FLE blaðið - 01.01.2022, Page 16

FLE blaðið - 01.01.2022, Page 16
16 FLE BLAÐIÐ JANÚAR 2022 PENINGAR, RAFMYNTIR OG FRAMTÍÐARSÝN Ef horft er til þess hvað peningar eru þá eru peningar gjald- miðill sem notaðir eru í viðskiptum milli fólks, til endurgreiðslu skulda og einnig sem mælieining á virði. Grundvöllur gjaldmiðla er traust, meðal annars á nothæfi þeirra en án slíks trausts væru þeir sjaldan nokkurs virði. Til þess að gjaldmiðill sé að fullu nothæfur er nauðsynlegt, auk trausts á honum, að hann sé vel þekktur, að það sé auðvelt að skipta honum upp í smærri einingar, að hann sé léttur í flutningi og meðförum, að hann eyðileggist ekki hratt við notkun og síðast en ekki síst að gjaldmiðillinn sé ekki auðveldlega falsaður. Gjaldmiðlar hafa verið samofnir sögu mannkyns um langt skeið og hafa þeir þróast samhliða því, úr málmmyntum yfir í bréf- peninga, innistæður á bankareikningum og rafræna greiðslu- miðlun. Nútímategundir gjaldmiðla eru oftast tengdir ákveðn- um ríkjum eða svæðum og eru oft kallaðir “fiat money” eða fótalaust fé en það eru þeir gjaldmiðlar sem ekki standa á gull- fæti og byggja á trausti. Nokkrir áratugir eru nú síðan síðasti gjaldmiðillinn hætti að standa á gullfæti, en gullfótur er þegar peningar byggja á ígildi virði þeirra í gulli í gullgeymslu útgef- anda seðilsins. Einhverjir spá því að rafmyntir séu framtíðin eða að minnsta kosti rafmyntir útgefnar af seðlabönkum. Enn er því óljóst hver framtíð rafmynta er í dag og sérstaklega núverandi rafmynta. Rafmyntir hafa í för með sér ótal tækifæri en einnig krefjast þær mikilla breytinga. Í dag eru rafmyntir í langflestum tilfell- um ekki tengdar ákveðnum ríkjum eða löndum heldur eru þær byggðar upp á alnetinu og eru því álitnar alþjóðlegar. Helsta rafmyntin og sú sem flestir þekkja í dag er rafmyntin Bitcoin, en myntin hefur verið á sjónarsviðinu frá árinu 2008. Önnur stærsta myntin heitir Etherum en samanlagt markaðsvirði Bitcoin og Etherum var nú í byrjun janúar 2021 um 1.200 millj- arðar bandaríkjadollara. Samkvæmt talningu Investopedia voru 8.000 rafmyntir til í des- ember 2021. Það sem helst einkennir hverja rafmynt frá öðrum rafmyntum er tæknin sem býr að baki, en sú tækni er í hraðri og sífelldri þróun. Spurningunni sem stundum er varpað fram er hvaða rafmyntir það eru sem myndu standa eftir ef til hruns kæmi en þessari þróun er oft líkt við það sem átti sér stað eftir hraða þróun internetfyrirtækja í Bandaríkjunum árið 2000, þess sem oft er vísað til sem netbólunnar (e. dotcom bubble), þegar aðeins nokkur internetfyrirtæki lifðu af samþjöppun á markaði RAFMYNTIR OG REIKNINGSSKIL Elín Hanna Pétursdóttir, endurskoðandi hjá Eimskip og Signý Magnúsdóttir, endurskoðandi hjá Deloitte Rafmyntir veita ekki þeim sem á þeim halda samningsbundinn rétt til að móttaka handbært fé. Þær hafa ekki lagalega viðurkenningu sem mynt og af þeirri ástæðu er lánveitandinn ekki skyldugur til þess að taka á móti þeim við greiðslu skuldar

x

FLE blaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: FLE blaðið
https://timarit.is/publication/1259

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.