Feykir


Feykir - 30.03.2022, Blaðsíða 3

Feykir - 30.03.2022, Blaðsíða 3
Feykir auglýsir eftir afleysinga-blaðamanni á Feyki og Feyki.is. Starfið felst í skrifum í blað og á netmiðil Feykis, frétta- og efnisöflun ásamt tilfallandi störfum. Ráðningartími er frá miðjum maí og fram í ágúst. Viðkomandi þarf að hafa gott vald á íslensku, geta ritað í Word og talað í síma. Bílpróf nauðsynlegt. Áhugasamir sendi umsókn á netfangið: palli@feykir.is fyrir 1. apríl nk. Frekari upplýsingar gefur ritstjóri í síma 861 9842 og/eða 455 7176. Feyki bráðvantar blaðamann í sumar ný pr en t e hf . Vígslubiskup hættir Kirkjuþing kom saman um helgina og fundaði í húsakynnum biskupsstofu. Sr. Solveig Lára Guðmundsdóttir, vígslubiskup á Hólum, kvaddi sér hljóðs við upphaf þingsins og tilkynnti kirkjuþinginu að hún léti af störf- um sem vígslubiskup 1. septem- ber næstkomandi. Minntist hún í ávarpinu þeirra Solveig Lára kveður Hóla í haustbyrjun Sr. Solveig Lára Guðmundsdóttir, vígslubiskup á Hólum. MYND: HSH tímamóta að á þessu ári væru fjörutíu ár frá því að hún vígðist til prests en hún hefur þjónað bæði í sveit og borg. Undanfarin ár hefur hún sinnt störfum vígslubiskups á Hólum í Hjaltadal. Lagði hún áherslu á það í máli sínu að vígslubiskupsstörfin yrðu með óbreyttu sniði og frekar efld heldur en hitt. Taldi hún að það yrðu hrapal- leg mistök ef vígslubiskups- störfin yrðu gerð að hlutastarfi. Lesa má ávarp sr. Solveigar Láru á heimasíða Þjóðkirkjunnar; kirkjan.is. Sr. Solveig Lára var kjörin vígslubiskup á Hólum árið 2012. /ÓAB Höfðaskóli á Skagaströnd Nemendur tóku við viðurkenningu frá forsetanum Feykir sagði frá því fyrr í vetur að Höfðaskóli á Skagaströnd hefði orðið hlutskarpastur í C-flokki í lestrarkeppni grunnskólanna, Samrómi. Höfðaskóli vann mikinn slag við Öxarfjarðar- skóla um toppsætið en í nafni skólans voru lesnar 153.288 setningar af 353 keppendum. Nú í liðinni viku voru fulltrúar skólans viðstaddir athöfn á Bessastöðum þar sem forseti Íslands, Guðni Th. Jóhannesson, afhenti verðlaun og viðurkenningar fyrir framúrskarandi árangur í Samrómi. Í frétt á vef Höfðaskóla segir að það hafi verið systurnar Ylfa Fanndís og Arney Nadía Hrannars- dætur, nemendur í 5. og 6.bekk, sem tóku á móti verðlaununum en þeim til halds og trausts var Þorgerður Þóra Hlynsdóttir, umsjónarkennari á miðstigi. Sjá nánar á Feykir.is. /ÓAB Leiðréttingar Föðurnöfn og Nafir Í minningargrein um Jóhönnu Þórarinsdóttur, fyrrum húsfreyju á Æsustöðum, sem birtist í 11. tbl. Feykis, hafa tvö orð misfarist. Föðurnafn Sverris bónda er Haralds- son en ekki Halldórsson, eins og þar stendur, og í stað orðanna, „er síðast sat Æsustaði“, átti að standa; er lengi sat Æsustaði. Beðist er velvirðingar á þessu. Í sama blaði var rangt farið með föðurnafn ungu leikkonunnar Matthildar frá Flugumýri, sem tók þátt í uppsetningu Leikfélags Hörgdæla á Í fylgd með fullorðnum. Hún var sögð Jónsdóttir en er, eins og margir hafa bent á, Ingimarsdóttir Jónssonar. Er beð- ist velvirðingar á þessari meinlegu villu. Þá hafði athugull lesandi samband og benti á að í 9. tbl. væri villa þar sem rætt er við Nafabændur á Króknum. Í blaðinu er talað um Nafarbændur, sem bendir þá til þess að einungis sé um eina Nöf að ræða en Nafir eru þetta og því skal rita Nafabændur. Feykir þakkar ábendinguna. Kl. 11 að morgni Molduxamót – styrktarmót fyrir kkd. Tinda tóls 12 liða mót – Þrír leikir á lið og úrslitaleikur Verð 25.000 kr. á lið – Skráning er hafin á pilli@simnet.is Kl. 11 að kvöldi Dansleikur með Danssveit Dósa ásamt sérstökum gestum; Gunnari Hrafni og Malen Húsið opnar kl. 22 – Ball frá kl. 23–02 Aldurstakmark 18 ára – Bar á staðnum ÁFRAM TINDASTÓLL Páskaskemmtun Tindastóls í íþróttahúsinu á Sauðárkróki laugardaginn 16. apríl MIÐAVERÐ KR. 3.500 ný pr en t e hf | 0 32 02 2 13/2022 3

x

Feykir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Feykir
https://timarit.is/publication/1151

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.