FLE blaðið - 01.01.2019, Blaðsíða 25

FLE blaðið - 01.01.2019, Blaðsíða 25
25FLE BLAÐIÐ JANÚAR 2019 verið unnin hér á landi og mikil sérhæfing og þekking hefur orðið til hjá innlendum kvikmyndagerðarmönnum. Sérfræðingar í markaðsmálum fullyrða að sú landkynning sem fólgin er í því að Ísland hefur verið notað sem tökustaður í erlendum stór- myndum sé nánast ómetanleg og hafi átt stóran þátt í auknum fjölda ferðamanna til landsins. Reynsla af lagasetningunni hefur verið það góð að gildistími þeirra hefur tvívegis verið fram- lengdur og er nú til ársloka 2021. ENDURGREIÐSLUR VEGNA HLJÓÐRITUNAR Á TÓNLIST Vegna þess mikla árangurs sem náðst hefur með endurgreiðsl- um til kvikmyndagerðar voru settar sambærilegar reglur um endurgreiðslur vegna hljóðritunar tónlistar hér á landi með lögum nr. 110/2016. Kröfur sem gerðar eru til upplýsinga eru að stórum hluta sam- bærilegar við ákvæði laga um endurgreiðslur til kvikmynda- gerðar og endurgreiðsluhlutfallið er það sama eða 25%. Þó eru nokkur ákvæði sem eiga einungis við um tónlist. Gerð er krafa um að sú tónlist sem hljóðrituð er á Íslandi og sótt er um endurgreiðslu fyrir uppfylli tiltekin skilyrði. Sem dæmi má nefna að samanlagður spilunartími tónlistarinnar þarf að ná 30 mínút- um og að hljóðritin séu gefin út á 18 mánaða tímabili. Ekki mega vera liðnir meira en sex mánuðir frá því að nýjasta hljóð- ritið var gefið út. Einn veigamikill munur er á lögum um endurgreiðslur vegna tónlistar og vegna kvikmyndagerðar. Í lögum um endurgreiðsl- ur vegna tónlistar er ákvæði um að sami útgefandi geti ekki fengið hærri endurgreiðslu en 30 m.kr. á þriggja ára tímabili. Ekkert slíkt ákvæði er í lögum um endurgreiðslur vegna kvik- myndagerðar, hvorki vegna einstakra framleiðenda né fjár- hæðamörk. Einu takmörkin á endurgreiðslum vegna kvik- myndagerðar eru þær fjárhæðir sem ákveðið er að verja í endurgreiðslur á fjárlögum. Fram kemur í þeim vilyrðum sem veitt eru til framleiðenda að fjárveitingar til endurgreiðslna séu háðar framlögum á fjárlögum hverju sinni. Fari samþykktar endurgreiðslur umfram fjárveitingar hefur nefnd um endur- greiðslur heimild til að fresta endurgreiðslum milli fjárlagaára í heild eða hluta. Hvort setning laga um endurgreiðslur vegna hljóðritunar á tón- list verði sama lyftistöng fyrir tónlistasköpun og upptökur hér á landi og endurgreiðslur vegna kvikmyndagerðar á tíminn eftir að leiða í ljós. Alexander G. Eðvardsson SKIPAN STJÓRNAR OG FASTANEFNDA FLE STARFSÁRIÐ 2018 - 2019 Félagsstjórn FLE frá vinstri: H. Ágúst Jóhannesson formaður, Bryndís Björk Guðjónsdóttir varaformaður, Sif Einarsdóttir, Anna Kristín Traustadóttir og Arnar Már Jóhannesson. Álitsnefnd FLE: H. Ágúst Jóhannesson formaður, Bryndís Björk Guðjónsdóttir varaformaður, Margrét Pétursdóttir, J. Sturla Jónsson, Sigurður Páll Hauksson og Ómar Björnsson varamaður. Endurskoðunarnefnd FLE: Árni Þór Vilhelmsson formaður, Kristín Sveinsdóttir, Fannar Ottó Viktorsson og Aðalheiður Sigbergsdóttir. Gæðanefnd FLE: Jóhann Óskar Haraldsson formaður, Magnús Mar Vignisson, Díana Hilmarsdóttir og Ragnar Sigurmundsson. Menntunarnefnd FLE: Hjördís Ýr Ólafsdóttir formaður, Pétur Hansson, Björn Óli Guðmundsson og Arna G. Tryggvadóttir. Reikningsskilanefnd FLE: Hulda Sigurbjörnsdóttir formaður, Atli Þór Jóhannsson, Sigurjón Arnarson og Gunnar Snorri Þorvarðarson. Skattanefnd FLE: Sighvatur Halldórsson formaður, Anna María Ingvarsdóttir, Ágúst Kristinsson og Heiðar Þór Karlsson.

x

FLE blaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: FLE blaðið
https://timarit.is/publication/1259

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.