FLE blaðið - 01.01.2019, Blaðsíða 15
15FLE BLAÐIÐ JANÚAR 2019
leiðsluríki með breiða skattstofna sem það vill verja með
ströngum reglum á meðan ríki með minni efnahag vilja laða að
erlent fjármagn með hagstæðum skattareglum. Í gegnum tíð-
ina hefur samkeppni ríkja um fjármagn verið hörð og mörg ríki
hafa gengið langt í að bjóða veglegar ívilnanir til þess að laða
að fjármagn. Það er því óhætt að benda á ríkin sjálf sem söku-
dólga alþjóðlegrar (grófrar) skattskipulagningar.
Það athugist að hér eru notuð orðin alþjóðleg skattskipulagning
en ekki orðið skattasniðganga. Almennt er talað um skattasnið-
göngu þegar landslög eru misnotuð í þeim tilgangi að komast
hjá eða lágmarka skatta, þ.e. ráðstafanir eru innan orðalags lag-
anna en ekki í samræmi við markmið og tilgang þeirra.
Alþjóðleg skattskipulagning felur hins vegar almennt ekki í sér
skattasniðgöngu þar sem ráðstafanir eru almennt innan ramma
og tilgangs laganna. Skipulagningin felst í að nýta mismunandi
löggjöf ríkja og takmarkanir í tvísköttunarsamningum til að lág-
marka skattgreiðslur.
AÐDRAGANDI BREYTINGANNA
Í hörðu samkeppnisumhverfi um fjármagn var erfitt fyrir eitt ríki
að stíga fram og boða harða skattastefnu, þó mörg ríki, einkum
með breiða skattstofna, hafi verið með þannig stefnu. Í fyrsta
lagi myndi það einungis laga lítinn hluta vandans og í öðru lagi
myndi það skerða samkeppnishæfni ríkisins um fjármagn. Eina
leiðin til þess að taka á vandanum var á sameiginlegum vett-
vangi með samhentu átaki sem flestra ríkja.
Í kjölfar efnahagshrunsins árið 2008, uppljóstrana um grófa
skattskipulagningu og falið fé í skattaparadísum myndaðist
þrýstingur frá almenningi um aðgerðir. Á árinu 2013 fékkst loks
stuðningur til aðgerða frá stærstu iðnríkjum heimsins (G20) og
var OECD falið að útbúa aðgerðaráætlun innan tveggja ára.
Margir höfðu efasemdir um takast myndi að klára svo umfangs-
mikið verkefni á aðeins tveimur árum. OECD hafði hins vegar
lengi beðið eftir þessu tækifæri og lét það ekki renna sér úr
greipum og skilaði af sér ítarlegri aðgerðaráætlun á árinu 2015.
Um er að ræða umfangsmestu breytingar á leikreglum alþjóð-
legs skattaréttar fyrr og síðar.
BEPS AÐGERÐARÁÆTLUNIN OG STAÐAN HÉR Á LANDI
BEPS stendur fyrir Base Erosion and Profit Shifting sem mætti
þýða sem „skerðing skattstofna og tilfærsla hagnaðar“.
Aðgerðaráætlunin skiptist í 15 aðgerðir sem hver og ein snýr að
afmörkuðu viðfangsefni. Sumar aðgerðir fela í sér lágmarkskröf-
ur sem ríkjum er skylt að innleiða, aðrar fela í sér breytingar á
alþjóðlegum stöðlum OECD1 enn aðrar fela einungis í sér tilmæli
til aðildarríkjanna. Aðgerðirnar má flokka í fernt eftir markmiði
þeirra sem verður gert að umfjöllunarefni næstu kafla. Þar verður
farið lauslega yfir helstu aðgerðir og stöðu þeirra hér á landi.
SAMRÆMI LANDSLAGA
Markmið aðgerðanna er að samræma landslög þannig að lokað
verði fyrir glufur.
Aðgerð 2 felur í sér tilmæli sem snúa að svokölluðum
blendings samningum sem ríki skilgreina oft með mismunandi
hætti. Sem dæmi um þetta eru samningar sem hafa bæði ein-
kenni láns og eiginfjár. Slíkir samningar geta leitt til frádráttar-
bærra (vaxta) gjalda í ríki sem lítur á þá sem lán á meðan annað
ríki sér hlutafé og þar með greiðslur af þeim sem arð sem
almennt er ekki skattlagður hjá félagi. Tilmælin snúa að því að
setja í landslög reglu sem hafnar frádrætti, ef mótríkið skatt-
leggur ekki tekjurnar eða að skattleggja tekjurnar ef mótríkið
veitir frádrátt. Ísland hefur ekki innleitt slíkar reglur.
Aðgerð 3 felur í sér tilmæli um innleiðingu CFC reglna í sam-
ræmi við leiðbeiningar þar um. CFC reglur kveða á um skatt-
lagningu hagnaðar lögaðila í lágskattaríki sem eru undir yfirráð-
um aðila í öðru ríki. Ísland lögfesti CFC reglur sem tóku gildi á
árinu 2010 en nú liggur fyrir frumvarp á Alþingi þar sem lagt er
til nýtt ákvæði sem ætlað er að taka mið af þróun síðustu ára.
Aðgerð 4 felur í sér tilmæli um að ríki taki upp í landslög tak-
mörkun á frádrætti vaxta af lánum innan samstæðna. Er lagt til
að frádráttur vaxtagjalda sé takmarkaður við 10-30% af
EBITDA félagsins, þó með ákveðnum lágmarksundanþágum.
Ísland lögfesti slíka reglu sem tók gildi í ársbyrjun 2017 þar
sem vaxtagjöld umfram 30% af EBITDA eru ekki frádráttarbær.
Undanþága á við ef vaxtagjöldin eru undir 100 milljónum króna.
MISNOTKUN
Markmið aðgerðanna er að taka á tilteknum tegundum mis-
notkunar.
Aðgerð 5(1) miðar að því að útrýma skaðlegum skattumhverf-
um. Beinist hún sérstaklega að ívilnandi reglum um hugverka-
réttindi (e. IP regimes) sem ríki kepptust við að setja til að laða
fyrirtæki til sín. Voru mörg þeirra tilbúin að falla frá sköttum af
framtíðartekjum hugverkaréttindanna án skilyrða um að rann-
sóknir og þróun færi fram í ríkinu. Aðgerðin mælir fyrir um
ramma að reglum sem hafa að geyma hámarksívilnanir sem
ríkjum er skylt að fylgja eftir. Ísland hefur ekki þurft að aðhafast
enda ekki með slíkar ívilnandi reglur.
Aðgerð 6 snýr að misnotkun á tvísköttunarsamningum.
Tvísköttunarsamningar ákvarða rétt upprunalands til skattlagn-
ingar. Algengt er að upprunaríki hafi engan skattlagningarrétt
en heimilisfestarríkið fullan. Það getur síðan verið að síðarnefnt
ríki nýti sér ekki skattlagningarréttinn sem leiðir til þess að
enginn skattur fellur til. Aðgerðin mælir aðallega fyrir um
1. Einkum fyrirmynd OECD að tvísköttunarsamningum og greinargerð að baki fyrirmyndinni. Einnig leiðbeiningum OECD að milliverðsreglum.
Hvort tveggja skiptir verulegu máli þegar kemur að túlkun tvísköttunarsamninga og beitingu milliverðsreglna.