Feykir


Feykir - 30.03.2022, Blaðsíða 12

Feykir - 30.03.2022, Blaðsíða 12
Viltu vera memm? Það er bara gaman að vera áskrifandi. Ertu með fréttaskot, mynd eða annað skemmtilegt efni í Feyki? Hafðu samband. Síminn er 455 7176 og netfangið feykir@feykir.is 13 TBL 30. mars 2022 42. árgangur Frétta- og dægurmálablað á Norðurlandi vestra : Stofnað 1981 Mjólkursamlag KS Feykir 24+ meðal tíu bestu osta í heimi Á Sauðárkróki er búinn til einn besti ostur í heimi en á dögunum vakti Feykir 24+ mikla athygli í Heimsmeistarakeppni osta sem fram fór í Wisconsin í Bandaríkjunum. Segir í frétt Mjólkursamsölunnar að þetta sé í fyrsta sinn sem íslenskur ostur sé meðal keppenda um heimsmeistaratitilinn. „Keppnin sem um ræðir er stærsta keppni sinnar tegundar í heiminum og er hún haldin ár hvert. Að þessu sinni voru sendir inn 2.978 ostar frá 29 löndum og 33 fylkjum innan Bandaríkjanna svo árangur Feykis 24+ er stórmerkilegur,“ segir á heimasíðu MS en í dómnefnd sitja ostameistarar, mjólkurfræðingar, fulltrúar stærstu verslanakeðjanna, fulltrúar neytenda og aðrir fagaðilar og telur hún um 60 manns. Það er Jón Þór Jósepsson, framleiðslustjóri hjá Mjólkursamlagi KS, ásamt öðru starfsfólki samlagsins sem stendur að Goðdala ostunum sem slegið hafa í gegn frá því þeir komu á markað en í frétt MS segir að óhætt sé að segja að Feykir 24+ sé flaggskipið í hópi sælkeraostanna sem þaðan koma. Jafnframt segir að mikil natni sé lögð í framleiðslu á Feyki 24+ og tekur allt ferlið meira en 24 mánuði en það er tíminn sem hann þarf til að ná sínum einstöku eiginleikum í áferð og bragði. „Það telst stórsigur í þessari keppni að lenda í 8. sæti á fyrsta þátttökuári og er því um að ræða stórkostlegan árangur fyrir íslenska ostagerð, en allir ostarnir eru verðugir fulltrúar heimsmeistaratitilsins. Þarna eru mjólkurfræðingar og ostameistarar sem hafa stúderað þessi keppni og eru með mikinn fjölda osta og mjólkur- vara ár hvert,“ er haft eftir Jóni Þór í frétt MS. Heimsmeistaratitillinn í ár fór til Mountain Dairy Fritzenhaus fyrir svissneskan Gruyére en í flokknum sem Feykir 24+ keppti í sigraði hollenskur Roemer Sweet frá Van der Heiden Kaas B.V. /PF Actic cat mótið í snocross fór fram í skítakulda á skíðasvæði Tindastóls sunnudaginn sl. þegar keppt var í fjórum flokkum; Unglinga-, Sport-, Pro light- og Pro openflokk. Alls voru 40 keppendur skráðir til leiks og var sigurvegari í bæði Unglinga og Sportflokknum Alex Einarsson, Bergsveinn Ingvar Friðbjörnsson vann Pro light flokkinn og Bjarki Sigurðsson tók Pro open flokkinn. Tvær umferðir eru eftir og fer 4. umferð fram 9. apríl á Akureyri og 5. og síðast umferðin verður á Egilsstöðum 23. apríl. Gaman verður að fylgjast með, Akureyringnum knáa Bjarka Sigurðssyni, hvort hann nái að landa sigri í báðum umferðunum og gulltryggja Íslands- meistaratitilinn í snocrossi. /SG 3. umferð Íslandsmótsins í Snocross fór fram í Tindastólnum Skítakuldi en vel heppnað mót Myndir frá mótinu um helgina. MYNDIR: ÞORSTEINN FRÍMANN GUÐMUNDSSON Sýnishorn tekið úr Feyki 24+ á Heimsmeistaramóti osta 2022. MYND AF VEF WORLD CHAMPIONSHIP CHEESE CONTEST

x

Feykir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Feykir
https://timarit.is/publication/1151

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.