FLE blaðið - 01.01.2022, Síða 7

FLE blaðið - 01.01.2022, Síða 7
7FLE BLAÐIÐ JANÚAR 2022 hefur COVID-19 ástandið því miður haft töluverð áhrif undan- farin tvö ár en þó að útlitið í þeim málum sé því miður ekkert sértaklega gott eins og er þá vona ég nú að það fari að lagast með hækkandi sól. Á síðasta stjórnarfundi var rætt talsvert um nýliðun í stéttinni sem mætti vera meiri og fyrirkomulag löggildingarprófa í því samhengi og finnst mér líklegt að þeirri umræðu verði haldið áfram. ÁHRIF NÝRRA LAGA UM ENDURSKOÐENDUR Hvað hefur breyst með nýjum lögum um endurskoðendur og endurskoðun? Það var náttúrulega ýmislegt sem breyttist með nýju lög- unum. Til dæmis færðist umsjón gæðaeftirlits sem hafði verið talsvert stór þáttur í starfsemi félagsins frá félaginu til Endurskoðendaráðs. Þá var skylduaðild að félaginu felld niður sem hefur þó enn sem komið er ekki haft mikil áhrif. FLE – hvað verður um það og hvernig verður það? Ég held að FLE eigi bjarta framtíð fyrir sér. Ég tel að það sé mikilvægt að endurskoðendur á Íslandi eigi sér félag saman sem meðal annars vinnur að hagsmuna- og framfaramálum á starfssviði endurskoðenda og er vettvangur skoðanaskipta um fagleg málefni stéttarinnar. Í því sambandi held ég að það sé samt mikilvægt að við pössum upp á að félagið þróist í takt við hagsmuni og þarfir félagsmanna, ekki síst núna þegar búið er að fella niður skylduaðild að félaginu. Hvað er fleira á döfinni? Það er ýmislegt á döfinni hjá félaginu. Stjórn félagins stefnir til dæmis að því að halda vinnufund fljótlega með formönn- um fastanefndanna til að taka stöðuna og ræða meðal annars hvernig væri hægt að efla nýliðun í félaginu, hverjar ættu að vera áherslur stjórnar næsta árið og hver ætti að vera framtíðar- sýn og meginhlutverk félagsins. Þann 28. janúar næstkomandi verður hinn árlegi skattadag- ur félagsins haldinn og daginn fyrir hann verður boðið upp á áhugavert námskeið þar sem Árni Claessen endurskoðandi mun fjalla um gæði og gagnsemi upplýsinga í ársreikningnum. Í febrúar, mars og apríl verður boðið upp á áhugaverð morgun- korn og í maí verður árlegur endurskoðunardagur haldinn. Í faglegum málum er talsvert um að vera hjá félaginu. Meðal annars hefur verið unnið í samstarfi við Reikningsskilaráð að yfirferð á drögum Reikningsskilaráðs að leiðbeiningum um upp- lýsingar í skýrslu stjórnar og framsetningu þeirra. Fulltrúi FLE er í norrænum starfshópi um innleiðingu á nýjum alþjóðlegum endurskoðunarstaðli um endurskoðun einfaldra félaga. Félagið er með fulltrúa í vinnuhóp um ný lög um bókhald. Félagið er búið að setja á laggirnar sérstakan vinnuhóp um sjálfbærni skýrslur og tekur fulltrúi úr þeim vinnuhóp þátt í norrænum vinnuhóp um málið. Þá er fyrirhugað áframhaldandi samtal við ársreikningaskrá og ráðuneytið um tímafresti á skilum á árs- reikningum til Ársreikningaskrár svo eitthvað sé nefnt. Að lokum má nefna að hún Hrafnhildur skrifstofustjórinn okkar hefur ákveðið að láta af störfum núna í sumar eftir langt og farsælt starf hjá félaginu og er vinna hafin við að leita að eft- irmanni hennar. Ég vil nota tækifærið hér og þakka Hrafnhildi kærlega fyrir afar góð störf í þágu félagsins. FLE FERÐ ERLENDIS – ER SLÍKT Á TEIKNIBORÐINU Félagið hefur staðið fyrir ferðum erlendis á nokkurra ára fresti. Síðast var farið til Brussel árið 2018 sem mér vitandi heppn- aðist mjög vel. Það er mín skoðun að svona ferðir séu mikil- vægur liður í félagsstarfi endurskoðenda en nei því miður þá er slík ferð ekki á teikniboðinu eins og stendur og spilar þetta COVID-19 ástand inn í það. Vonandi mun það nú samt líða hjá og það komi að því að við getum farið aftur saman í skemmti- legar ferðir erlendis. Viðtal: Herbert Baldursson og Birta Mogensen

x

FLE blaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: FLE blaðið
https://timarit.is/publication/1259

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.