FLE blaðið - 01.01.2022, Page 20
20 FLE BLAÐIÐ JANÚAR 2022
• Eru einhver viðskipti færð fyrir utan undirliggjandi bálka-
keðju rafmyntarinnar sem þarf að skoða?
• Er rafmyntin geymd í veski þar sem þarf marga lykla
(rafrænt form undirskrifta fyrir rafmyntir) til þess að sam-
þykkja millifærslur? Ef svo er, hver heldur á þeim lykl-
um sem þarf til að samþykkja millifærslur og hvernig er
tenging þeirra við félagið?
• Hver ber áhættuna ef að rafmyntin tapast hjá vörsluað-
ilanum t.d. vegna öryggisbresta, þjófnaðar eða annarrar
sviksemi?
• Eru einhverjir aðrir þættir sem koma í veg fyrir það
að fyrirtækið fái allan efnahagslegan ávinning og
taki alla áhættu af rafmyntinni m.a. verðáhættu?
Ef niðurstaða greiningarinnar er sú að vörsluaðilinn sé með
yfirráð yfir rafmyntinni, færir hann rafmyntina sem eign ásamt
því að færa skuld í efnahagsreikning vegna þeirrar samnings-
bundnu skuldbindingar sem hann er með við félagið um að
skila rafmyntinni aftur til baka. Félagið afskráir rafmyntina og
færir upp nýja eign sem endurspeglar réttinn til að móttaka raf-
myntina frá vörsluaðilanum. Þessi nýja eign er óefnislega eign,
en getur verið hluti af öðrum flokki óefnislegra eigna en raf-
myntin var upphaflega flokkuð í.
í júlí 2020 gaf Evrópska reikningsskilanefndin (EFRAC)
umræðuskal um reikningshaldslega meðferð á rafeigna og
rafskulda út frá bæði sjónarhorni eiganda og útgefanda. Í því
umræðuskjali er horft til rafmynta sem hlutmengi rafeigna. Þar
er vísað til þeirrar niðurstöðu túlkunarnefndar alþjóðlega reikn-
ingsskilaráðsins sem fram kemur hér að ofan varðandi reikn-
ingshaldslega meðferð rafmynta. Í því samhengi er vísað til
þess að þrátt fyrir að almennt séu aðilar ekki ósammála þeirri
niðurstöðu þá hefur talsverður fjöldi hagsmunaaðila bent á að
rafmyntir eru eignir með sérstaka eiginleika og núverandi mats-
aðferðir innan IAS 38 og IAS 2 voru ekki þróaðar með rafeignir
í huga. Sem dæmi, ólíkt flestum óefnislegum eignum (hugbún-
aðir, hugverkaréttindum, vörumerkjum o.fl.) þá eru þær með
eiginleika sem líkjast handbæru fé, viðskipti eru með sumar
þeirra á virkum markaði og þær eru einnig með ákveðna eig-
inlega fjárfestinga. í þessum samhengi er talið upp í umræðu-
skjalinu ákveðnar áskoranir sem til staðar eru í núverandi stöðl-
um og má þar m.a. nefna:
• Takmarkaðar leiðbeiningar er að finna í stöðlunum þegar
rafeignir eru keyptar sem fjárfesting og matskröfur IAS
38 og IAS 2 endurspegla ekki að fullu leyti efnahagsleg
einkenni þessara eigna, þegar ekki er til staðar virkur
markaður (engar skýrar leiðbeiningar eru til staðar um
meðferð óefnislegra eigna sem félag horfir á sem fjár-
festingu).
• Frekari útskýringa / leiðbeininga er þörf í tengslum við
það þegar flokka ber rafeign sem fjáreign. Í þeim tilfellum
þar sem rafeignir eru keyptar sem fjárfesting og eru með
sambærilega eiginleika og hluta- eða skuldabréf (tilkall til
hagnaðarhlutdeildar, atkvæðisrétt o.fl.) er ekki að finna
neina skýra umfjöllun í stöðlunum hvers vegna ekki beri
að flokka þær sem fjáreignir. Mögulega þarfnast núver-
andi kröfur IFRS uppfærslu í þessu samhengi.
• Skilgreining á handbæru fé og ígildi handbærs fjár
þarfnast skoðunar og mögulegrar uppfærslu til þess
að ákveðnar tegundir rafmynta geti fallið þar undir.
Hér að ofan eru aðeins rætt um hluta af því sem til umræðu
er varðandi reikningsskil rafmynta/rafeigna en miðað við
hraða þróun þessa heims er ljóst er að töluverð vegferð er
framundan til þess að núverandi reikningsskilastaðlar verði
nægjanlega skýrir varðandi meðferð rafeigna. Núverandi
fyrirkomulag getur leitt til þess að meðferð á þessum
eignum og skuldum tengdum þeim verði mismunandi á
milli félaga. Ekki er ljóst hvernig þróunin verður varðandi
breytingar á núverandi reikningsskilastöðlum en hætt-
an er sú að ef ekkert verður aðhafst í að skýra betur kröf-
ur staðlanna eða uppfæra ákveðnar skilgreiningar að félög
fari í að þróa eigin reikningsskilareglur í samræmi við IAS 8.
LOKAORÐ
Heimur rafmynta er enn ungur þrátt fyrir að rafmyntin Bitcoin
hafi komið fram á sjónarsviðið fyrir meira en áratug síðan og
þróun þeirra mílusteina sem lagðir höfðu verið sem grundvöllur
á bak við tækniþróun rafmynta hafi staðið yfir í enn lengri tíma.
Mikil þróun hefur átt sér stað en mikill þroski og umbylting á
mörgum sviðum á enn eftir að eiga sér stað, muni þetta fyrir-
komulag á dreifstýrðum fjármálum með bálkakeðjutækni, raf-
myntum, snjallsamningum, stafrænum listaverkum og fleiru
verða að raunveruleika framtíðar viðskiptalífs heimsins. Ljóst
er að miklir möguleikar felast í þessari auknu tækniþróun.
Spurningin er hvort setja ætti ákveðna reikningsskilastaðla fyrir
rafmyntir(-eignir) eða hvort núgildandi staðlar geti tekið á þeim
reikningsskilalegu málefnum sem upp koma eins og þeir eru
settir fram með núverandi hætti. Fylgjast þarf vel með tækni-
þróuninni og taka á málunum samhliða henni.
Signý Magnúsdóttir og Elín Hanna Guðbjartsdóttir