Feykir


Feykir - 30.03.2022, Blaðsíða 9

Feykir - 30.03.2022, Blaðsíða 9
PISTILL BYGGÐASAFNS SKAGFIRÐINGA UM UM SR. HALLGRÍM THORLACIUS PREST Í GLAUMBÆ Ylfa Leifsdóttir skrifar Ef hlutir gætu talað Í Byggðasafni Skagfirðinga leynist fjöldi gripa, allir með sína sögu, þó misskrautleg sé. Margir hafa tilheyrt fjölda kynslóða fólks, verið fluttir á milli ófárra staða og sumir áttu sér jafnvel eitt sinn heimili í Glaumbæ. Það mætti segja að þeir gripir hafi í raun fundið leiðina aftur heim. Nokkrir þessara gripa tilheyrðu sr. Hallgrími Eggerti Magnúsi Thorlacius, presti í Glaumbæ á árunum 1894-1935. Sr. Hallgrímur var fæddur þann 18. júlí 1864 að Fagranesi á Reykjaströnd. Foreldrar hans voru séra Magnús Thorlacius Hallgrímsson og Guðrún Jónasdóttir og elst hann upp með þeim á Fagranesi og Hafsteinsstöðum. Sr. Hall- grímur kláraði stúdentspróf í Reykjavík árið 1886 og hóf nám við Prestaskólann árið 1888. Hann hóf feril sinn sem prestur að Ríp það sama ár og 2. júlí árið 1894 tekur hann við prestsembætti í Glaumbæ en hann sinnti einnig embætti sýslunefndarmanns í Seylu- hreppi alla sína tíð í Glaumbæ. Það var sr. Hallgrímur sem stóð árið 1925 fyrir byggingu þeirrar Glaumbæjarkirkju sem við þekkjum í dag, eftir að gamla timburkirkjan í Glaumbæ brotnaði í óveðri árið 1923. Um sr. Hallgrím segir m.a. í Skagfirzkum æviskrám: „... allstór maður vexti, karlmenni að burðum og allfrækinn glímumaður á yngri árum. Ruggustóllinn sem er staðsettur í Sparistofunni á loftinu í Áshúsi. Það er ekki að sjá á honum að hann hafi lagt í þennan leiðangur yfir Héraðsvötnin. Sr. Hallgrímur kvæntist Sigríði Þorsteinsdóttur (1868-1921) árið 1895 og saman eignuðust þau tvær dætur, Hrefnu sem lést aðeins 9 ára gömul, og Gunnlaugu Friðriku (1897-1978) sem fluttist til Noregs og giftist þar manni að nafni Carsten Stang og eignaðist tvö börn, Georg og Sigríði Stang. Hér má sjá sr. Hallgrím, ásamt barnabörnum sínum, í Noregi á heimili Stangfjölskyldunnar árið 1929. MYNDIR OG MYNDAUPPLÝSINGAR FRÁ HÉRAÐSSKJALASAFNI SKAGFIRÐINGA Allur var maðurinn hinn gjörvilegasti. Hann var stór- brotinn í lund og kappsfullur, ef því var að skipta, og bar í brjósti óvenju sterkan metnað fyrir hönd lands síns og þjóðar.“ Hann virðist hafa verið vel lesinn og mikill tungumálamaður, kunni frönsku, latínu og var vel að sér í forníslensku og miðlaði af þekkingu sinni til ungra pilta sem stóð hugur til náms. Sr. Hallgrímur lét af em- bætti árið 1935 eða eftir að hafa verið prestur í Glaumbæ í 41 ár. Þetta samræmist vel heimildum þess efnis að þeir prestar sem hlotnast hefur prestsembætti í Glaumbæ virðast alla jafna hafa unað sér vel þar. Það er talað um að á árunum 1554-1849, eða yfir 300 ára tímabil, hafi enginn prestur flust þaðan í burtu til að þjóna öðru kalli. Hallgrímur dvaldi síðustu árin í grennd við Glaumbæ, á Marbæli og síðast Hátúni, þar sem hann lést þann 31. október árið 1944. Eigur sr. Hallgríms virðast hafa verið boðnar upp eftir andlát hans og fóru í kjölfarið í ýmsar áttir og komust nokkrir hlutir með krókaleiðum aftur heim í Glaumbæ. Þeir eru fimm, safngripirnir sem eitt sinn tilheyrðu sr. Hallgrími: Brennivínsstaup úr gleri, glasakústur/bursti, legubekk- ur, ruggustóll og einkar glæsilegur olíulampi. Gripina má alla sjá í Glaumbæ, utan ruggustólinn, sem prýðir sparistofuna í Áshúsi. Staupið, burstinn og legubekkurinn hafa lengi verið í safninu en ruggustóllinn og lampinn komu árin 2015 og 2020. Ruggustóllinn hefur lifað tímana tvenna en Sigurður á Kárastöðum keypti stólinn á uppboðinu á eigum sr. Hallgríms og ýtti honum á undan sér yfir ís í Hegranes. Stóllinn endaði að lokum í Mosfellsbæ þaðan sem hann kom á safnið. Lampinn var sömuleiðis keyptir á upp- boðinu en það var Haraldur B. Stefánsson í Brautarholti sem keypti hann á 46 kr. Sjálfsagt hefur sr. Hallgrímur skrifað ófáar ræður og bréf við birtuna af þessum lampa. Lampinn var gefinn safninu til minningar um sr. Hallgrím sem skírði Brautarholtsbræður: Hauk, Stefán, Sigurð og Braga, sem var síðasta barn sem hann skírði, árið 1942, þá löngu hættur prestskap. Best er að enda þennan pistil á orðum sr. Hallgríms um Skagafjörðinn, sem hann hafði svo mikla ást á, og eru frekar viðeigandi nú á vor- dögum (þó að vordagarnir hafi verið heldur umhleyp- ingasamir): „Um bjarta og heita vornótt í Skagafirði, finnst mér alltaf, að ég sjái inn í sjálfa eilífðina.“ Heimild: Einar Thorlacius. (1945, 1. janúar). Séra Hallgrímur Thorlacius. Kirkjuritið, 11(1), bls. 17-18. Sótt af: https://timarit.is/ Sögufélag Skagfirðinga. (1966). Skagfirzkar æviskrár – Tímabilið 1890-1910 II. Akureyri: Prentverk Odds Björnssonar H.F. Bls. 99-100. Sigríður Sigurðardóttir. (2011). Smárit Byggðasafns Skagfirðinga VIII: Glaumbær - Kirkja og staður (2. útg.). Byggðasafn Skagfirðinga. Lampinn stendur á skrifborðinu í Suðurstofu, hugsanlega skrifaði sr. Hallgrímur einhvern tímann bréf einmitt í Suðurstofunni við ljósið af þessum lampa. Legubekkurinn er til sýnis í Bláustofu. 13/2022 9

x

Feykir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Feykir
https://timarit.is/publication/1151

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.