Feykir


Feykir - 11.05.2022, Qupperneq 6

Feykir - 11.05.2022, Qupperneq 6
6 18/2022 Nú styttist í kosningar sem haldnar verða laugardaginn 14. maí næstkomandi. Yfir kjósendur hvolfast stefnuskrár og loforð frambjóðenda um hvernig þeir vilji vinna að því að gera samfélagið okkar enn betra. Mikill samhljómur er í þeim loforðum og allir vilja leggja sitt af mörkum fyrir hið nýja sveitarfélag. En hvað einkennir góð samfélög? Hvernig má byggja upp samfélag sem hlúir að öllum þeim þáttum sem íbúar telja mikilvæga? Hagsæld og velferð íbúa samfélags verður ekki einungis byggð á rekstrarlegum for- sendum, útsvari eða úthlutun- um jöfnunarsjóðs sveitarfélaga. Góð samfélög byggja upp lífsgæði íbúa á sem breiðustum grunni. Þau byggja ofan á það sem vel hefur verið gert og leggja vinnu í að byggja upp og laga það sem bæta má. Vinna að því að gæði samfélagsins skiptist sem jafnast á milli íbúa þess og að allir fái tækifæri til að taka þátt í uppbyggingu samfélagsins. Flétta þarf saman þarfir allra íbúanna og uppfylla þær lagalegu skyldur sem sveitarfélögum er gert að uppfylla. Þetta er hlutverk hinnar nýju sveitarstjórnar en hún gerir það ekki án íbúanna. Velferð allra íbúa samfélagsins þarf að vera hornsteinn í uppbyggingu nýs sveitarfélags. Undirbúa þarf jarðveginn vel svo að atvinna, landbúnaður, skólastarf, heilbrigðisþjónusta, félagsþjónusta, nýsköpun, fyrir- tækjarekstur, ferðamennska og afþreying hvers konar geti blómstrað. Byggja þarf upp innviði og þjónustu sem laðar að nýja íbúa og fær unga fólkið okkar til að snúa heim að loknu námi og stækka og auðga samfélagið okkar. Miklir möguleikar felast í uppbyggingu á Húnavallasvæð- inu, þessa möguleika þarf að kortleggja. Finna þarf fjárfesta sem hafa burði og þekkingu til að halda áfram uppbyggingu og eru tilbúnir að nýta sér þær miklu endurbætur sem gerðar hafa verið á húsnæðinu á síðustu árum. Slík starfsemi felur í sér verulega fjölgun starfa á svæðinu og eykur umsvif ferðaþjónustunnar hér á svæð- inu til framtíðar. Hugmyndir um umhverfisakademíu falla vel að slíkri starfsemi. X2022 | Jón Gíslason og Berglind Hlín Baldursdóttir H-listanum í Austur-Húnavatnssýslu Nýtt og betra samfélag Í stefnuskrá H-listans er að finna önnur áhersluatriði sem listinn vill vinna að næsta kjörtímabil. Sameining Húnavatnshrepps og Blönduósbæjar er nú, eftir margra ára undirbúning, orðin að veruleika. Pólitísku framboðin hafa farið mikinn með móttöku þingmanna, ráðherra og haldið úti kosn- ingaskrifstofum. Keppt hefur verið um að tilkynna loforð stjórnmálaflokkanna um verkefni á svæðinu sem búið væri að koma í höfn að þeirra tilstuðlan. Þarna er um að ræða að lagning á bundnu slitlagi á Blönduósflugvelli sé komin á samgönguáætlun en einnig að ráðherra sé kominn með heimild til að ganga til samninga um kaup ríkisins á skrifstofuhúsnæði Blönduósbæjar. Þetta eru að sjálfsögðu góðar fréttir en rétt að árétta að þessi verkefni ásamt þeim fjármunum sem fengist hafa loforð fyrir í Umhverfisakademíu á Húnavöllum eru allt hluti af því sem undirbúningsnefnd um sameiningu sveitarfélaganna hefur barist fyrir í sinni vinnu allt frá því að fyrri samein- ingarvinnan hófst. H-listinn er ópólitískt fram- boð og hefur því ekki tekið þátt í heimboðun þingmanna eða ráðherra nú í aðdraganda kosninganna. Engu að síður er H-listinn tilbúinn að vinna að málefnum nýs sveitarfélags með öllum stjórnmálaflokkum á kjörtímabilinu og vonar að þeir verði eins duglegir og nú að mæta á svæðið eftir kosn- ingar. Nú ríður á að vanda til verka og byggja upp samfélag sem allir geta verið ánægðir með og að það uppfylli þær kröfur að vera gott samfélag. H-listinn mun gera allt sem í hans valdi stendur til að svo geti orðið. Við óskum því eftir stuðningi ykkar á kjördag. Setjið X við H. Jón Gíslason og Berglind Hlín Baldursdóttir Höfundar skipa tvö efstu sætin á H-lista fyrir sveitarstjórnarkosningar 14. maí næstkomandi. Það dýrmætasta sem við eigum er góð heilsa. Hér á orðatiltækið ,,enginn veit hvað átt hefur fyrr en misst hefur“ einstaklega vel við. Að vera hluti af heild, hvort sem það er á vinnustað eða í félags- og tómstundastarfi, tel ég afar mikilvægt, því öll viljum við eiga samleið með öðrum í gegnum lífið. Nú á tímum er aukin umræða um mikilvægi andlegrar heilsu og áhrif hennar á líkamlega heilsu einstaklings. Við full- trúar ByggðaListans teljum mikilvægt að sveitarfélagið sé leiðandi í því að halda vel utan um starfsfólk sitt og skapa aðstæður þar sem einstaklingar geti komið skoðunum sínum á framfæri og fengið áheyrn, komið skoðunum sínum á framfæri og handleiðslu/ráðgjöf ef þörf þykir. Við teljum að samfélagið okkar geti verið leiðandi í því að skapa góðar aðstæður fyrir starfsfólk með markvissu lýðheilsustarfi. Bætt heilsa og vellíðan stuðlar að betra starfsumhverfi og gerir störfin eftirsóknarverðari. Sveitarfélagið Skagafjörður gerðist heilsueflandi samfélag árið 2019 og teljum við tæki- færi leynast í því að skipa teymi sem veitir starfsfólki okkar ráðgjöf og stuðning. Þar yrði horft til bæði líkamlegrar, andlegrar og félagslegrar vellíðunar starfsfólks. Við þurfum að ná utan um fólkið okkar sem oft á tíðum vinnur undir miklu álagi. Þessi vinna verður sérstaklega mikilvæg á næstu misserum, þar sem útlit er fyrir að langtímaáhrif Covid-19 verði síst minni en af faraldrinum sjálfum. Lífaldur fer hækkandi og er það fagnaðarefni. Mikilvægt er að sveitarfélög komi vel að þjónustu við eldri borgara þar sem þau hafa jú plægt akurinn fyrir okkur sem tökum við góðu búi samfélagsins. Að mæta þessum hóp með þjónustu um allt hérað í formi fæðis- og aksturs- þjónustu og að allir hafi jöfn tækifæri til að taka þátt í félags- og tómstundastarfi óháð búsetu eða aldri, finnst okkur grundvallaratriði í nútíma samfélagi. Við full- trúar ByggðaListans teljum mikilvægt að mæta einstakl- ingum eftir þörfum og skapa aðstæður þar sem allir geta blómstrað í leik og starfi. Þau okkar sem ekki búa við hamlanir af einhverju tagi verða oft óþarflega lítið X2022 | Jóhanna Ey Harðardóttir L-lista ByggðaListans í Skagafirði Hvernig eflum við mannauðinn? vör við það sem betur mætti fara í okkar samfélagi svo allir meðlimir þess hafi jafnt aðgengi að því sem við tökum oft á tíðum sem sjálfsögðum hlut. Eins og til dæmis að komast leiðar sinnar við hversdagslega iðju og sinna félags- og tómstundastarfi. Að lenda skyndilega í því að þurfa að berjast fyrir tilvist sinni eða fjölskyldumeðlims er eitthvað sem enginn er undirbúinn fyrir. Það er því til skammar að skert aðgengi hreyfihamlaðra að stofnunum og eignum sveitarfélagsins komi í veg fyrir fulla þátttöku þeirra í samfélaginu, auk þess sem einstaklingar og aðstandendur þurfa ítrekað að þrýsta á að viðunandi aðgengi sé til staðar í leik- og grunnskólum. Við fulltrúar ByggðaListans viljum að framkvæmd verði úttekt á aðgengi í stofn- unum og öðru húsnæði á vegum sveitarfélagsins og í framhaldinu sett markviss áætlun til úrbóta. Við viljum að sú úttekt miðist ekki einungis við aðgengi að bygg- ingum, heldur gangi einnig út frá því að allir hafi kost á jöfnu aðgengi að félags- og tómstundastarfi við aðstæður sem eru í takt við 21. öldina. Í Skagafirði er mannauð- urinn mikill og krafturinn úr umhverfinu engu líkur. Við teljum Skagafjörð hafa allt til brunns að bera í því að vera framúrskarandi er kemur að lýðheilsu og ánægju starfsfólks og íbúa. Með því að hlusta á þarfir og sjónarmið íbúa og starfsfólks sveitarfélagsins getum við skapað framúr- skarandi starfsaðstæður og gert sveitarfélagið okkar eftir- sóknarvert til búsetu. Jóhanna Ey Harðardóttir Höfundur skipar 1. sæti ByggðaLista fyrir sveitarstjórnarkosningar 14. maí næstkomandi.

x

Feykir

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Feykir
https://timarit.is/publication/1151

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.