FLE blaðið - 01.01.2022, Blaðsíða 8

FLE blaðið - 01.01.2022, Blaðsíða 8
8 FLE BLAÐIÐ JANÚAR 2022 Í síbreytilegu rekstrarumhverfi nútímans skipta traust og áreið- anleiki öllu máli og fer það vel saman við hlutverk endurskoð- enda. Endurskoðendur gegna grundvallarhlutverki í viðskiptalíf- inu og erfitt er að hugsa sér hvernig það ætti að ganga fyrir sig án þess mikilvæga hlutverks sem þeir gegna. Endurskoðendur styðja á hverju ári við framgang viðskipta með störfum sínum sem framkvæmd eru með gott siðferði, heiðarleika og faglega gagnrýni að leiðarljósi. Auk þess að styðja við fyrirtæki með sérfræðiráðgjöf sköpum við traust með óháðum staðfesting- um sem eru oft grundvöllur þess að viðskipti geti átt sér stað. Jafnframt getum við haft áhrif á að búa til betri heim til að lifa og starfa í fyrir okkur öll. Við erum um þessar mundir að upplifa miklar breytingar á endurskoðunarmarkaði og í heiminum öllum og eðlilegt að velta því fyrir sér hvað þær þýða fyrir stéttina í heild sinni. Ég tel að aldrei hafi verið eins mikil þörf fyrir þjónustu þá sem við veitum sem stétt og aldrei eins mikil tækifæri til staðar fyrir endurskoðendur til að hafa áhrif á samfélagið eins og nú. Ekki bara er mikilvægi staðfestinga fjárhagsupplýsinga jafnmikið ef ekki meira en áður með auknu flækjustigi viðskipta og fram- þróun á tækni, heldur bætast sjálfbærnimálin nú við. Ekki ein- ungis staðfestingar þeirra heldur einnig ráðgjöf og framsetning skýrslna. Það er því ljóst að fjölga þarf í stéttinni svo við mætum fyrirsjáanlegri aukinni eftirspurn eftir þjónustu okkar. Við þessar aðstæður ætti ungt fólk að flykkjast til stéttarinnar þar sem tækifærin til að hafa áhrif á samfélagið til góðs eru mikil og einnig er um að ræða spennandi og fjölbreytt starf þar sem laun eru samkeppnishæf ...en er það svo? Nei, það er eiginlega ekki þannig, ekki hér á landi og ekki held- ur í löndunum í kringum okkur þar sem þróunin er í þá átt að æ fleiri kjósa að yfirgefa störf hjá endurskoðunarfyrirtækjum og velja önnur störf. Það hefur lengi loðað við starfið að ungt fólk lítur á það sem undirbúning fyrir annað og betra starf og einnig höfum við einhvern vegin sætt okkur við að launin fyrir þá sem eru að hefja starfsferil sinn í endurskoðun séu ekki samkeppn- ishæf við laun sem endurskoðendur geta fengið á markaði. Lausnin á launamuninum hefur fram til þessa falist í að starfs- fólk á endurskoðunarstofum hefur oft unnið myrkranna á milli til að bæta sér upp lægri laun með yfirvinnu. En af hverju skyldi það vera að við sættum okkur við það eins og náttúrulögmál að viðskiptalífið og opinberir aðilar geti greitt ungu fólki hærri laun en endurskoðunarfyrirtæki? Getur verið að við sjálf gerum okkur ekki grein fyrir mikilvægi endurskoð- enda sem stéttar og að það hafi áhrif á verðlagningu á þjónust- unni? Þeir sem hafa verið lengi í faginu muna örugglega eftir umræðunni um væntingabil í endurskoðun þar sem væntingar viðskiptavina og notenda endurskoðaðra reikningsskila fór ekki saman við það sem raunverulega fólst í endurskoðun. Þetta væntingabil hefur dregist mjög saman en myndast hefur nýtt væntingabil þar sem mikilvægi þjónustunnar er ekki í öllum til- vikum metið að verðleikum og kemur það fram með ýmsum hætti. Má þar nefna, framlag hins opinbera þar sem stéttinni sjálfri er gert að fjármagna gæðaeftirlit endurskoðenda, slæleg viðbrögð við beiðnum frá Félagi löggiltra endurskoðenda um einfaldar breytingar á lögum t.a.m. til að laga mistök í lagasetn- HVAR VÆRI VIÐSKIPTALÍFIÐ ÁN ENDURSKOÐENDA? Margrét Pétursdóttir, endurskoðandi hjá EY Endurskoðendur styðja á hverju ári við framgang viðskipta með störfum sínum sem framkvæmd eru með gott siðferði, heiðarleika og faglega gagnrýni að leiðarljósi

x

FLE blaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: FLE blaðið
https://timarit.is/publication/1259

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.