FLE blaðið - 01.01.2019, Blaðsíða 32

FLE blaðið - 01.01.2019, Blaðsíða 32
32 FLE BLAÐIÐ JANÚAR 2019 BRUSSEL SKEMMTILEG OG VELHEPPNUÐ FERÐ Benóní Torfi Eggertsson, endurskoðandi Deloitte Skipulagið var gott með hæfilegu samblandi af fræðslu og skemmtun með nægum frjálsum tíma og engum rútuferðum Að morgni 27. september 2018 héldu 111 endurskoðendur ásamt 55 mökum og gestum til höfuðborgar Belgíu, Brussel í fyrstu utanlandsferð félagsmanna á vegum FLE í 13 ár eða síðan 2005, þegar félagið fór með félagsmenn til höfuðborgar Svíaríkis, Stokkhólms. Fram að því hafði félagið staðið nokkuð reglulega fyrir ferðum félagsmanna á erlenda grundu og man greinarhöfundur eftir ferðum til Edinborgar, Skotlandi árið 1989, ferð til Brussel árið 1992, ferð til New York árið 1997, ferð til London árið 2001 og áðurnefnd ferð til Svíþjóðar á árinu 2005. Þessar ferðir hristu saman félagsmenn að mati greinarhöfundar auk þess sem sumir sýndu á sér nýjar hliðar t.d. var minnisstætt fyrir greinarhöfund þegar hann heyrði nokkra ónefnda félagsmenn í Svíþjóð 2005 kyrja lagið pabbi þarf að vinna og pabbi þarf að hitta mennina þannig sungið að það var eins og þeir hefðu samið textann sjálfir. Eins og áður sagði þá duttu þessar ferðir upp fyrir eftir Svíþjóð 2005 og var ástæðan sennilega hræðsla um þátttökuleysi vegna þess að algengt var orðið að endurskoðunarfyrirtæki héldu árshátíðir erlendis auk þess sem tengsl við erlend endur- skoðunarfyrirtæki leiddu til þess að íslenskir endurskoðendur fóru oft á ráðstefnur og fundi á erlendri grundu. Þess vegna var það óvænt ánægja þegar ferð til Brussel var sett á kortið af FLE í lok september 2018 og líka hve þátttaka félagsmanna var góð og sérstaklega ungra félagsmanna. Þrátt fyrir að svona ferðir séu ávallt mjög skemmtilegar þá er eitt sem er alltaf svo lítið kvíðvænlegt en það eru langar rútu- ferðir í tengslum við þéttskipaða dagskrá skoðunarferða en slíkar rútuferðir geta tekið verulega á sérstaklega ef mjög gaman hefur verið kvöldið áður. Þess vegna var það ánægju- legt að sjá að umrædd ferð innihélt engar rútuferðir nema til og frá flugvellinum og að auki var gert ráð fyrir miklum frjálsum tíma sem félagsmenn gátu ráðstafað í þeirri stórkostlegu borg Brussel. Fimmtudagurinn 27. september 2018 var bara ferða- dagur og eftir að ferðlangar höfðu tékkað inn á hótelið

x

FLE blaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: FLE blaðið
https://timarit.is/publication/1259

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.