Feykir


Feykir - 11.05.2022, Qupperneq 2

Feykir - 11.05.2022, Qupperneq 2
Aðgerðastjórnendur á Norðurlandi vestra hittust á Sauðárkróki seinnipart 5. maí síðastliðinn. Á fundinn mættu tuttugu manns frá björgunar- sveitum, slökkviliðum, Rauða krossinum og lögreglu. Markmið fundarins var að efla samstarf á milli viðbragðs- aðila á svæðinu. Birgir Jónasson, lögreglu- stjóri á Norðurlandi vestra, setti fundinn. Hann ræddi um hlutverk viðbragðsaðila og sam- starf þeirra. Þá ræddi hann um aðgerðastjórnunarstöð sem setja á upp á næstu mánuðum. Hún mun þjóna aðgerðastjórn í stærri verkefnum hjá Almanna- vörnum á Norðurlandi vestra. Höskuldur Birkir Erlingsson, aðalvarðstjóri, tók næstur til máls og fjallaði um félaga- stuðning viðbragðsaðila. Þrír fulltrúar lögreglunnar á Norður- landi vestra sóttu sér menntun í félagastuðningi og hafa nú haldið nokkra slíka fundi. Markmið fundanna er að halda utan um andlega líðan við- bragðsaðila og er reynslan af þessari vinnu góð. Bjarni Kristófer Kristjáns- son, formaður svæðisstjórnar á svæði 10, fjallaði um ýmis mál, þar á meðal SÁBF kerfið og stjórnskipulag innan aðgerða. Hann lagði svo fram spurningar til umræðu og voru þá meðal annars eftirfarandi mál rædd: Þorlákur Helgason, aðgerða- stjórnandi hjá Rauða krossinum, sagði okkur frá endurskipu- lagningu/-skoðun á SÁBF stjórnkerfinu. Hann er fulltrúi Húsnæðis- og mannvirkjastofn- unar í þeirri vinnu. Markmiðið er að skoða hvort núverandi kerfi henti eða hvort taka þurfi upp nýtt kerfi. Þessari vinnu á að vera lokið um áramótin næstu. Aðgerðastjórnunarnámskeið sem Slysavarnarfélagið Lands- björg heldur sem og almenn umræða um menntunarmál Staðsetning á aðgerðastjórnunarstöð Viðbragðsaðilarnir voru sammála um mikilvægi þess að hittast reglulega, taka æfingar saman, kenna hvert öðru, spjalla og kynnast. Ákveðið var að stofna rafrænan vettvang fyrir aðgerðastjórnendur til sam- ræðna auk þess sem nokkurs konar stýrihópur var valinn til að tryggja áframhaldandi sam- starf. Þetta var góður fundur sem vonandi markar upphafið að enn betra og farsælla samstarfi á milli viðbragðsaðila á Norður- landi vestra. /Hafdís Einarsdóttir Nú er alveg að koma að stóru stundinni þegar við fáum að velja forystufólk til að starfa fyrir okkur í sveitarstjórnum þessa lands. Nóg er framboðið af áhugasömu fólki á Norðurlandi vestra sem ég met einnig að sé mjög fram- bærilegt til þessara starfa. Alls eru tólf listar sem bjóða fram krafta sína í landshlutanum og minnst 18 manns á hverjum sem gerir að 216 eru skráðir frambjóðendur. Það mun vera tæp þrjú prósent íbúa svæðisins sem teljast nú vera 7381 maður. Ef við höldum áfram með tölfræðina má sjá að hæsta hlutfall frambjóð- enda, 5,48%, er í nýju sveitarfélagi Blönduóss og Húnavatnshrepps. Þar eru fjórir listar í framboði með 72 innanborðs en íbúar eftir sameiningu verða 1313 talsins. Í Húnaþingi vestra búa 1236, af þeim eru 54 í framboði fyrir þrjá lista sem gerir 4,37% íbúa. Á Skagaströnd er aðeins einn listi sem býður fram að þessu sinni svo 18 manns af þeim 475 sem þar búa gerir 3,79%. Skagafjörður er nú sameinaður í fyrsta sinn frá átökum þeirra frænda á Sturlungaöld, (ég veit reyndar ekkert um hvort þetta sé rétt hjá mér, fannst þetta bara svo myndrænt), en þar eru 72 í framboði fyrir fjögur framboð sem gerir 1,68% íbúa, sem eftir sameiningu verða 4276 talsins. Ný kosningalög tóku gildi 1. janúar sl. og féllu þá úr gildi eldri lög um kosningar en þar er m.a. fjallað um hæfi kjörstjórna þannig að sá eða sú megi ekki vera í kjörstjórn sem eigi: maka, fyrrverandi maka, núverandi eða fyrrver- andi sambýlismann eða -konu, foreldri, barn, systkin, mág eða mágkonu í kjöri. Þá fer að vandast málið. Nú hef ég ekki reiknað dæmið til enda en set upp eitt sem gæti alveg átt sér stað einhvers staðar. Þau 216 sem eru í framboði eru að sjálfsögðu ekki tæk í kjörstjórn. Helmingur þeirra gætu svo hæglega átt maka, jafnvel tuttugu þeirra fyrrverandi maka, þrjátíu núverandi eða fyrrverandi sambýling. Segjum að annar hver frambjóðandi eigi annað foreldri sitt á lífi sem gerir þá um 100 manns. Mér datt í hug að setja eitt barn að meðaltali á liðið og tvö systkin að auki og 100 mága eða mágkonur í heildina. Þá tel ég að 1000 manns séu orðnir vanhæfir í kjörstjórn en alls eru 5.514 á kjörskrá á Norðurlandi vestra, 2.802 karlar og 2.712 konur. Það er nálægt einum fimmta. Það gæti reynst snúið að skipa í kjörstjórn í Skagabyggð þar sem enginn listi bauð fram og því fara fram óbundnar kosningar. Það þýðir að þeir sem eru kjörgengir, heilir og hraustir og yngri en 65 ára, sé skylt að taka kjöri í sveitar- stjórn, sem þýðir á mannamáli að flestir íbúa hreppsins eru í framboði. Góðar stundir! Páll Friðriksson, ritstjóri LEIÐARI Vanhæfi og kjörgengi AFLATÖLUR | Dagana 1. til 7. maí á Norðurlandi vestra Strandveiðin komin á fullt SKIP/BÁTUR VEIÐARFÆRI KG SKIP/BÁTUR VEIÐARFÆRI KG Von HU 170 Grásleppunet 6.991 Onni HU 36 Dragnót 7.570 Alls á Skagaströnd 53.925 SAUÐÁRKRÓKUR Gjávík SK 20 Handfæri 822 Hafey SK 10 Grásleppunet 3.522 Kaldi SK 121 Grásleppunet 2.837 Lundey SK 3 Þorskfisknet 8.909 Maró SK 33 Handfæri 787 Óskar SK 13 Grásleppunet 2.617 Vinur SK 22 Handfæri 782 Ösp SK 135 Handfæri 582 Alls á Sauðárkróki 20.858 HOFSÓS Þorgrímur SK 27 Grásleppunet 2.552 Rósborg SI 29 Handfæri 2.065 Skotta SK 138 Handfæri 611 Alls á Hofsósi 5.228 HVAMMSTANGI Steini HU 45 Grásleppunet 1.079 Alls á Hvammstanga 1.079 SKAGASTRÖND Alda HU 112 Handfæri 1.517 Arndís HU 42 Handfæri 815 Auður HU 94 Handfæri 820 Bjartur í Vík HU 11 Handfæri 669 Blíðfari HU 52 Handfæri 915 Dagrún HU 121 Grásleppunet 5.471 Guðrún Petrína GK 107 Grásleppunet 14.036 Hjalti HU 313 Grásleppunet 4.834 Hallbjörg HU 713 Handfæri 873 Hrund HU 15 Handfæri 1.132 Kambur HU 24 Grásleppunet 4.103 Loftur HU 717 Handfæri 876 Sæunn HU 30 Handfæri 779 Viktor Sig HU 66 Handfæri 836 Viktoría HU 10 Handfæri 1.122 Á Króknum voru átta bátar sem lönduðu tæpu 21 tonni í 19 löndunum. Aflahæst var Lundey SK 3 með rúm 9 tonn. Eins og í þar síðustu viku landaði hvorki Drangey né Málmey á Krókn- um, lönduðu á Grundarfirði. Nú eru þrír bátar skráðir á veiðar með grá- sleppunet og var heildaraflinn þeirra tæp 9 tonn en aftur á móti eru strandveiðarnar komnar á fullt og eru fjórir bátar búnir að landa tæpum 3 tonnum á Króknum. Samkvæmt Fiskistofu er hverjum og einum strandveiðibát heimilt að stunda strandveiðar í 12 veiðidaga innan hvers mánaðar, þ.e. mánuðina maí, júní, júlí og ágúst. Á Skagaströnd voru sautján bátar sem lönd- uðu tæpum 54 tonnum í 26 löndunum. Aflahæst var Guðrún Petrína GK 107, aðra vikuna í röð, með tæp 14 tonn. Fimm bátar eru skráðir á grá- sleppuveiðar á Skagaströnd og lönduðu þeir rúmum 35 tonnum. Á Skagaströnd eru alls 11 bátar skráðir á strandveiðarnar og eru þeir búnir að landa rúmum 10 tonnum. Alls var landað 80.524 kg á Norðurlandi vestra í í 52 löndunum síðustu viku. Norðurland vestra Aðgerðastjórnendur funda Óháð fréttablað á Norðurlandi vestra - alltaf á miðvikudögum Útgefandi: Nýprent ehf., Borgarflöt 1, Sauðárkróki Póstfang Feykis: Borgarflöt 1, 550 Sauðárkrókur Ritstjóri & ábyrgðarmaður: Páll Friðriksson, palli@feykir.is & 861 9842 Blaðamenn: Óli Arnar Brynjarsson, oli@feykir.is Sigríður Garðarsdóttir, siggag@nyprent.is | Klara Björk Stefánsdóttir, klara@nyprent.is Prófarkalestur: Fríða Eyjólfsdóttir Auglýsingastjóri: Sigríður Garðarsdóttir, siggag@nyprent.is Áskriftarverð: 649 kr. hvert tölublað með vsk. Lausasöluverð: 795 kr. m.vsk. Áskrift og dreifing: Nýprent ehf. Sími 455 7171. Umbrot og prentun: Nýprent ehf. Frá fundi aðgerðastjórnenda. MYND: HAFDÍS EINARSDÓTTIR 2 18/2022

x

Feykir

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Feykir
https://timarit.is/publication/1151

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.