FLE blaðið - 01.01.2019, Blaðsíða 14

FLE blaðið - 01.01.2019, Blaðsíða 14
14 FLE BLAÐIÐ JANÚAR 2019 Í þessari grein er ætlunin að gera lauslega grein fyrir þeirri þróun sem hefur átt sér stað á síðustu árum á vettvangi alþjóð- legs skattaréttar og hver staðan er á Íslandi. Reglur alþjóðlegs skattaréttar koma oftar við sögu heldur en margir gera sér grein fyrir. Segja má að á þær reyni, með einum eða öðrum hætti, í hvert sinn sem viðskipti eiga sér stað yfir landamæri. HÆTTA Á TVÍSKÖTTUN EN MÖGULEIKI Á ENGUM SKÖTTUM Flest ríki heimsins leggja á tekjuskatt á tveimur grunnforsend- um. Annars vegar að móttakandi tekna sé varanlega innan þeirra landamæra, vegna búsetu, skráningar eða af öðrum ástæðum (heimilisfestarreglan). Hins vegar að tekjur hafi myndast eða eigi uppruna sinn innan landamæra þeirra (upp- runareglan). Þessar tvær mismunandi reglur leiða oft til þess að tvö, eða jafnvel fleiri ríki, gera tilkall til skattlagningar þegar viðskipti eiga sér stað yfir landamæri, annað á grundvelli heim- ilisfestar en hitt á grundvelli uppruna. Það getur haft tvísköttun í för með sér nema til staðar sé samningur milli ríkjanna um afléttingu tvísköttunar eða þá að heimilisfestarríki aflétti tvísköttun einhliða (líkt og Ísland gerir). Viðskipti yfir landamæri leiða ekki alltaf til aukinnar skattbyrði. Samspil landslaga tveggja (eða fleiri) ríkja og tvísköttunar- samninga hafa oft að geyma glufur sem geta leitt til þess að enginn skattur fellur til af hagnaði viðskipta. OECD hafði lengi barist fyrir samræmdum aðgerðum til að koma í veg fyrir hag- nýtingu á slíkum skattalegum glufum en varð ekki ágengt fyrr en nýlega. HVERS VEGNA VAR EKKI GRIPIÐ TIL AÐGERÐA FYRR? Sú spurning hlýtur að vakna hvers vegna ekki var gripið til aðgerða fyrr? Ástæðan er sú að ekki var samhugur milli ríkja enda eru þau með misjafna stefnu í skattamálum eftir því hvers konar efnahag þau hafa. Sem dæmi er Þýskaland fram- ÞRÓUN Á VETTVANGI ALÞJÓÐLEGS SKATTARÉTTAR Vilmar Freyr Sævarsson og Ágúst Karl Guðmundsson eru skattalögfræðingar hjá KPMG BEPS aðgerðaráætlunin hefur haft gríðarlega mikil áhrif á alþjóðlegan skattarétt. Í raun er rétt að tala um ástandið fyrir og eftir BEPS

x

FLE blaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: FLE blaðið
https://timarit.is/publication/1259

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.