FLE blaðið - 01.01.2022, Qupperneq 29

FLE blaðið - 01.01.2022, Qupperneq 29
29FLE BLAÐIÐ JANÚAR 2022 Við þekkjum flestöll að hafa staðið við afgreiðsluborð á kaffihúsi og velt því okkur hvort við ættum að fá kaffi í pappamáli eða bolla. Til að svara þessari spurningu þurfum við að hugsa hvar við ætlum að drekka kaffibollann ljúfa. Auðvitað er lang minnsta áhættan á að hella kaffinu niður ef sest er við borð á meðan við njótum drykkjarins. Um leið og við erum komin af stað með kaffi í pappamáli stóreykst hættan á að hella niður kaffinu en hættan er auðvitað mismikil eftir því hvað við gerum á meðan við erum með kaffibollann í hendinni. Það er tiltölulega áhættulítið að labba á jafnsléttu með bollann en fæst okkar ákveða að fara á hoppudýnu eða trampolín með kaffimál í hendinni einfaldlega vegna þess að þá stóraukast líkurnar á að hella bollanum niður, jafnvel á óþægi- lega staði eða á fötin okkar. Ég er ein af þeim sem stunda áhættuhegðun með sneisafullt götumál alla daga og það hefur ýmislegt gengið á í minni götu- máls kaffidrykkju seinustu vikurnar. Einn laugardagsmorgun var ég á leið út á land með vinkonu minni og auðvitað var ég með sneisafullt götumál í þartilgerðu hólfi milli framsætanna. Við vorum varla komnar af stað þegar hvítur Dacia Duster stopp- ar óvænt fyrir framan mig þannig að ég þurfti að snarhemla. Pappamálið góða hoppar upp úr hólfinu og á hliðina yfir alla inn- réttinguna og hvíta teppið á bílnum auk þess sem síminn minn flaut í kaffipolli í bollahólfinu. Upphófst mikil viðgerðastarfsemi, bæði þurfti að redda nýjum kaffibolla og þrífa bílinn en umsjónar- maður bifreiðamála á heimilinu var ekkert sérstaklega hress með stöðuna þegar bíllinn skilaði sér heim. Eftir þetta ákvað ég að gera það sem ég er alltaf að segja börn- unum mínum að gera, það er að læra af reynslunni og fór að iðka það að vera með lok á pappamálinu en það er ansi góð eftirlits- aðgerð þegar stunduð er ýmis konar áhættuhegðun með kaffi í pappamáli. Næsta laugardagsmorgun var stefnan tekin á göngu og auðvitað þurfi ég að taka með mér sneisafullt pappamál í bíl vinkonu minnar. Þar sem ég sat afturí var ekki hólf fyrir götu- mál og mér fannst besta hugmynd í heimi að setja pappamálið á boxið milli framsætanna og segja engum frá því! Þarna setti ég pappamálið á stað þar sem mikil hætta væri á að það færi á hliðina og það hefði verið gáfulegt að upplýsa samferðamenn mína um áhættuna, sem ég gerði ekki. Það næsta sem gerist var að farþeginn í framsætinu rekur olnbogann í pappamálið og inni- haldið fer út um allan bíl, og á mig. Þarna var áhættan sem fólst í staðsetningunni, og óupplýstum samferðamönnum, að eftirlits- aðgerðin sem lokið á pappamálinu er, hélt engu. Þetta óhapp varð þó ekki til þess að ég færi að breyta mínum háttum, enn drekk ég mitt kaffi mestmegnis on the go í pappa- máli en þó með loki. Eitt af því sem eykur áhættu, og taka þarf inn í áhættumat hverju sinni, er hraði en hann verður alltaf til þess að áhætta eykst. Þetta veit ég mætavel en stundum á ég það nú samt til að vera á mikilli hraðferð og drekka kaffi úr pappamáli. Það var einmitt það sem ég ákvað að gera um daginn þegar ég var á leiðinni á fund að hitta fólk sem ég kem til með að vinna með og var að hitta í fyrsta skipti, sem sagt dálítið mikilvægur fundur. Ég dríf mig af stað í lyftuna með pappamál í annarri, minn- isbók í hinni, bíllyklana í þriðju og þarf aðeins að beita lagni til að ýta á takkann í lyftunni og þá kemur í ljós að lokið á pappamálinu er ónýtt og hrekkur af þannig að innhaldið fer út um allt en mest á hvítu skyrtuna mína og jakkann. Ónýtt lok á pappamáli er í raun óvirk eftirlitsaðgerð og ég mætti á fundinn í hnepptum jakka, út af stórum brúnum bletti, og með kaffiblauta ermi. En er ég hætt að drekka kaffi úr pappamáli eftir allar þessar hrak- farir á stuttum tíma? Nei, en ég er að hugsa um að fá mér götu- mál með skrúfuloki, þá hlýt ég að vera góð. Höfundur er innri endurskoðandi Kviku banka og þessi grein er byggð á sönnum atburðum. Anna Sif Jónsdóttir LATTELEPJANDI ÁHÆTTUMAT Anna Sif Jónsdóttir, innri endurskoðandi Kviku Um leið og við erum komin af stað með kaffi í pappamáli stóreykst hættan á að hella niður kaffinu en hættan er auðvitað mismikil eftir því hvað við gerum á meðan við erum með kaffibollann í hendinni

x

FLE blaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: FLE blaðið
https://timarit.is/publication/1259

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.