Feykir


Feykir - 30.03.2022, Blaðsíða 5

Feykir - 30.03.2022, Blaðsíða 5
ÍÞRÓTTAFRÉTTIR F Subway-deildin í körfubolta Sjötti sigur Stólanna í röð kom gegn meisturum Þórs Það er heldur betur stuð á Stólastrákunum í körfunni þessa dagana. Nú á mánudags- kvöldið kláraðist næst síðasta umferðin í Subway-deildinni og andstæðingar Tindastóls voru Íslandsmeistarar Þórs úr Þor- lákshöfn sem hafa spilað liða best í vetur. Þeir fóru illa með okkar menn hér í Síkinu í desember, unnu með 43 stigum og flestum stuðningsmönnum varð flök- urt. En ekki að þessu sinni. Stólarnir komu, sáu og sigruðu í Þorlákshöfn, gáfu aldrei þumlung eftir eða eins og Baldur Þór þjálfari orðaði það: „Svakaleg orka og ákafi í liðinu.“ Lokatölur voru 85-91 og Stólarnir sækja fast í að ná fjórða sætinu í deildinni og þannig heimavallarréttinum í úrslitakeppninni. Góður leikur Tindastóls á báðum endum vallarins skilaði tveimur stigum í hús og sjötta sigri liðsins í röð. Javon Bess átti stjörnuleik, gerði 28 stig og var með 67% skotnýtingu inn- an og utan 3ja stiga línunnar. Hann tók einnig fimm fráköst og átti fimm stoðsendingar. Arnar var með 15 stig en fann þó ekki alveg réttu fjalirnar í Þorlákshöfn, Taiwo og Pétur gerðu báðir 12 stig og Siggi var með tíu en hann var drjúgur á upphafsmínútum leiksins. Þá dúkkuðu Axel og Vrkic upp með sex stig hvor. Stigahæstir í liði Þórs voru Morensen með 24 og Kyle Johnson með 22. Glynn Watson, sem var óstöðvandi í fyrri leik liðanna, gerði aðeins fimm stig og var ekki sjálfum sér líkur. Lokaumferðin fer fram nú á fimmtudagskvöldið og hefjast allir leikirnir kl. 19:15. Nú mæta allir stuðningsmenn í Síkið og fagna frábærri frammi- stöðu Tindastóls. Keflvíkingar parketlagðir Tindastóll fékk Keflavík í heimsókn sl. fimmtudagskvöld í 20. umferð Subway-deildar- innar í körfubolta og reyndist leikurinn hin besta skemmtun – í það minnsta fyrir heima- menn. Stólarnir voru yfir allan leikinn og með Arnar í bana- stuði en kappinn skellti í tíu þrista og réðu gestirnir ekkert við hann. Gamla góða stemn- ingin var í Síkinu, taumlaust fjör, sungið og klappað og allir í stuði. Lokatölur 101-76. Það munaði að sjálfsögðu um að það vantaði Jaka Brodnik, Halldór Garðar og Hörð Axel í lið Keflavíkur en lið gestanna engu að síður sterkt. Stólarnir höfðu sem fyrr segir yfirhöndina allan leikinn og voru yfir í hálfleik, 46-36. Þeir náðu síðan góðum kafla undir lok þriðja leikhluta og í upphafi fjórða og gáfu gest- unum engan möguleika á endurkomu. Arnar var klárlega maður leiksins og endaði með 35 stig, átta fráköst, sjö stoðsendingar og í það minnsta þrjá stolna bolta. Hann var bara í banastuði og spilaði með bros á vör allan leikinn eins og hans er von og vísa. Bess átti líka ágætan leik og skilaði 21 stigi, Zoran endaði með 15 stig og Taiwo tólf, Siggi gerði sjö stig og tók sjö fráköst og þó Pétur hafi aðeins skorað tvö stig þá stjórnaði hann leik liðsins vel, skilaði tíu stoð- sendingum og lið Tindastóls tikkar eins og vel stillt klukka þegar hann er inn á. /ÓAB Grettismenn í stuði og gamla góða stemningin í Síkinu. MYND: DAVÍÐ MÁR Kjarnafæðismótið í knattspyrnu Stólastúlkur lögðu lið Völsungs Næstsíðasti leikurinn í Kjarnafæðismótinu, sem hófst í desember, var leikinn sl. föstudag en þá sigruðu Stólastúlkur lið Húsvíkinga 3-1. Mótið átti að klárast í byrjun febrúar en veður og Covid settu strik í reikninginn og síðan tók Lengjubikarinn yfir hjá liðunum. Una Móeiður Hlynsdóttir kom liði Völsungs yfir á 9. mínútu en Anna Margrét Hörpudóttir jafnaði metin á 16. mínútu með þrumuskoti af löngu færi en þetta var víst ekki fyrsta mark Önnu fyrir meistaraflokk Tindastóls. Hugrún Palla og Guðnýjar kom Stólastúlkum síðan yfir á 41. mínútu eftir frábæra sókn. Hugrún átti síðan stóran hlut í þriðja markinu sem kom eftir hornspyrnu á 64. mínútu en markið var skráð á Ísabellu Júlíu Óskarsdóttur, markvörð Völsungs. Í lið Tindastóls vantaði varnarjaxlana Kristrúnu Maríu og Sólveigu Birtu en Arna Kristinsdóttir, sem spilaði í Pepsi Max með Þór/KA sl. sumar klæddist Tindastóls-búningnum í leiknum en leikmenn þurfa ekki að vera skráðir í félagið sem þeir spila með í Kjarnafæðismótinu. Ekki er enn ljóst hver niðurstaðan er í mótinu því einn leikur er eftir en þar mætast sameinuð Aust-fjarðaliðin og Völsungur. Hrafnhildur og Krista semja Á vef Tindastóls var fyrir helgi sagt frá því að Hrafnildur Björnsdóttir og Krista Sól Nielsen hefðu skrifað undir tveggja ára samning við knattspyrnudeild Tindastóls. Hrafnhildur á að baki 122 leiki fyrir mfl. Tindastóls og hefur gert 16 mörk en Krista hefur spilað 41 leik og gert níu mörk. /ÓAB Lið Kormáks/Hvatar lék við lið KFG sem hefur verið eitt sterkasta liðið í 3. deildinni síðustu sumur sl. sunnudag og var spilað í Garðabænum. Jóhann Jóhannsson kom heimamönnum á bragðið með marki á 23. mínútu og hann bætti við marki á 34. mínútu. Kári Pétursson gerði brekku Húnvetninga enn brattari þegar hann gerði þriðja mark KFG á 40. mínútu og staðan 3-0 í hálfleik. Eyjólfur Arason gerði fjórða markið á 51. mínútu og það var síðan Pétur Máni Þorkelsson sem gerði síðasta mark leiksins í 5-0 sigri Garðbæinga á 87. mínútu. Þetta var síðasti leikur Kormáks/Hvatar í L e ng ju - bikarnum en liðið lék fjóra leiki og tapaði þeim öllum og þurfti einnig að gefa einn leik þegar ekki náðist í lið. Hú- nvetningar eiga vafalaust eftir að styrkja hópinn áður en átökin í 3. deildinni hefjast. /ÓAB Lengjubikarinn Sannfærandi Stólasigur gegn Berserkjum Tindastóll spilaði í Lengju- bikarnum nú á sunnudaginn en liðið átti heimaleik gegn Berserkjum/Mídasi sem er einskonar B-lið Íslands- meistara Víkings. Heimamenn voru í blússandi sveiflu, spiluðu vel og sköpuðu sér mörg góð færi og unnu leikinn örugglega 6-1. „Þetta var mjög öruggur sigur hjá okkar mönnum,“ sagði Donni þjálfari að leik loknum. „Við höfðum mjög mikla yfirburði úti á vellinum og spiluðum oft á tíðum mjög góðan fótbolta. Mörkin voru öll virkilega góð og við sköpuðum góð færi til að skora enn fleiri. Frábær liðsframmistaða og sýnir okkur að við erum á réttri leið í okkar leik. Næst er það Álafoss á útivelli á föstudaginn kemur en síðan verður haldið í sólina til Portúgals þar sem bæði karlaliðið og kvennaliðið munu dvelja saman í æfingaferð.“ Það voru Konni fyrirliði (2), Jón Gísli (2), Jóhann Daði og Ísak Sigurjóns sem gerðu mörk Tindastóls. Byrjunar- liðið var þannig skipað að Einar var í markinu; Svend, Sverrir, Anton og Domi í vörninni; Konni, Siggi og Jónas á miðjunni og Jón Gísli, Bessi og Addi frammi. Einnig komu þeir Óskar Örth, Emil, Benni, Ísak, Jóhann Daði og Eysteinn við sögu í leiknum. /ÓAB Lengjubikarinn Erfitt hjá Kormáki/Hvöt í Garðabænum Stólarnir skjóta að marki. MYND: SGURÐUR INGI PÁLSSON 13/2022 5

x

Feykir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Feykir
https://timarit.is/publication/1151

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.