FLE blaðið - 01.01.2022, Qupperneq 6

FLE blaðið - 01.01.2022, Qupperneq 6
6 FLE BLAÐIÐ JANÚAR 2022 Þá er líka mjög gaman að fá að fást við krefjandi verkefni og það er svo magnað að maður er alltaf að læra eitthvað nýtt þó að maður sé búinn að vera lengi í bransanum. Mér finnst ráðgjafarhluti starfsins ekki síður skemmtilegur en sjálf endur- skoðunarvinnan, meðal annars að geta hjálpað fólki og fyrir- tækjum að gera enn betur. Svo er nú alltaf dálítið gaman þegar hlutirnir stemma í debet og kredit. Hvað er leiðinlegast við endurskoðunina? Það er nú sem betur fer ekki mikið sem mér dettur í hug í því sambandi. Kannski sífellt auknar kröfur til skráningar á öllu því sem við gerum og sífellt stífara regluverk sem við þurf- um að fara eftir í störfum okkar. Kannski líka sú staðreynd að það er mun meiri eftirspurn eftir kröftum okkar á fyrri hluta ársins heldur en þeim seinni sem getur kallað á töluvert álag í vinnunni okkar þegar mest gengur á. FORMAÐURINN HÓLMGRÍMUR Áherslur nýkjörinnar stjórnar og starfið framundan? Þær eru svona í mótun, meðal annars er stefnt að vinnufundi stjórnar með formönnum fastanefndanna fljótlega til að leggja línurnar en ég á svo sem ekki von á neinum stórfelldum breytingum. Mér finnst þó líklegt að skerpt verði enn frekar á hlutverki félagsins sem hagsmunafélags bæði hvað varðar ímynd félagmanna sem og að fylgjast með og taka þátt í þeirri umræðu og þróun sem á sér stað á alþjóðlegum vettvangi. Eins og við vitum er mikið um að vera sem getur leitt af sér miklar breytingar á störfum okkar og get ég t.d. nefnt vænt- anlega gildistöku reglugerðar Evrópusambandsins um sjálf- bærniskýrslur sem og yfirferð á endurskoðunartilskipuninni og síðast en ekki síst væntanlegur staðall um endurskoðun lítilla félaga frá staðlaráðinu. Það er mikilvægt að við fylgjumst náið með og upplýsum félagsmenn og aðra hagsmunaaðila um framvindu mála. Einnig get ég nefnt áframhaldandi samtal við Ársreikningaskrá og ráðuneytið um skilafresti ársreikninga til Ársreikningaskrár, sem og að viðhalda góðum samskiptum við alla aðila sem tengjast störfum endurskoðenda. Þá finnst mér líklegt að áfram verði lögð áhersla á gott fram- boð af endurmenntun og í því samhengi að bjóða áfram upp á streymi og eftir atvikum upptökur frá námskeiðum og fundum félagsins ef það hentar. Einnig held ég að það verði áfram lögð áhersla á félagslega þáttinn í starfsemi félagsins. Ég held að hann sé mikilvægur og þó að ég sé á því að það sé mikill kostur að bjóða upp á streymi frá fundum og námskeiðum á vegum félagsins held ég að það sé mikilvægt að við hættum ekki að hittast í raunheimum. Hér Hólmgrímur í góðum félagsskap á Haustráðstefnu FLE 2021

x

FLE blaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: FLE blaðið
https://timarit.is/publication/1259

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.