Feykir


Feykir - 30.03.2022, Blaðsíða 11

Feykir - 30.03.2022, Blaðsíða 11
Þú ert ekki að komast neitt áfram ef það er enginn í vegi fyrir þér. – Madeleine Albright AÐALRÉTTUR Tælenskur chilikjúklingur 2 msk. smjör 8 úrbeinuð kjúklingalæri 35 g salthnetur, saxaðar 2 msk. saxað kóríander Sósan: 60 ml sweet chilisósa (t.d frá Blue Dragon) 2 msk. soya sósa 4 hvítlauksrif , pressuð 1 msk. fiskisósa (t.d frá Blue Dragon ) 1 msk. engifer rifið safi úr 1 lime 1 tsk. chili mauk Aðferð: Hrærið öllum hráefnun- um fyrir sósuna saman og takið til hliðar. Bræðið smjörið á pönnu og steikið kjúklinginn á báðum hliðum í 2-3 mín. Hellið þá chili- sósunni saman við. Hellið öllu af pönnunni í eldfast mót og setjið inn í 165°C heitan ofn í 30 mín. Setjið á grill í lokin í 2-3 mín. Berið fram með söxuðu kóríander, salt- hnetum, hrísgrjónum og fersku salati. EFTIRRÉTTUR Sænsk kladdkaka 100 g smjör 21/2 dl sykur 2 egg 1 dl hveiti 3 msk. kakó 1 tsk. vanillusykur Aðferð: Bræða smjör í potti og kæla. Þeyta smjör og sykur saman. Bæta eggjum út í. Svo kakó, hveiti og vanillusykri. Baka í ofni á 175- 200°C í 15 mínútur (styttra og lægri hiti ef það er blástur). Krem: 1 poki Dumle karamellur 1/2 plata suðusúkkulaði skvetta af rjóma Aðferð: Brætt saman í potti og sett yfir kökuna þegar hún er orðin köld. Ég ber hana alltaf fram með vanilluís, jarðarberjum og Mars- sósu. Verði ykkur að góðu! Kristrún skorar á Ívar Sigurðsson stórmeistara frá Páfastöðum að taka við matgæðingaþætti Feykis. KROSSGÁTUSMIÐUR Páll Friðriksson SVÖR VIÐ VÍSNAGÁTU: Val-gerður. Sudoku Krossgáta Feykir spyr... Á að banna nagladekk? Spurt á Facebook UMSJÓN: klara@nyprent.is „Nei, við búum ekki í 101 rottuholu þar sem er saltað í 4 stiga hita.“ Gunnar Smári Reynaldsson Finna skal út eitt kven- mannsnafn í hverri gátu. Ótrúlegt - en kannski satt... „Þegar ljóst var að Frakkar myndu ekki styðja innrás Bandaríkjamanna í Írak árið 2003 fóru sumir Bandaríkjamenn að kalla franskar kartöflur, „frelsiskartöflur“ (enska: freedom fries) í mótmælaskyni,“ segir á frjálsa alfræðiritinu Wikipedia. En ótrúlegt, og kannski satt, þá kostar pundið af kartöfluflögum í Bandaríkjunum um tvö hundruð sinnum meira en pund af nýjum kartöflum. „Nei, alls ekki, þetta er öryggisþáttur að vetrarlagi að aka um á góðum nagladekkjum.“ Rúnar Már Jònsson „Nei, það á ekki að banna nagladekk, það á bara að vera valfrjálst. Svo má líka gera betri vegi sem verða ekki ónýtir eftir eitt ár." Gunnar Heiðar Bjarnason LAUSN SÍÐUSTU KROSSGÁTU: Hér er ekki sólarspádómur. FEYKIFÍN AFÞREYING F „Nei, verða að vera til út á landi.“ Stefàn Jónsson Tælenskur chilikjúklingur og sænsk kladdkaka Matgæðingur vikunnar er Kristrún Ósk Sigurðardóttir en hún fékk áskorun frá Völu Frímannsdóttur. Kristrún er þjónustufulltrúi í Vörumiðlun á Sauðárkróki og er gift Arnari Skúla Atlasyni þjón- ustufulltrúa hjá VÍS. Kristrún og Arnar eiga þrjú börn, tvíburana Arnar Smára og Atla Skúla og Erlu Lár. ( MATGÆÐINGUR VIKUNNAR ) siggag@nyprent.is Kristrún Ósk Sigurðardóttir | Sauðárkróki Kristrún Ósk og Arnar Skúli Atlason ásamt börnunum þremur; Arnari Smára, Atla Skúla og Erlu Lár. MYND AÐSEND Tilvitnun vikunnar 13/2022 11 Vísnagátur Sveins Víkings Menn það sjá um lönd hjá lýð löngum eftir blóðugt stríð. Veit ég margur víst svo tér um verknað þann sem lokið er.

x

Feykir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Feykir
https://timarit.is/publication/1151

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.