Feykir


Feykir - 30.03.2022, Blaðsíða 2

Feykir - 30.03.2022, Blaðsíða 2
„Svo skemmtilega vill til að arfgerðin T137 hefur nú loks fundist í hrút,“ segir í frétt á heimasíðu Rannsóknarmið- stöðvar landbúnaðarins en skipuleg leit hefur staðið yfir í vetur að verndandi genum gegn riðu í sauðfé. Arfgerðin T137 hefur fundist á þremur bæjum en ARR á einum. Hrútur sá sem fannst nú í fyrsta skiptið með T137 er frá bænum Stóru-Hámundarstöð- um á Árskógsströnd við Eyja- fjörð og ber nafnið Austri, er hvítur að lit og hyrndur. Hann þykir hinn álitlegasti kynbóta- gripur og var sá hrútur búsins sem átti hvað öflugasta slátur- lambahópinn sl. haust á búinu, eins og segir í frétt RML. „Hann átti um 60 afkvæmi með slátur- upplýsingar og hlutu þau að jafnaði 10,7 fyrir gerð og 5,7 fyrir fitu við 17,5 kg fallþunga. Faðir Austra er sæðingastöðva- hrúturinn Amor 17-831 frá Snartarstöðum, en ekki kemur T137 frá honum.“ Nú liggja fyrir upplýsingar um 3.500 sýni auk bráðabirgða- niðurstöðu úr um 2.500 sýnum til viðbótar og segir í færslu RML að enn sem komið er hafi arfgerðin ARR ekki fundist annars staðar en á Þernunesi. „Hin mögulega verndandi arf- gerð, T137, finnst nú á þrem bæjum en áður hafði hún fundist á Sveinsstöðum í Austur-Húnavatnssýslu og á bænum Straumi í Hróarstungu á Héraði,“ segir á heimasíðu RML. Það kemur jafnframt fram að móðurættin sé frá Stóru- Hámundarstöðum í grunnin en sé aðeins blönduð með hrút- um af sæðingastöðvunum. „Það er þó bara einn stöðva- hrútur sem kemur fyrir í fyrstu fjórum ættliðunum í móðurætt Austra en það er Myrkvi 10- 905 frá Brúnastöðum sem er MFF. Amma Austra er ein af betri afurðakindum búsins og er með 119 stig fyrir mjólkur- lagni. Kynbótamat Austra er: 120 (gerð) – 112 (fita) – 103 (frjósemi) – 104 (mjólkurlagni). /PF Nú kemur hver framboðslistinn í leitirnar líkt og farfuglarnir og sitt sýnist hverjum um uppstillingu frambjóðenda á þeim eins og gengur. Í lauslegri talningu minni á þeim sem þegar hafa litið dagsins ljós má ætla að þokkalegt samspil sé á milli kynja þó halli örlítið á kvenfólkið. Mig langaði til að forvitnast örlítið um kynjahlutföllin þar sem ég sá frétt um daginn þar sem segir frá Diljá Ámundadóttur Zoega sem ákvað að afþakka 5. sæti á lista Viðreisnar fyrir komandi borgar- stjórnarkosningar og segir þar með skilið við borgarpólitíkina. Diljá sóttist eftir 3. sæti á lista en hafnaði í því fjórða en vegna reglu um kynjafléttu var henni boðið það fimmta sem hún þáði ekki. Þetta er afleiðing af svokölluðum kynjakvóta sem settur var í lög sem tóku gildi 6. júní 2000 og var ætlað að jafna stöðu og rétt kvenna og karla. „Markmið laga þessara er að koma á og viðhalda jafnrétti og jöfnum tækifærum kvenna og karla og jafna þannig stöðu kynjanna á öllum sviðum samfélagsins. Allir einstaklingar skulu eiga jafna möguleika á að njóta eigin atorku og þroska hæfileika sína óháð kynferði,“ segir m.a. í 1. grein. Allt er þetta gott og gilt en svo gæti vandast málið. Þann 6. júlí 2019 tóku gildi lög um kynrænt sjálfræði sem kveða á um rétt einstaklinga til þess að skilgreina kyn sitt og miða þannig að því að tryggja að kynvitund þeirra njóti viðurkenningar. Einnig er lögunum ætlað að standa vörð um rétt einstaklinga til líkamlegrar friðhelgi. Það hefur reynst erfitt fyrir marga að skilja þessa nýju skilgreiningu og alveg án þess að að viðhafa einhverja fordóma. „Það er í raun ógerlegt að nefna tölu þegar kemur að spurningunni hversu mörg kyn eru til. Hugtakið vísar ekki lengur einungis til líffræðilegs kyns heldur er það einnig félagslegt hugtak,“ sagði Katrín Jakobsdóttir í svari sínu við fyrirspurn Sigmundar Davíðs Gunnlaugssonar, formanns Miðflokksins á Alþingi síðasta sumar er hann vildi vita hversu mörg kyn mannfólks væru, að mati forsætisráðuneytisins. Þá veltir maður fyrir sér hvort ekki þurfi að skilgreina kynjakvóta upp á nýtt. Til að koma með niðurstöðu þessarar óformlegu taln- ingar sem undirritaður viðhafði á framboðslistum sem getið var í upphafi, þá eru 49 karlar skráðir á listana fimm og 40 konur. Þegar einungis eru tekin þrjú efstu sæti hvers lista eru karlarnir átta en konurnar sjö. Kannski breytast tölurnar þegar fleiri listar koma fram. Góðar stundir! Páll Friðriksson, ritstjóri LEIÐARI Úreltir kynjakvótar AFLATÖLUR | Dagana 20. til 26. mars á Norðurlandi vestra Hafborg EA 152 með tæp 139 tonn SKIP/BÁTUR VEIÐARFÆRI KG SKIP/BÁTUR VEIÐARFÆRI KG Viktoría HU 10 Handfæri 1.242 Alls á Skagaströnd 193.031 SAUÐÁRKRÓKUR Gammur II SK 120 Grásleppunet 1.212 Hafborg SK 54 Þorskfisknet 2.030 Lundey SK 3 Þorskfisknet 9.260 Vinur SK 22 Handfæri 2.055 Alls á Sauðárkróki 14.557 SKAGASTRÖND Bergur Sterki HU 17 Handfæri 115 Fengsæll HU 56 Handfæri 1.789 Hafborg EA 152 Dragnót 138.940 Hafrún HU 12 Dragnót 18.478 Hrund HU 15 Handfæri 6.059 Lundey SK 3 Þorskfisknet 24.074 Ólafur Magnússon HU 54 Þorskfisknet 2.334 Það var fremur rólegt í Sauðárkrókshöfn í síð- ustu viku og aðeins fjórir bátar sem lönduðu en hver og einn landaði tvisvar sinnum. Aflahæst var Lundey SK 3 með 9.260 kg og var stór hluti aflans þorskur. Eitthvað er farið að sjást til grásleppunnar og samkvæmt fiskistofu þá mátti byrja veiðar hér á Norður- landi þann 20. mars. Þá hefur verið gefið út að hver bátur geti veitt í 25 daga samfleytt frá tímabilinu 20. mars til 30. júní. Gammur II SK 120 er sá eini sem er byrjaður á grásleppu- veiðum á Norðurlandi vestra og eiga fleirri eftir að bætast í hópinn á næstu vikum. Venjan er reyndar að byrja á rauðmagaveiðum, sem mörgum þykir hið mesta hnossgæti, en veðrið kom í veg fyrir þær veiðar í ár. Togararnir Málmey SK 1 og Drangey SK 2 lönduðu í öðrum höfnum þessa vikuna og kom Málmeyjan að landi í Þorlákshöfn með um 206 tonn þar sem uppistaðan var ufsi og var hún við veiðar á Látragrunni og Tánni. Drangeyjan land-aði 210 tonnum á Grundarfirði og var uppistaða aflans þorskur. Hún var einnig við veiðar á Látragrunni ásamt Kantinum. Á Skagaströnd lönduðu hins vegar átta bátar/togarar samtals 19 sinnum og var Hafborg EA 152 aflahæst með 138.940 kg í fimm löndunum, uppistaða aflans var þorskur. Lundey SK 3 land-aði einnig fjórum sinnum á Skagaströnd ásamt því að landa tvisvar á Króknum og landaði því alls í sex löndunum 33.334 kg. Enginn landaði á Hvammstanga né Hofsósi og heildaraflinn því 207.588 kg í síðustu viku á Norðurlandi vestra. SG Góðar fréttir úr riðurannsókn Fyrsti T137 hrúturinn fundinn Óháð fréttablað á Norðurlandi vestra - alltaf á miðvikudögum Útgefandi: Nýprent ehf., Borgarflöt 1, Sauðárkróki Póstfang Feykis: Borgarflöt 1, 550 Sauðárkrókur Ritstjóri & ábyrgðarmaður: Páll Friðriksson, palli@feykir.is & 861 9842 Blaðamenn: Óli Arnar Brynjarsson, oli@feykir.is Sigríður Garðarsdóttir, siggag@nyprent.is | Klara Björk Stefánsdóttir, klara@nyprent.is Prófarkalestur: Fríða Eyjólfsdóttir Auglýsingastjóri: Sigríður Garðarsdóttir, siggag@nyprent.is Áskriftarverð: 649 kr. hvert tölublað með vsk. Lausasöluverð: 795 kr. m.vsk. Áskrift og dreifing: Nýprent ehf. Sími 455 7171. Umbrot og prentun: Nýprent ehf. Húnaþing vestra Framkvæmdir við skólabyggingu ganga vel „Góður gangur er í framkvæmdum á seinni hluta skólabyggingarinnar, nýrrar álmu fyrir unglinga- stig og starfsfólk,“ segir á heimasíðu Grunnskóla og Tónlistarskóla Húnaþings vestra. Vestari hluti byggingarinnar var tekinn í notkun við upphaf skólastarfs sl. haust en áætlað er að nýja viðbyggingin verði tekin í notkun næsta haust. Byggingin er staðsett norðan við núverandi skólabyggingu og teygir sig frá vestri og upp með landinu til austurs og er um 1028 m2 að stærð. Nú eru liðin rétt rúm tvö ár síðan fyrsta skóflustungan var tekin. /PF Austri, fyrsti hrúturinn sem finnst með T137 hér á landi. MYND: RML.IS. Það er allt að gerst í nýbyggingu skólamannvirkja á Hvamms- tanga. MYND AF HEIMASÍÐU SKÓLANNA Í HÚNAÞINGI VESTRA 2 13/2022

x

Feykir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Feykir
https://timarit.is/publication/1151

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.