FLE blaðið - 01.01.2019, Blaðsíða 18
18 FLE BLAÐIÐ JANÚAR 2019
Ég velti svolítið fyrir mér hvernig tengsl og verkaskipting
er milli IFAC og IAASB, eins varðandi IASB (alþjóða reikn-
ingsskilaráðið). Hefur IFAC beina tengingu við þeirra vinnu?
Það er ekki nema von að þú veltir þessu sambandi fyrir þér, þessi
tengsl eru einmitt það sem áðurnefnd eftirlitsnefnd er að gera
athugasemdir við. Það er þannig að IFAC fjármagnar starfsemi
IAASB og einnig starfsemi PIOB að mestu og svo er það PIOB
sem hefur eftirlit með ferlinu við gerð staðlanna, starfsemi IFAC
og einnig tilnefningarferlinu í stjórn IAASB. Það er IFAC sem til-
nefnir aðila í stjórn IAASB en það er PIOB sem endanlega sam-
þykkir tilnefningarnar. Varðandi IASB og IFAC þá er tenging IFAC
við IASB í gegnum IAASB en staðlaráðin tvö rýna vinnu hvors
annars og eru í miklu samstarfi með það.
Hvað finnst þér helst brenna á endurskoðendum
hérlendis um þessar mundir?
Ég verð eiginlega að fá að nefna þrennt í þessu eða jafnvel fernt.
Í fyrsta lagi eru það tækniframfarirnar. Sumir hrósa happi yfir
því að vera orðnir gamlir og sleppa við þetta allt saman en aðrir
eru á harðahlaupum í að þróa vinnuaðferðir í átt að sjálfvirkni og
notkun tækni við endurskoðun. Í öðru lagi er það innleiðingin á
Evrópureglunum í fyrirliggjandi frumvarpi til laga um ný lög um
endurskoðun og endurskoðendur og þá helst þær auknu kröfur
sem er verið að gera til okkar og hvernig standa á undir kostn-
aði við þær. Eins það hvernig fjölbreytni verður tryggð þannig að
einyrkjar og smærri stofur geti áfram sinnt endurskoðun eininga
tengdum almannahagsmunum. Þriðja og fjórða atriðið sem ég vil
nefna eru nátengd en það eru útboðin og lækkuð verð sem gera
það að verkum að afkoma greinarinnar versnar sem aftur minnkar
áhuga yngra fólks til starfans.
Það er óhætt að segja að spennandi tímar séu framundan
hjá Margréti. Við þökkum henni kærlega fyrir spjallið og
hlökkum til að fylgjast með starfi hennar á vettvangi IFAC
á næstu misserum.
Viðtal, Kjartan Arnfinnsson endurskoðandi hjá Invicta
Nafn endurskoðenda Lífaldur Fæðingard.
Magnús Mar Vignisson 30 09.09.89
Alda Björk Óskarsdóttir 40 17.07.79
Baldvin Freysteinsson 40 1.9.1979
Berglind Hákonardóttir 40 25.08.79
Gunnar Gýgjar Guðmundsson 40 12.04.79
Jón Rafn Ragnarsson 40 19.06.79
Kristinn Kristjánsson 40 01.02.79
Samúel Orri Samúelsson 40 02.10.79
Sigríður Katrín Kristbjörnsdóttir 40 30.05.79
Sigríður Soffía Sigurðardóttir 40 19.09.79
Stefán Þórhallur Björnsson 40 12.09.79
Valgerður Kristjánsdóttir 40 03.01.79
Örvar Omrí Ólafsson 40 04.01.79
Anna Þóra Benediktsdóttir 50 18.05.69
Bogi Nils Bogason 50 18.04.69
Jón Sigurður Helgason 50 05.02.69
Kristófer Ómarsson 50 01.06.69
Ólafur Gestsson 50 06.04.69
Ragna Hrund Hjartardóttir 50 21.11.69
Sigrún Guðmundsdóttir 50 11.10.69
Arnar Árnason 60 11.09.59
Benóní Torfi Eggertsson 60 07.01.59
Bjarki Bjarnason 60 11.02.59
Björg Sigurðardóttir 60 17.12.59
Guðmundur Kjartansson 60 29.04.59
Nafn endurskoðenda Lífaldur Fæðingard.
Guðrún Torfhildur Gísladóttir 60 10.11.59
Helga Harðardóttir 60 10.10.59
Hilmar A. Alfreðsson 60 12.07.59
Jóhann Unnsteinsson 60 12.02.59
Lárus Finnbogason 60 27.09.59
Margret G. Flóvenz 60 14.08.59
Ómar H. Björnsson 60 17.09.59
Óskar Sverrisson 60 14.05.59
Theodór S. Sigurbergsson 60 06.04.59
TIL HAMINGJU MEÐ AFMÆLIÐ - ÁRIÐ 2019
Friðbjörn Björnsson 70 06.03.49
Guðmundur E. Kjartansson 70 07.09.49
Guðmundur Hannesson 70 10.08.49
Gunnar Rafn Einarsson 70 12.06.49
Jónatan Ólafsson 70 09.12.49
Karlotta B. Aðalsteinsdóttir 70 11.08.49
Lilja Steinþórsdóttir 70 02.08.49
Pétur Jónsson 70 15.01.49
Rúnar Bjarni Jóhannsson 70 13.11.49
Þorsteinn Haraldsson 70 02.12.49
Guðlaugur R. Jóhannsson 75 25.08.44
Kristinn Gils Sigtryggsson 75 02.02.44
Ragnheiður Pétursdóttir 75 03.05.44
Geir Geirsson 80 04.05.39
Gunnar Sigurðsson 80 25.01.39
Jens Valur Franklín 80 09.12.39