Feykir


Feykir - 30.03.2022, Blaðsíða 7

Feykir - 30.03.2022, Blaðsíða 7
Reyndar hefur maður minna farið á milli húsa meðan þetta Covid varði en mér þykir þetta skemmtilegt og á góða félaga hérna sem eru í svipaðri stöðu og ég, hafa lítið annað að gera en að dunda við þetta. Svo droppar fólk við og fær að kíkja í húsin. Mér líkar þetta bara mjög vel og ekki síst að geta verið í sátt og samlyndi við allt og alla.“ Í fjárhúsinu hjá Herði er sauðurinn áberandi, fallegur á litinn og bísperrtur. Hörður segist hafa keypt hann af Jóhannesi Sigfússyni, bónda á Gunnarsstöðum í Þistilfirði. „Ég keypti hann sem hrútlamb að hausti en svo var hann geltur eftir að hann kom hingað og þar af leiðandi orðinn sauður. Þetta er hreinræktuð forystu- kind í báðar ættir. Þetta var nú bara eitt af því til að hafa gaman af. Það er ekki mikill arður af honum annað en ánægjan. Það reynir lítið á hann í svona búskap en hann er alltaf fyrsta kindin hér inn. Ef ég fer fyrir þær hér uppi á túni þá skokkar hann niður í rétt, það er ekki óþægð í honum.“ Þannig að það er vitglóra í forystufénu? „Já, því sem er alvöru forystufé. Það eru alltaf einhverjir kjánar innan um og mislukkast en þá er bara ein leið fyrir þá, það er það fé sem kemur óorði á forystuféð. En þetta alvöru forystufé er ekki með neina vitleysu.“ Hörður lýsir því hvernig sauðurinn mætir fyrstur í réttina í göngum og aðrar kindur elta. En á sumrin virðist hann una sér einn. „Ég hef séð hann á sumrin en þá er hann ekki með mínum kindum, er bara einn. En ég held að ég hafi verið heppinn með þennan bara.“ Á von á 25 lömbum í vor Nú nálgast sá tími sem gefur hvað mest í þessu kindastússi þegar lömbin fara að koma í heiminn og á Hörður von á kvarthundrað eftir því sem fósturtalningar sögðu til um. „Hér eiga að vera 25 lömb. Ég hleypti ekki á gimbrarnar. Það er ein geld en 14 eru með lömbum, ein er með þrjú. Það verður vonandi eitthvað að gera í smá stund í vor,“ segir hann og greinilegt að hann hlakkar til vorsins. Hann segist vera einn þar sem konan sé lítið í þessu með honum. „Hún truflar mig mjög lítið hérna,“ segir hann og rekur upp skellihlátur, „En hún kíkir hérna við og við,“ bætir hann við og leiðréttir sig með það að hún sé nú ekki að trufla hann neitt þó hún líti í húsin. „Hér er gott að vera og mér líður vel. Fyrst ég gat ekki verið á vinnumarkaðinum lengur þá drepur maður tímann hérna. Ég lagaði til hérna, girti allt upp, henti ónýtum girðingum og tók til hendinni. Þetta var hesthús þegar ég tók við þessu og breytti í fjárhús en þetta var reyndar fjárhús fyrir löngu og síðar gert að hesthúsi. Það er allt nýsmíðað inni. Það verður gaman að sjá hvernig ræktunin gengur og meðan maður getur dundað sé við þetta vona ég að ég verði hér áfram og mig langar til þess,“ segir Hörður í lokin áður en hann er kvaddur með góðum óskum um gott gengi í ræktun og sauðburði.Það er gott fyrir menn og skepnur að vera á Nöfum. Forystusauðurinn þiggur góðgæti frá húabóndanum. Fallegur er sauðurinn og forvitinn. Mannamót Markaðsstofanna fór fram í sl. fimmtudag í Kórnum í Kópavogi. Segir á heimasíðu SSNV að þessi árlegi viðburður, sem ekki náðist þó að halda á síðast ári, sé fyrir löngu orðinn fastur liður í samskiptum ferðaþjón- ustuaðila á landsbyggðinni og söluaðila á höfuðborgar- svæðinu. Ennfremur kemur fram í frétt SSNV að aðrir aðilar, s.s leiðsögumenn og fjölmiðla- fólk, nýti sér þennan viðburð til að afla sér upplýsinga um það nýjasta sem í boði er. „Það var virkilega ánægju- legt að sjá 20 fyrirtæki af Norðurlandi vestra taka þátt, en það er svipaður fjöldi og hefur verið á fyrri Mann- amótum. Okkar fólk lét vel af viðtökunum og horfir björtum augum fram á veg m.t.t. bók- unarstöðu. Og auðvitað voru allir sammála um að það væri mikill léttir að geta aftur farið að hitta fólk í raunheimum,“ segir í færslu SSNV. /PF Húnaþing vestra Skipulagsfulltrúa þakkað farsælt starf Síðastliðinn fimmtudag leit Eyjólfur Þórarinsson hjá verkfræðistofunni Stoð ehf. við á skrifstofu Húnaþings vestra en hann hefur starfað sem skipulagsfulltrúi sveitarfélagsins sl. sjö ár. Nú verða hins vegar vakta- skipti því með tilkomu nýrrar skrifstofubyggingar hefur verið ráðinn skipulagsfulltrú í Húnavatnssýslum og hefur Bogi Kristinsson Magnusen tekið við starfi skipulags- fulltrúa fyrir sveitarfélögin í Húnavatnssýslunum. Í frétt á vef Húnaþings vestra er Eyjólfi þakkað fyrir farsæl störf í þágu sveitarfé- lagsins og Bogi jafnframt boð- inn velkomin til starfa. /ÓAB Norðlendingar á Mannamóti 2022 Norðlendingar gerðu gott mót Ragnheiður Jóna Ingimarsdóttir afhendir Eyjólfi á Stoð blómvönd og þakkar fyrir farsæl störf. MYND: HÚNAÞING VESTRA Gert er ráð fyrir um 2,8 milljarða króna framlagi ríkisins til næstu þriggja ára til uppbygginga innviða og náttúruverndar á ferða- mannastöðum. Þrjú verkefni á Norðurlandi vestra fá sam- tals rúmar 23 milljónir króna. Þar er um að ræða Hvera- velli sem fá í sinn hlut 3,3 millj. í ár til að bæta merkingar innan verndarsvæðis; Minja- stofnun Íslands vegna deili- skipulags og aðgerða til verndar minjum á Örlygsstöð- um í Skagafirði, samtals 5.000.000, og 15 milljónir eru ætlaðar í hönnun og fram- kvæmdir við Hvítserk í Húna- þingi vestra. Í tilkynningu frá umhverfis-, orku- og lofts- lagsráðuneytinu verður út- hlutað rúmlega 914 milljónum króna úr Landsáætlun um uppbyggingu innviða í ár sem gerir það kleift að halda áfram því mikilvæga verkefni að byggja upp efnislega innviði á ferðamannastöðum, s.s. göngustíga, útsýnispalla, bíla- stæði og salerni. Aukin áhersla er á langtímaáætlanir í uppbygg- ingu staða en einnig á aukna miðlun og merkingar, ekki síst á stöðum þar sem samspil er á milli náttúru og menningar- sögulegra minja. /PF Innviða og náttúruvernd á ferðamannastöðum Rúmar 23 milljónir til Norðurlands vestra 13/2022 7

x

Feykir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Feykir
https://timarit.is/publication/1151

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.