FLE blaðið - 01.01.2022, Síða 5

FLE blaðið - 01.01.2022, Síða 5
5FLE BLAÐIÐ JANÚAR 2022 Hólmgrímur vinnur hjá Deloitte á Akureyri ræktina hafa sinn sess með misjöfnum árangri þó. Það nýjasta í því eru göngur en við hjónin settum okkur til dæmis það mark- mið núna um áramótin að ganga alla vega sitthvora 1000 kíló- metrana á árinu 2022 okkur til heilsubótar. Annars finnst mér líka afskaplega gott að vera bara heima hjá mér í rólegheitum og slaka á. Skemmtisögur? Kann nú lítið af svoleiðis en konan mín hefur alltaf svo- lítið gaman af þeirri staðreynd að þegar ég var að byrja í Menntaskólanum þá heimtuðu eldri systur mínar þrjár að ég yrði á heimavistinni þó að það væri ekki nema um 10 mín akstur þaðan sem ég bjó í skólann og ég á bíl. Ástæðan var sú að þær sögðu að ég væri svo ófélagslyndur að ég yrði að fara á vistina, annars yrði ég bara heima í fjósi og myndi aldrei ganga út. Á heimavistinni var ég sem sagt í fjóra vetur sem voru reyndar alveg frábærir og veit ekki betur en að þetta ráð þeirra systra hafi virkað vel. ENDURSKOÐANDINN HÓLMGRÍMUR Starfsferill? Ég ólst upp við hefðbundin sveitastörf þangað til ég flutti til Reykjavíkur eftir menntaskóla, þá vann ég eitt ár í Rúmfatalagernum sem þá var í Auðbrekku í Kópavogi áður en ég byrjaði í viðskiptafræðinni. Þegar ég var á þriðja ári í viðskiptafræðinni byrjaði ég að vinna með skóla hjá Þema endurskoðun sem síðar varð Grant Thornton. Eftir útskrift úr viðskiptafræðinni árið 1998 fór ég að vinna hjá Endurskoðunarskoðunarskrifstofu Sigurðar Stefánssonar sem fljótlega rann inn í Deloitte og hef ég unnið þar síðan, þar af eitt ár hjá Deloitte í Winnipeg í Kanada. Af hverju að fara í löggildingu? Það var nú þannig að þegar ég var að alast upp í sveitinni þá ætlaði ég að sjálfsögðu að verða bóndi. Ég komst hins vegar fjótlega að því að áhuginn og kannski færnin líka lá meira í tölunum og rekstrinum sem slíkum heldur en í umhirðu dýr- anna og vélanna. Ég ákvað því að skella mér í viðskiptafræði og þegar þangað var komið vakti endurskoðun fljótlega áhuga minn og því skellti ég mér í hana og sé svo sannarlega ekki eftir því. Hvað er skemmtilegast við endurskoðunina? Það er svo margt. Í grunninn hef ég alltaf haft mjög gaman að tölum og rekstri og í endurskoðuninni fæ ég heldur betur að fást við það. Starfið er í raun mjög fjölbreytt og maður fær að kynnast og starfa með allskonar fólki og vinna fyrir allskonar fyrirtæki og stofnanir.

x

FLE blaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: FLE blaðið
https://timarit.is/publication/1259

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.