Feykir


Feykir - 30.03.2022, Blaðsíða 8

Feykir - 30.03.2022, Blaðsíða 8
okkar, mikið líst mér vel á að fá hana hérna inn í þennan karlafótbolta, s v o sjarmerandi og jákvæð stúlka, já og héðan af K r ó k n u m . Y n d i s l e g alveg hreint og svo var hún þarna líka hún hérna, hvað heitir hún aftur... GRDÚN. . . ! ? Æ, ég man ekki hvað hún heitir en hún hefur svo fallega framkomu, já Kristrún Örnólfsdóttir minnist Skagafjarðar | 2. hluti Kristrún Þórlaug Örnólfsdóttir f. 29.03 1902 d. 16.08 1978 skrifaði eftirfarandi frásögn í „Sóley“, handskrifað blað kvenfélagsins í Súgandafirði. * Ég fór til Skagafjarðar vorið 1923 og var þar á sama bæ í 2 og 1/2 ár. Bærinn hét Sjávar- borg. Var það skammt frá Sauðárkróki eða í kringum hálftíma gangur út á Krókinn. Ég fór, því miður, óvíða um Skagafjörð. Fór einu sinni fram að Reynistaðarétt, út að Meyjarlandi á Reykjaströnd, yfir í Blönduhlíð að Syðri- brekkum og Hofsstöðum og 4 bæi á Hegranesi; Ás, Ríp, Helluland og Vatnskot. Enn- fremur kom ég að Gili, Hólkoti, Brennigerði og Borgargerði og svo oft út á Krók, því þangað áttum við kirkjusókn. Nú langar mig að segja ykkur frá einni sveitaskemmt- un sem ég var á. Við höfðum frétt að halda ætti skemmtun í Ási í Hegranesi 1. des. 1923. Þangað langaði okkur til að fara ef vötnin yrðu orðin manngeng. Var nú farið að ráðgast um hvernig hægt væri að komast þetta, því allar vorum við ókunnugar. Við vorum fjórar sem fórum og fengum húsbóndann til að fylgja okkur yfir að Hellulandi. Þá var ísinn svo þunnur að hann gekk í bylgjum undir fótunum á okkur og víða urðum við að snúa frá og fara aðra leið, en bóndinn hafði staf til að reyna fyrir sér. Samt gekk þetta slysalaust. Við stóðum við góða stund á Hellulandi og þáðum kaffi og kökur hjá Ólafi Sigurðssyni laxaklaksráðunaut og Ragn- heiði Konráðsdóttur konu hans. Þau ætluðu líka á skemmtunina, en voru ekki ferðbúin strax, svo við fengum Hróbjart Jónasson til að fylgja okkur yfir nesið. Það var sæmilega gott veður en dálítil ófærð. Við komum að Ási góðri stundu áður en skemmtunin átti að byrja og vorum við búnar að hvíla okkur og laga okkur til. Þarna var fólk lengst framan úr Blönduhlíð, utan úr Við- víkursveit, fram úr Sæmundar- hlíð og frá flestum bæjum úr nesinu. Ég þekkti fátt af því, en sumt hafði ég séð áður. Til skemmtunar var ræðu- höld, upplestur, kórsöngur, einsöngur og dans. Einsöngv- arinn var unglingur innan við tvítugt, vinnumaður í Ási og hét Stefán Guðmundsson, en nú þekktur undir nafninu Stefanó Íslandi. Hann söng prýðilega og var skemmtunin yfirleitt ágæt. Veitingar voru í efra húsinu. Það var dansað í 2 stofum og spilað til skiptis á orgel og harmóníku. Þá var það í fyrsta sinn að ég var með í vísnamarsi, voru þær margar góðar og smellnar og hleyptu fjöri og glaðværð í alla. Ég lenti í því að vera fyrsta par með Stefáni Guðmundssyni, en vísan sem við fengum var ekki falleg, hún er svona: Samboðin ég svanna tel, sæmdum hjörva rafti. Það er sagt að skörðótt skel, skældum hæfi kjafti. Dansað var um klukkan 8 um morguninn, þá var farið að tygja sig til heimferðar, en nú var kominn skafrenningur og meira frost. Á leiðinni var komið við í Vatnskoti og drukkin mjólk, síðan var haldið áfram að Hellulandi. Þar hvíldum við okkur í klukku- tíma og þáðum góðgerðir og Hróbjart fengum við til að fylgja okkur alla leið heim og var þá klukkan orðin þrjú um daginn. Vorum við orðnar mjög þreyttar og urðum fegnar að fara að sofa. Höfðum við skemmt okkur ágætlega og vorum ánægðar. Kristrún Þ. Örnólfsdóttir ES: Prentað upp úr handriti höfundar með hennar stafsetningu og stíl. KHB. --- Feykir fékk sendar þrjár sögur frá Kristjáni Helga Björnssyni á Hvammstanga sem móðir hans ritaði niður frá veru sinni á Sjávarborg. Fyrsta sagan birtist í 9. tbl. Feykis 2022 og sú þriðja bíður birtingar við tækifæri. Feykir þakkar sendinguna og hvetur aðra til að senda blaðinu efni. Á sveitaballi Kristrún 70 ára. MYND AÐSEND Hvað er títt? Jú, bara þokkalegt! sagði nemandi minn þegar ég spurði hann frétta snemma dags fyrir nokkru. Nemendur mínir eru oft skemmtilegir í tilsvörum, maður heyrir oft hvaða nesti þau hafa að heiman, eins og flestir þekkja þá eru börn gjarnan speglar foreldra sinna eða aðal umönnunaraðila. Það er eitthvað notalegt við það þegar börnin okkar búa yfir fjölbreyttum og skemmtilegum orðaforða. Þar erum við fullorðna fólkið helstu fyrirmyndirnar, ef við lesum fyrir börnin okkar, tölum við þau og lesum með þeim eru allar líkur á því að þeirra orðaforði verði fjölbreyttur. Það er jú þannig að okkar ástkæra ylhýra tunga á undir högg að sækja, orð eins og að kópíræta, triggerast, dángreida, öpplóda, seifa, fæla, peista og svo mætti lengi telja eru orðin nokkurs konar norm og sitt sýnist hverjum. Sjálfsagt er hin margumtalaða upplýsingatækni áhrifavaldur þar, en fátt er með öllu illt. Samfélagsmiðlar á borð við Facebook og Instagram flytja okkur fréttir af fólki, hvort sem okkur líkar betur eða verr, alls staðar að úr hinum stóra heimi. Algóritminn almáttugi passar svo upp á að við fáum fréttir og sjáum auglýsingar, sem hugsanlega tengjast okkar áhugasviði eða sporum okkar á netinu. Fréttir frá Úkraínu hafa verið framarlega á mínum samfélagsmiðlum, sem og margra annarra geri ég ráð fyrir; Stríðsglæpir, fólksflótti og hörmungar á hörmungar ofan sem engan endi virðast ætla að taka. En í miðjum hörmungum birtist ljós í fallega samfélaginu okkar hér í A-Hún, ung kona frá Úkraínu, búsett á Blönduósi, óskaði eftir stuðningi íbúa Blönduósbæjar til að útbúa heimili fyrir samlanda sína á flótta. Fyrirtæki og íbúar brugðust hratt og örugglega við, samtakamáttur lítilla samfélaga verður sjaldan sýnilegri (og fallegri) en þegar einhvern vantar aðstoð. Ég þekki það sjálf, bæði sem barn á Blönduósi og sem fullorðin kona. Þar liggur okkar styrkur, í umhyggju og samheldni. Í vor göngum við íbúar Húnavatnshrepps og Blönduósbæjar til kosninga í nýju sameinuðu sveitarfélagi. Sveitarfélagið nýja er ekki mannmargt en það nær yfir stórt landsvæði. Flest viljum við þó það sama, bætt lífsgæði til handa öllum, óháð stétt eða stöðu. Sjálfstæðismenn og óháðir bjóða fram lista af fjölbreyttu og frambærilegu fólki sem brennur fyrir því að bæta lífsgæði íbúa með því að styrkja grunnþjónustu nýs sveitarfélags og tryggja jafna þjónustu fyrir alla. Ég býð mig fram sem hluti af þeirri heild, í 5. sæti á lista Sjálfstæðismanna og óháðra í sameinuðu sveitarfélagi Húnavatnshrepps og Blönduósbæjar. - Ég skora á Löru Margréti Jónsdóttir frá Hofi í Vatnsdal til að taka við pennanum. ÁSKORENDAPENNINN | palli@feykir.is Ásdís Ýr Arnardóttir Fljótamaður og Siglfirðingur Af Facebook og öðrum þráðum! Ásdís Ýr á brúnni. MYND AÐSEND 8 13/2022

x

Feykir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Feykir
https://timarit.is/publication/1151

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.