og uppalinn Seltirningur og hefur leikið með Gróttu frá 5 ára aldri. Eftir að hafa farið í gegnum allt yngri flokka starf félagsins spilaði Kjartan sína fyrstu keppnisleiki með meistaraflokki sumarið 2020, þegar Grótta lék í úrvalsdeild, en var svo lykilleikmaður í liðinu ári síðar. Í sumar sprakk Kjartan út í Gróttuliðinu og varð markakóngur Lengjudeildarinnar með 17 mörk ásamt því að vera kosinn efnilegasti leikmaðurinn. Þrátt fyrir ungan aldur hefur Kjartan spilað 48 leiki í deild og bikar fyrir meistaraflokk Gróttu og skorað í þeim 29 mörk. Hann á einnig að baki 13 leiki fyrir yngri landslið Íslands og æfði á dögunum í fyrsta sinn með U21 árs landsliðinu. Grótta óskar Kjartani Kára og fjölskyldu hans innilega til hamingju með áfangann og hlakkar til að fylgjast með ævintýrum hans í Noregi. Kjartan Kári til Haugesund 170 GETRAUNANÚMER GRÓTTU GETRAUNIR.IS Melkorka Katrín ráðin aðstoðarþjálfari Melkorka Katrín Flygenring Pétursdóttir hefur verið ráðin sem aðstoðarþjálfari meistara flokks kvenna hjá knattspyrnudeild Gróttu. Melkorka var í haust ráðin sem þjálfari 4. og 5. flokks kvenna hjá Gróttu en hún kemur frá FH þar sem hún hefur þjálfað undanfarin átta ár, nú síðast 4. og 5. flokk kvenna. Melkorka, sem er fædd 1998, er fyrrum leikmaður FH og stundar í dag meistaranám í sjúkra þjálfun og hefur lokið UEFA B þjálfararéttindum. Knattspyrnudeild Gróttu fagnar því að hafa samið við Melkorku um starfið og hlakkar til komandi samstarfs.

x

Nesfréttir

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Nesfréttir
https://timarit.is/publication/1112

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.