FLE blaðið - 01.01.2022, Qupperneq 14

FLE blaðið - 01.01.2022, Qupperneq 14
14 FLE BLAÐIÐ JANÚAR 2022 Þar sem hagnaður hefur orðið af rekstri samkvæmt ársupp- gjöri 2021 eru stjórnir einkahlutafélaga og hlutafélaga að meta hvort leggja eigi fram tillögu um arðgreiðslu. Arðgreiðslur eru þýðingarmiklar fyrir hluthafa sem hafa fjárfest í viðkom- andi félagi en það er í ýmis horn að líta við slíkar ákvarðanir. Hlutafélagaformið er aldargamalt en þrátt fyrir aldur og fyrri reynslu af framkvæmd arðgreiðslna þá eru ófá álitaefnin sem reynt hefur á í úrskurða- og dómaframkvæmd. Engan ætti þó að undra því við framkvæmd arðgreiðslu þarf að fylgja form- reglum hlutafélagalöggjafarinnar, skattareglum og meta reikn- ingshaldsleg álitaefni. Tilefni þessarar greinar er þó ekki að fara yfir öll formsatriðin, enda er það efni í heila bók, heldur staldra sérstaklega við hugtakið „frjálsir sjóðir“. Samkvæmt 99. gr. laga nr. 2/1995 um hlutafélög (hfl.) og 74. gr. laga nr. 138/1994 um einkahlutafélög (ehfl.) er einungis heimilt að úthluta sem arði (a) hagnaði samkvæmt síðasta samþykkta ársreikningi, (b) yfirfærðum hagnaði frá fyrri árum og (c) frjálsum sjóðum eftir að dregið hefur verið frá tap sem ekki hefur verið jafnað og það fé sem skal lagt í varasjóð eða til annarra þarfa. Þessi ákvæði segja ýmislegt, en gefa þau upp með nákvæm- um hætti hvaða efnahags- eða rekstrarliða líta beri til við arð- greiðslu? Almennt liggur skýrt fyrir hver sé hagnaður sam- kvæmt síðasta samþykkta ársreikningi en í því sambandi nægir að horfa til niðurstöðu rekstrarreiknings. Yfirfærður hagnaður fyrri ára er ekki jafnaugljós í ársreikningnum en slíkur hagn- aður hefur verið færður í efnahagsreikning og myndar, ásamt öðrum liðum, óráðstafað eigið fé félagsins. Hvað varðar frjálsa sjóði þá hefur það hugtak ekki verið skilgreint sérstaklega. Hlutafélagalöggjöfin og ársreikningalögin skilgreina nokkra lögbundna sjóði en þá sjóði má þá augljóslega ekki nýta til arðgreiðslna. Til lögbundinna sjóða telst hlutafé, varasjóð- ur, endurmatsreikningur og ýmsar gangvirðisbreytingar. Enn fremur telst yfirverðsreikningur til bundinna sjóða sbr. úrskurði yfirskattanefndar1 m.a. með vísan til eldri hlutafélagalaga nr. 32/1978 þar sem fram kom að leggja skyldi í varasjóð það fé sem hefði verið greitt fyrir hluti umfram nafnverð við stofnun eða hækkun hlutafjár (nú yfirverðsreikningur). Með gagnályktun má ætla að „frjálsir sjóðir“ séu allir aðrir sjóð- ir en bundnir sjóðir samkvæmt lögum eða samþykktum félags. HVAÐ ERU FRJÁLSIR SJÓÐIR HLUTAFÉLAGA? Guðbjörg Þorsteinsdóttir, lögmaður og meðeigandi hjá Deloitte Legal ehf. Ólögmæt arðsúthlutun getur haft í för með sér alvarlegar skattalegar afleiðingar fyrir hluthafa auk skaðabótaábyrgðar stjórnar, hluthafa eða þeirra sem sáu um framkvæmd rangra reikningsskila 1. Úrskurðir yfirskattanefndar í málum nr. 165/2013, nr. 268/2013, og nr. 228/2014.

x

FLE blaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: FLE blaðið
https://timarit.is/publication/1259

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.