FLE blaðið - 01.01.2022, Page 10

FLE blaðið - 01.01.2022, Page 10
10 FLE BLAÐIÐ JANÚAR 2022 ÁHRIF ÁHÆTTU VEGNA LOFTSLAGS- BREYTINGA Á REIKNINGSSKIL Jóhann I.C. Solomon, löggiltur endurskoðandi hjá KPMG ehf. Svanhildur Skúladóttir, reikningsskilasérfræðingur hjá KPMG ehf. Fyrirtæki, sem og opinberir aðilar, þurfa því að huga að áhrifum áhættu vegna loftslagsbreytinga á reikningsskil sín og gera viðeigandi ráðstafanir sem fyrst. INNGANGUR Það hefur ekki farið fram hjá neinum að umræða um loftslags- breytingar hefur aukist til muna síðustu árin, aðallega í tengsl- um við náttúruhamfarir og aðgerðir þjóða heims til að koma böndum á hlýnun jarðar af mannavöldum. En það sem hefur verið minna áberandi í opinberri umræðu eru möguleg áhrif áhættu vegna loftslagsbreytinga á reiknings- skil. Augljós dæmi í þessu sambandi eru þegar náttúruham- farir, til dæmis flóð eða skógareldar, eyðileggja eignir og raska starfsemi, sem hafa umsvifalaust áhrif á gerð og framsetningu reikningsskila þeirra aðila sem í hlut eiga. En áhrifin á reikn- ingsskil geta einnig verið vegna annarra atburða sem eru ekki eins augljós en tengjast engu að síður loftslagsbreytingum, svo sem vegna breytinga á regluverki, tækni, kauphegðun við- skiptavina, stefnumótun og viðskiptamódeli fyrirtækja, skilmál- um fjármálagerninga og kröfum fjárfesta og eftirlitsaðila. Einnig ber að hafa í huga að loftslagsbreytingar þurfa ekki endi- lega að hafa í för með sér eingöngu neikvæð áhrif á efnahags- lega starfsemi. Í loftslagsbreytingum felast einnig tækifæri fyrir þá sem þróa og bjóða lausnir við loftslagsvanda. Slíkir aðilar geta laðað til sín fjármagn með útgáfu hlutabréfa og skulda- bréfa, aflað fjármuna og aukið tekjur með sölu umhverfisvænna lausna til viðskiptavina. Öll þessi viðskipti hafa áhrif á reiknings- skil þeirra. MISMUNANDI ÁHRIF Áhrif áhættu vegna loftslagsbreytinga á reikningsskil kunna að verða mismikil eftir því í hvaða atvinnugreinum fyrirtæki starfa. Eðli máls samkvæmt má búast við því að mestu áhrifin verði hjá fyrirtækjum sem reka mengandi starfsemi. Hins vegar eru fyrirtæki sem starfa í öðrum atvinnugreinum ekki laus allra mála því áhrifin geta einnig komið fram í atvinnugreinum þar sem þeirra er síst að vænta. Sem dæmi má nefna fjármálafyr- irtæki, þar sem áhrifin geta meðal annars komið fram í gegn- um útlán til fyrirtækja, í kröfum fjárfesta um upplýsingagjöf og breytingar á regluverki. Í þessu sambandi má nefna að Basel- nefndin um bankaeftirlit gaf í apríl 2021 út tvær skýrslur sem fjalla annars vegar um hvernig áhætta vegna loftslagsbreytinga getur haft áhrif á banka og bankakerfi og hins vegar hvaða aðferðir bankar geta notað til að mæla fjárhagslega áhættu sem tengist loftslagsbreytingum. Basel-nefndin mun í framhaldinu meta hvort breyta þurfi stöðlum um bankaeftirlit vegna þessa.

x

FLE blaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: FLE blaðið
https://timarit.is/publication/1259

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.