FLE blaðið - 01.01.2022, Síða 11

FLE blaðið - 01.01.2022, Síða 11
11FLE BLAÐIÐ JANÚAR 2022 Áhrif áhættu vegna loftslagsbreytinga á einstaka þætti reikn- ingsskila kunna einnig að vera mismunandi, allt frá því að þau takmarkist við upplýsingagjöf í skýrslu stjórnar eða skýringum til þess að þau leiði til breytinga á afkomu, fjárhagsstöðu og sjóðstreymi, með tilheyrandi áhrifum á kennitölur, arðgreiðslu- möguleika og virði fyrirtækja. ÁHRIF Á ÍSLANDI Jafnvel þó umfjöllun um áhrif áhættu vegna loftslagsbreytinga á reikningsskil hafi til þessa farið fram að mestu leyti erlendis eru reikningsskil íslenskra fyrirtækja og opinberra aðila alls ekki ónæm fyrir þessum áhrifum. Nú þegar eru komin fram dæmi um slík áhrif, til að mynda vegna færslu og upplýsingagjafar um losunarheimildir og útgáfu grænna og blárra skuldabréfa. Í viðtali við Bjarna Herrera, forstöðumann sjálfbærni hjá KPMG, sem birt var á vefsíðu Innherja þann 30. desember 2021 kemur meðal annars fram að „Útgáfa sjálfbærra skuldabréfa á Íslandi nam 173 milljörðum króna á árinu 2021 samanborið við 122 milljarða króna árið 2020 samkvæmt tölum frá sjálfbærniteymi KPMG. Vöxtur í útgáfu sjálfbærra bréfa nam því 42 prósentum á milli ára“ og að „græn útlán [hjá íslenskum viðskiptabönkum] hafi aukist á milli ára og þau muni halda áfram að aukast eftir því sem bankarnir reyna að koma grænu fjármagni sem þeir hafa sótt á markað í vinnu“. Þá eru fyrirsjáanleg áhrif vegna orkuskipta í samgöngum og sjávarútvegi, lagabreytinga vegna alþjóðlegra skuldbindinga Íslands í loftslagsmálum og væntanlegra breytinga á reiknings- skilareglum til að kveða skýrara á um upplýsingagjöf á þessu sviði, svo eitthvað sé nefnt. GLÖGG MYND OG MIKILVÆGI Jafnvel þó gildandi reikningsskilareglur innihaldi ekki reglur sem taka sérstaklega á færslu, framsetningu og upplýsinga- gjöf vegna viðskipta og annarra atburða sem tengjast loftslags- breytingum þá ná almennu reglurnar engu að síður til þeirra. Þetta gildir hvort sem reikningsskil eru samin í samræmi við íslenskar reglur eða alþjóðlega reikningsskilastaðla. Þess ber að geta að Alþjóðareikningsskilaráðið (e. International Accounting Standards Board, IASB®) og starfsfólk Alþjóðaráðsins um reikningsskilastaðla fyrir opinberra aðila (International Public Sector Accounting Standards Board®, IPSASB®) gáfu á árinu 2020 út, sitt í hvoru lagi, leiðbeinandi efni sem fjallar um hvern- ig gildandi alþjóðlegir reikningsskilastaðlar, IFRS® og IPSASTM, kunna að eiga við um mat, færslu og upplýsingagjöf um áhrif áhættu af loftslagsbreytingum. Til að mynda er þess krafist í reikningsskilareglum að árs- reikningar gefi glögga mynd af afkomu, efnahag og breytingu á handbæru fé og að bætt sé við ítarlegri sundurliðunum og skýringum ef þarf, til að glögg mynd náist. Þetta kallar á að í ársreikningum sé að finna allar þær upplýsingar sem eru taldar mikilvægar fyrir aðalnotendur reikningsskila, sem í tilviki fyr- irtækja eru núverandi og tilvonandi fjárfestar, lánveitendur og aðrir kröfuhafar en í tilviki opinberra aðila eru þeir sem njóta opinberrar þjónustu eða veita opinberum aðilum fjármagn, svo sem ríkisborgarar og Alþingi. Upplýsingar eru skilgreindar sem mikilvægar samkvæmt alþjóðlegum reikningsskilastöðlum (IFRS®) „ef það að þeim sé sleppt, þær séu rangar eða óljósar þá mætti með sanngjörnum hætti búast við því að það hafi áhrif á ákvarðanir sem aðalnot- endur reikningsskilanna taka á grundvelli þeirra [...]“. Þetta þýðir að við gerð og framsetningu reikningsskila ber að meta hvort upplýsingar um áhrif áhættu vegna loftslagsbreytinga eru mik- ilvægar fyrir aðalnotendur þeirra. Við það mat er gott að hafa til hliðsjónar leiðbeiningar sem Alþjóðareikningsskilaráðið (IASB®) hefur gefið út, IFRS Practice Statement 2 Making Materiality Judgements. Það liggur þó nú þegar fyrir að fjárfestar kalla í auknum mæli eftir því að ársreikningar veiti upplýsingar um möguleg áhrif áhættu vegna loftslagsbreytinga á afkomu, fjár- hagsstöðu og sjóðstreymi til skemmri og lengri tíma. EFTIRLITSAÐILAR Aðilar sem hafa eftirlit með reikningsskilum, svo sem Evrópska verðbréfaeftirlitið (e. European Securities and Markets Authority, ESMA) og ársreikningaskrá á Íslandi, hafa nú þegar lýst því yfir að þeir muni skoða sérstaklega hvort reikningsskil vegna ársins 2021 eru í samræmi við gildandi reglur þegar kemur að áhrifum vegna loftslagsbreytinga. Í áhersluatriðum í eftirliti ársreikningaskrár vegna reiknings- ársins sem lauk 31. desember 2021 kemur meðal annars fram að „Ársreikningaskrá vill ítreka að við eftirlit með reikningsskil- um félaga sem beita alþjóðlegum reikningsskilastöðlum er farið eftir áhersluatriðum í eftirliti sem Verðbréfaeftirlit Evrópu gaf út þann 29. október 2021“. Þá bendir ársreikningaskrá í tengsl- um við ófjárhagslega upplýsingagjöf á að „Stjórnendum ber að upplýsa um hvaða [...] stefnur félagið hefur varðandi umhverfis- mál, þ.m.t. áhrif af loftlagsbreytingum, sbr. ákvæði b-liðar 1. mgr. 66. gr. d. auk þess að upplýsa um árangur af stefnu félagsins samanber ákvæði c-liðar. Verðbréfaeftirlit Evrópu gaf út í júní 2019 viðbót við leiðbeiningar um framsetningu ófjárhagslegra upplýsinga. Framangreindum leiðbeiningum er ætlað að aðstoða félög við umfjöllum um möguleg áhrif loft- lagsbreytinga á þau. Stjórnendum er bent á að ætlast er til þess að fjallað sé um áhrif loftlagsbreytinga á viðkomandi félag og góð regla er að útskýra ástæðu þess ef slíkar upplýsingar eru ekki birtar.“ Stærri fyrirtæki á Íslandi þurfa því að huga að mögulegum áhrif- um áhættu vegna loftslagsbreytinga á reikningsskil sín vegna ársins 2021. ALÞJÓÐLEGIR SJÁLFBÆRNISTAÐLAR Í nóvember 2021 var sett á laggirnar Alþjóðasjálfbærni- staðlaráðið (e. International Sustainability Standards Board, ISSB®), sem hefur það að markmiði að þróa og gefa út alþjóð-

x

FLE blaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: FLE blaðið
https://timarit.is/publication/1259

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.