FLE blaðið - 01.01.2022, Qupperneq 28

FLE blaðið - 01.01.2022, Qupperneq 28
28 FLE BLAÐIÐ JANÚAR 2022 þessa hefur helst verið í umræðunni limited assurance út frá staðli ISAE 3000 til að byrja með sem gæti þróast yfir í resonable assurance eða jafnvel endurskoðun síðar. Í þriðja lagi er mikilvægt að það sé ákveðinn stöðugleiki með hvaða hætti endurskoðendur gefi staðfestingu á sjálfbærni- skýrsluna og að það sé sameiginleg niðurstaða innan stétt- arinnar svo allir framkvæmi þá vinnu með sambærilegum hætti. Í fjórða lagi er alveg ljóst að við tilkomu slíkrar skýrslu sem skýrsla um sjálfbærni er að þá verður til staðar ákveðið flækjustig þar sem þær upplýsingar sem þar koma fram eru allt annað en fjárhagslegar upplýsingar liðins árs sem við erum vön að nálgast samkvæmt alþjóðlegum endur- skoðunarstöðlum. Hér stöndum við frammi fyrir upplýsing- um sem horfa til framtíðar hjá fyrirtækinu sem og upplýs- ingar sem getur reynst erfitt að fá tölulegar og/eða haldbær- ar upplýsingar um. Í fimmta og síðasta lagi kallar sjálfbærniskýrslan fram ákveðnar áskoranir fyrir endurskoðendur þar sem kunnátta og menntun á þeim sviðum sem skýrslunni er ætlað að draga fram er að takmörkuðu leiti til staðar, hvorki í vinnu okkar í dag né heldur í þeirri menntun sem við höfum hlotið á þeirri vegferð að verða endurskoðendur. Því verður þetta mikil áskorun fyrir starfandi endurskoðend- ur sem og félög endurskoðenda að koma ákveðinni þekk- ingu á framfæri í gegnum endurmenntun og jafnframt þarf háskólaumhverfið að taka tillit til þessa við sitt námsframboð sem og að þessi þekking rati inn í löggildingarferlið. Framangreindu til viðbótar hafa ýmis önnur atriði verið til umræðu eins og hvort um verði að ræða eina skýrslu eða tvær þ.e. hinn hefðbundni ársreikningur sem við þekkjum og svo hins vegar skýrsla um sjálfbærni. Og einnig er ábyrgð endur- skoðandans á skýrslu um sjálfbærni stórt mál sem þarfnast frekari umræðu. AÐ LOKUM Fráfarandi stjórn og nefndum er þakkað fyrir ánægjulegt sam- starf á liðnu ári og ykkur öllum góðir félagsmenn fyrir að hafa tekið þátt í þeim atburðum sem félagið hefur staðið fyrir á liðnu ári. Sigurður B. Arnþórsson

x

FLE blaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: FLE blaðið
https://timarit.is/publication/1259

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.