Feykir


Feykir - 30.03.2022, Blaðsíða 10

Feykir - 30.03.2022, Blaðsíða 10
LEIKHÚSUPPLIFUN | Sigurlaug Dóra Ingimundardóttir skrifar eru í sýningunni en sumir leika fleiri en eitt hlutverk. Krakkarnir skiluðu hlutverk- um sínum öll vel, voru flest öll skýr í tali og pössuðu að tala ekki ofan í hlátur úr salnum því mörg atriði í leikritinu eru mjög fyndin. Leikgleðin skil- aði sér vel út í sal sem er mjög mikilvægt og skapaði góða stemmingu í salnum. Sýningin er mátulega löng og atriðin eru frekar stutt og alltaf nóg af skemmtilegum hlutum að gerast á sviðinu. Sviðsskiptingar á milli atriða gengu vel og trufluðu ekki eins og stundum gerist ef þær eru langar eða flóknar. Aftast á sviðinu birtist nokkrum sinn- um brot úr myndunum á skjá sem er skemmtilegt uppbrot. Einnig eru dansatriði í sýningu mjög skemmtileg og vel útfærð. Mikil og góð vinna hefur líka verið lögð í alla baksviðsvinnu. Leikmyndin Frábær leikhússkemmtun á Shrek! Brugðið á leik fyrir æfingu. Sindri sem Gosi stal oft senunni með góðum leik. Mynd tekin fyrir utan Bifröst daginn fyrir frumsýningu. Nemendur 10. bekkjar Árskóla á Sauðárkróki frumsýndu á fimmtudags- kvöldið í Bifröst leikritið Shrek. Leikstjóri er Sigurlaug Vordís Eysteinsdóttir og aðstoðarleikstjóri er Eysteinn Ívar Guðbrandsson. Silla og Eysteinn eru jafnframt handritshöfundar en þau skrifuðu handritið upp úr fyrstu tveimur myndunum. Leikritið fjallar í stuttu máli um tröllið Shrek, sem við þekkjum úr samnefndri kvikmynd, sem vill helst vera einn í mýrinni sinni, það breytist aðeins þegar hann fær ævintýraverur í heimsókn og hann ákveður að fara og bjarga Fíónu prinsessu frá dreka svo að ævintýraverurnar verði fluttar annað. Málglaður asni fylgir honum og saman lenda þeir í ýmsu. Nánast uppselt var á frum- sýninguna og var sýningin mjög skemmtileg og ekki að sjá annað en að allir í salnum skemmtu sér mjög vel, jafnt ungir sem aldnir og því óhætt að mæla með sýningunni fyrir alla aldurshópa. Leikhópurinn á hrós skilið fyrir skemmtilega uppfærslu. Yfir 20 persónur er alls ekki flókin en kemur vel út og er vel gerð, búningarnir eru litríkir og flottir og gefasýningunni flotta mynd. Leikmunir voru flottir, smink- ið vel gert og tæknivinna, bæði ljós og hljóð, voru mjög vel útfærð. Eins og áður hefur komið fram skiluðu allir sínum hlut- verkum mjög vel hvort sem um stór eða minni hlutverk var að ræða og erfitt að fara velja úr hópnum en verð ég þó að nefna nokkra: Haraldur sem asninn og Sindri sem Gosi stálu oft senunni með góðum leik, Jörundur/Shrek 1, Fann- ar/ Shrek 2 og Sylvía/Fíona 1, Rebekka/Fíóna 2 skiluðu sín- um hlutverkum vel og út- færslan á breytingu 1 og 2 var skemmtileg. Hákon og Jón Gabríel voru skemmtilegir í sínum hlutverkum sem og Alexander, Louisa, Klara og Veigar. Að lokum langar mig að óska Sillu, Eysteini, krökk- unum öllum og starfsfólki Árskóla innilega til hamingju með flotta, fallega og fyndna sýningu sem hefur verið mikið í lagt jafnt innan sviðs sem utan. Takk fyrir frábæra skemmtun og mæli ég með að fólk láti ekki þessa sýningu framhjá sér fara. Sigurlaug Dóra Ingimundardóttir Stór hópur þeirra sem að sýningu Shrek koma en einhverja gæti vantað, hver veit. MYNDIR: PF 10 13/2022

x

Feykir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Feykir
https://timarit.is/publication/1151

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.