FLE blaðið - 01.01.2019, Blaðsíða 22

FLE blaðið - 01.01.2019, Blaðsíða 22
22 FLE BLAÐIÐ JANÚAR 2019 TURNARNIR TVEIR Ef þú værir frægur, fyrir hvað myndir þú vilja vera frægur? Ég myndi ekki vilja vera frægur og þótt einstaka endurskoðandi viti hver ég er er það ekki frægð. Raunar hef ég mestan áhuga á að vera bara heima hjá mér. Hver sér almennt um að elda á þínu heimili? Það er verkstjórinn á heimilinu, eiginkonan, en ég fæ að sjá um að upp- þvottavélin sé með verkefni. Hvernig slakar þú á? Stunda útivist, fer oft í göngutúra og svo þetta hefðbundna, lestur bóka og horfa á kvikmyndir og vera í félagsskap fjölskyldu og vina. Rauðvín eða bjór? Hvorugt. Besti skyndibitinn? Pizza Fallegasta kona/karl fyrir utan maka? Ef við horfum á innri fegurð myndi móðir Theresa verða fyrir valinu nú eða bara Jesús Kristur en ef þú ert að tala um ytri fegurð þá var Marilyn Monroe mjög aðlaðandi á sínum tíma. Hver er uppáhalds endurskoðunarskrifstofan þín? Á síðustu árum hef ég verið ágætlega kunnugur formönnum FLE og framkvæmdastjóra félagsins síðustu ár. Þetta fólk hefur komið af ýmsum stofum og er upp til hópa fagfólk, þannig að ég geri ekki upp á milli einstakra stofa. Hvort myndirðu vilja vera 50 cm hærri eða lægri? Ég hef bara aldrei velt þessu fyrir mér og hvorugur kosturinn er spennandi. Við hvað ertu hræddur? Þegar ég sé slæm reikningsskil setur að mér hroll. Ætli það nálgist ekki svarið. Hvers gætir þú ekki lifað án? Vatns, matar, andlegrar næringar og fjölskyldunnar. Hverju myndirðu vilja breyta í heiminum? Er ekki hefðbundið svar að auka frið milli þjóða? Annars held ég að ef baráttan gegn skattaundanskotum skilaði árangri myndi fjárhagur margra þjóða breytast. Árið 2018 var ár breytinga, við endurskoðendur fengum ekki einn, heldur tvo turna inn í líf okkar. Magnús Mar Vignisson og Sara Arnbjörnsdóttir töku hús á köppunum og grennsluðust fyrir um þeirra innri mann Hver er hann fyrir utan opinbert starfsheiti? Nafn: Skúli Eggert Þórðarson Aldur: 65 ára Hjúskaparstaða: Kvæntur Börn: 3 synir sem eru uppkomnir og eru allir raf- magns- og tölvuverkfræðingar. Starf: Yfirmaður Ríkisendurskoðunar frá 1. maí 2018. Hlutverk mitt er fyrst og fremst að hafa eftirlit með fjármunum ríkisins, endurskoða ríkisreikninga og beita úrræðum til að auka skilvirkni svo sem með stjórnsýsluendurskoðun. Ríkis endur skoðandi er annar tveggja embættismanna sem skilgreindir eru sem trúnaðarmenn Alþingis. Þeir eru kosnir af þinginu. Fyrri störf: Ríkisskattstjóri árin 2007-2018, skatt- rannsóknarstjóri, 1993-2006, vararíkisskattstjóri 1990-1993. Þar áður ýmis störf innan skattkerfisins, rekstrarstjórn, starfsmannahald, umsjón með tölvu- kerfum o.fl. Manstu eftir konunni sem þú kysstir fyrst? Já, mig rámar í það. Ég held að ég hafi verið 4 ára og hún hafi verið 5 ára. Í minningunni var þetta eitthvað sem var óþægilegt. Hvað fékkstu þér í morgunmat? Hefðbundið, brauðbiti, ávaxtasafi og slatti af vítamín- um. Ef þú ynnir í lottóinu, hvað er það fyrsta sem þú myndir gera? Ég er alltaf að vinna í lottóinu, síðast voru það held ég 540 kr. en ef það væri eitthvað að ráði kæmi vel til greina að ánefna ríkissjóði ávinninginn. Syngur þú í sturtunni? Nei.

x

FLE blaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: FLE blaðið
https://timarit.is/publication/1259

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.