FLE blaðið - 01.01.2022, Side 17

FLE blaðið - 01.01.2022, Side 17
17FLE BLAÐIÐ JANÚAR 2022 Rafmyntir hafa sætt talsverðri gagnrýni gagnvart þeirri aðferð sem er notuð til að búa hana til. Eins og fram kemur að ofan þá er rafmynt búin til með eins konar rafrænum námugrefti þar sem stórar tölvur eyða verulegri orku við að leysa stærðfræði- leg vandamál. Þegar þeim hefur tekist að leysa þau þá hafa þau búið til rafmynt. Sú rafmynt er umbun námumannanna. Helsti gallinn við þessa aðferð er að hér er verið að nota dýrar tölvur og mikið rafmagn sem hefur í raun engan sjálfstæðan tilgang. Að mati margra er þetta hrein sóun þar sem framleiðsla á hefð- bundnum peningum eins og við þekkjum þá í dag þarfnast ekki slíkrar orku. Víst þarf pappír, blek og prentvélar til að prenta seðlana en mikið af peningnum heimsins í dag eru innistæður á bankareikningum, í reynd eiginleg rafmynt, þótt hún sé ekki sé byggð á sömu tækni (bálkakeðjum, sjá nánar hér að neðan). Hvernig rafmyntaheiminum tekst að takast á við þær áskoranir sem eru til staðar varðandi vinnslu rafmyntanna er óljóst. Fyrir utan þær áskoranir er einnig að mörgum stjórnsýslu- og hag- stjórnarlegum atriðum að huga þegar horft er til þess ef raf- myntir myndu taka yfir sem gjaldmiðlar heimsins. Það myndi torvelda peningaprentun og útiloka myntsláttuhagnað ríkja, stjórnun vaxtastigs og aðra hagstjórn. Nauðsynlegt er að ríki heimsins og stjórnvöld þeirra hafi þetta í huga. Framtíðarsýn rafmyntaheimsins snýst um svokölluð dreifistýrð fjármál (e. decentralized finance) en hugmyndafræði þeirra byggir á að það séu engir milliliðir í greiðslumiðlun og fjármögnun en í nútímanum er það hlutverk banka og fjármálastofnanna. FJÁRFESTINGAR SKRÁÐRA FYRIRTÆKJA Í RAFMYNTUM Nokkur stór alþjóðleg fyrirtæki hafa á síðastliðnum árum fjár- fest í rafmyntum eins og Bitcoin og Etherum en hér fyrir neðan má sjá töflu yfir þau fimm félög sem mest eiga af bitcoin: Félagið MicroStrategy Inc. er félag á sviði viðskiptagreindar og er skráð á hlutabréfamarkað í Bandaríkjunum. Félagið á 121.044 Bitcoin sem er tæplega 0,6% af öllum þeim Bitcoin sem til eru. Félagið hefur lagt mikla áherslu á fjárfestingar í Bitcoin í fjárfestingastefnu sinni og hefur það m.a. farið í hluta- fjárútboð til að fjármagna þær fjárfestingar. Í efnahagsreikningi félagsins fyrir þriðja ársfjórðung má sjá að fjárfesting í stafræn- um eignum telur rétt rúmlega 80% af heildareignum þess. Mikilvægum áfanga var náð í desember 2021 þegar viðskipti hófust í fyrsta sinn með verðbréfasjóð með eign í Bitcoin í kauphöllinni í New York. BÁLKAKEÐJUTÆKNI Rafmyntir byggja iðulega á svokallaðri bálkakeðjutækni (e. blockchain technology). Sú tækni er jafnvel merkilegri en raf- myntin sjálf. En hvernig þá? Bálkakeðjur virka eins og sífellt vaxandi rafrænar færslubækur. Hver bálkur í keðjunni geymir dulrituð gögn um viðskipti eða aðrar upplýsingar. Bálkakeðjan heldur utan um allar færslur, hve mikið er til og hver á hvað og heldur áfram að bæta við sig eftir því sem tíminn líður. Þetta er tækni sem byggir á flókinni stærðfræði og dulkóðun. Það er enginn miðlægur aðili sem heldur utan um og viðheldur bálka- keðjunum. Tæknin byggir á svokölluðu jafningjaneti. Í raun og veru virkar bálkakeðjutæknin þannig að hún tekur veraldarvef- inn einu skrefinu lengra, þannig að veraldarvefurinn snýst ekki lengur eingöngu um að skiptast á upplýsingum heldur því að skiptast á virði. Eitt lykilatriði bálkakeðjanna er að það sem er vistað á bálka- keðjunni verður þar að eilífu og er ekki hægt að afmá. Allir bálkar í keðjunni eru tengdir og eldri bálkarnir hafa að geyma upplýsingar fyrir þá bálka sem á eftir koma og er því hægt að segja að nánast sé ómögulegt að breyta bálkakeðjunni. Bálkakeðjutækni hefur reynst vel og hefur það í för með sér að hægt er að framselja rafmynt frá einum aðila til annars

x

FLE blaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: FLE blaðið
https://timarit.is/publication/1259

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.