FLE blaðið - 01.01.2019, Blaðsíða 36

FLE blaðið - 01.01.2019, Blaðsíða 36
36 FLE BLAÐIÐ JANÚAR 2019 VIRÐISAUKASKATTUR Á ÞJÓNUSTU MILLI LANDA - BREYTINGAR Vala Valtýsdóttir er lögmaður á Lögfræðistofu Reykjavíkur Breytingarnar eru til mikilla bóta enda reglur gerðar mun einfaldari fyrir fyrirtæki Ákvæði um hvernig fara skuli með virðisaukaskatt af kaupum og sölu á þjónustu milli landa hafa verið í virðisaukaskattslög- um nr. 50/1988 (vskl.) allt frá setningu þeirra laga hér á landi. Hins vegar hafa þessi ákvæði tekið breytingum í tímanna rás, sér í lagi á fyrstu 10 árum eftir að lögin tóku gildi hér á landi. Að stofni til eru því núgildandi reglur um slík viðskipti frá 1997. Hins vegar hefur löggjöf um virðisaukaskatt ekki að öllu leyti fylgt þeirri þróun sem hefur átt sér stað að frumkvæði OECD. Breytingin sem gerð var núna á lögum um virðisaukaskatt varðandi þjónustu milli landa kemur til framkvæmda 1. janúar 2019 (lög nr. 59/2018). ÞJÓNUSTUVIÐSKIPTI - HVERNIG VAR SKATTLAGNINGIN? Það sem skipti mestu máli hvað varðarði skattlagningu var að kanna hvar þjónustan var nýtt sannanlega. Þá var nýtingarstað- urinn þar sem hagsmunir voru. Dæmi: Íslensk lögfræðistofa seldi dönsku fyrirtæki lögfræðiþjónustu. Um var að ræða þjón- ustu er varðar kröfur danska fyrirtækisins hér á landi gagnvart innlendum aðilum. Í dæminu voru hagsmunirnir hér á landi þannig að það skipti máli hvort kaupandi hefði verið virðis- aukaskattsskyldur ef hann væri innlendur og gæti því fært virð- isaukaskattinn til innskatts. Hér var því um að ræða skattskyldu ef hinn erlendi kaupandi var ekki í virðisaukaskattsskyldum rekstri. Þannig var meginatriðið hver væri kaupandi. Óhemju mörg mál hafa farið til úrskurðar yfirskattanefndar vegna þessara ákvæða, ekki síst vegna þess að erfitt var að átta sig á því hvar hagsmunir lágu og þá hvar þjónustan taldist vera nýtt. Við innflutning var einungis sú þjónusta skattskyld sem talin var upp í 10. tölul. 1. mgr. 12. gr. vskl. ÞJÓNUSTUVIÐSKIPTI - HVERNIG BREYTAST REGLURNAR? Ákvæðin eru gerð einfaldari og í samræmi við það sem hefur verið lögfest í helstu nágrannalöndum Íslands. Auk þess eru breytingarnar fallnar til þess að stoppa í einhver göt þannig að ríkissjóður fái það sem honum ber. Breytingarnar snúa annars vegar að því hvenær þjónusta er undanþegin skattskyldri veltu vegna sölu úr landi og hins vegar hverjir eru greiðsluskyldir við innflutning sömu þjónustu. a) Sala úr landi - Undanþága frá skattskyldri veltu Samkvæmt lögum nr. 59/2018 telst þjónusta veitt erlendis þegar hún er seld frá Íslandi til • atvinnufyrirtækis sem hvorki hefur heimilisfesti hér á landi né stundar hér atvinnustarfsemi frá fastri starfsstöð.

x

FLE blaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: FLE blaðið
https://timarit.is/publication/1259

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.