Feykir


Feykir - 30.03.2022, Blaðsíða 4

Feykir - 30.03.2022, Blaðsíða 4
Lumarðu á frétt? Hafðu samband í síma 455 7176 eða sendu Feyki póst á feykir@feykir.is Sveitarstjórnarkosningar byggingarfræðingur á Blöndu- ósi. Guðmundur Haukur Jakobs- son, forseti sveitarstjórnar á Blönduósi og framkvæmda- stjóri, vermir efsta sæti D-lista Sjálfstæðismanna og óháðra en annað sætið skipar Ragnhildur Haraldsdóttir, varaoddviti sveitarstjórnar og lögreglukona Fyrstu listarnir birtir Senn líður að sveitar- stjórnarkosningum sem haldnar verða eftir einn og hálfan mánuð eða þann 14. maí. Mánuði fyrr rennur út frestur til að skila inn framboðum og hafa fáein þegar verið tilkynnt. Austur-Húnavatnssýsla Í nýju sveitarfélagi í Austur- Húnavatnssýslu hafa þrír listar verið tilkynntir; H-listinn með Jón Gíslason á Stóra-Búrfelli, núverandi oddvita Húnavatns- hrepps, í fararbroddi. Í öðru sæti er Berglind Hlín Baldurs- dóttir, fulltrúi í sveitarstjórn, sérkennari og bóndi í Mið- húsum, en þriðja sætið skipar Guðmundur Arnar Sigurjóns- son, framkvæmdastjóri og og Zophonías Ari Lárusson, framkvæmdastjóri og húsa- smiður, það þriðja. Auðunn Steinn Sigurðsson, skrifstofumaður, skipar oddvita- sæti B-lista Framsóknar og annarra framfarasinna en í öðru sæti er Elín Aradóttir, fram- kvæmdastjóri, og þriðja sætinu Grímur Rúnar Lárusson, lög- fræðingur. Húnaþing vestra Í Húnaþingi vestra er búið að kynna einn lista, D-lista Sjálfstæðismanna og óháðra. Þar er Magnús Magnússon, sveitarstjórnarfulltrúi, sóknar- prestur og bóndi, í fylk- ingarbrjósti en að baki honum koma Sigríður Ólafsdóttir, sveitarstjórnarfulltrúi, bóndi og ráðunautur frá Víðidalstungu, sem skipar annað sætið og í þriðja sæti er Liljana Milen- koska, hjúkrunarfræðingur. Skagafjörður Í sameinuðum Skagafirði hefur aðeins listi Framsóknar verið opinberaður en þar situr Einar E. Einarsson, loðdýrabóndi á Syðra-Skörðugili, efstur en Hrund Pétursdóttir, sérfræðing- ur á Sauðárkróki, Hrefna Jóhannesdóttir, skógfræðingur og oddviti Akrahrepps og Sigurður Bjarni Rafnsson, aðstoðarslökkviliðsstjóri, koma þar á eftir. Gera má ráð fyrir að fleiri listar verði kynntir á næstu dögum en heyrst hefur að N listinn í Húnaþingi vestra leiti að áhugasömu fólki til að taka þátt í framboði til sveitarstjórnar en upp úr samstarfi slitnaði við D-lista. Þá hefur Framsókn ekki kynnt sinn lista en fastlega má gera ráð fyrir að hann bjóði fram. Í Skagafirði hefur Byggða- listinn gefið út að hann verði í framboði og fastlega má gera ráð fyrir opinberun lista VG og óháðra og Sjálfstæðismanna innan skamms. /PF Einhversstaðar austan við þig sjálfan er á sínum forna stað, feðra þinna og mæðra upphafs álfan, aldrei kemstu þar í hlað. Milli þín og hennar eru aldir, allir straumar fyrir löngu kaldir, þótt þú kannski eitthvað annað haldir! Þú ert kominn langan veg í vestur, veist þó hvergi handaskil. Og kannski ertu á öllum stöðum gestur, ekkert heimasetur til? Ef líf þitt á nú aðeins villuslóðir og engir kostir bjóðast lengur góðir, þú sækir enga glóð í gamlar hlóðir! Það kulnað er sem kveikti forðum neista og kalið sérhvert strá. Og nú er ekki neinu hægt að treysta, það næðir þér um brá. Því kuldalegt er bæði úti og inni og ekkert til sem lífgar gömul kynni sem hlýjuðu áður hjarta og vitund þinni! AÐSENT | Rúnar Kristjánsson skrifar Rótarslit x22 SVEITARSTJÓRNARKOSNINGAR 14. MAÍ 2022 4 13/2022

x

Feykir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Feykir
https://timarit.is/publication/1151

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.