Feykir


Feykir - 11.05.2022, Síða 11

Feykir - 11.05.2022, Síða 11
Á dögunum var úthlutað úr Framkvæmdasjóði ferðamannastaða fyrir árið 2022 og nemur rúmlega 548 milljónum króna en hæsti einstaki styrkurinn er 55 milljónir kr. sem Fossabrekkur í Rangárþingi ytra fær. Sex verkefni á Norðurlandi vestra fengu styrk upp á rúmlega 90 milljónir. Framkvæmdasjóðurinn fjármagnar framkvæmdir á ferðamannastöðum og ferða- mannaleiðum í eigu eða um- sjón sveitarfélaga og einkaaðila. Mikill árangur hefur náðst í starfi sjóðsins í að bæta innviði um land allt og auka getu svæðanna til að taka á móti ferðamönnum, segir á vef Stjórnarráðsins. „Styrkirnir fara til verkefna hringinn í kringum landið, stórra sem smárra, sem öll skipta máli. Uppbyggingin er grundvölluð á heildarsýn fyrir hvern lands- hluta og áfangastaðaáætlanir. Styrkur úr sjóðnum stuðlar að bættri upplifun og aðgengi ferðamanna, bættu öryggi og við styðjum við viðkvæma náttúru landsins. Með þessu stuðlum við að sjálfbærni þeirra og tryggjum framtíð þeirra sem áfangastaða um ókomna tíð,“ segir Lilja Dögg Alfreðsdóttir, ferðamála, menn- ingar- og viðskiptaráðherra. Eins og að framan greinir fá sex verkefni á Norðurlandi vestra styrk og fer sá hæsti, 31 milljón, til að koma fyrir salerni við Þrístapa en alls fær Húna- vatnshreppur úthlutað þremur styrkjum. Verkefnið við Þrístapa er á áfangastaðaáætlun og tónar það vel við áherslur sjóðsins varðandi innviðauppbyggingu, náttúruvernd og fleiri atriði. Vatnsdæluverkefni fær tólf milljóna króna styrk til að halda áfram þeirri uppbygg- Sækjum íslenska áfangastaði heim í sumar! 90 milljónir til ferðamannastaða á Norðurlandi vestra Hér sést hvernig hönnun við Ketubjörg er hugsuð. MYND: SKAGAFJORDUR.IS ingu sem hefur verið á sögu- sviði Vatnsdæla, vegna fjölda ferðamanna sem sækja sögu- sviðið heim ár hvert. Skilti verða uppfærð og gönguleiðir endurnýjaðar að áningarstöð- um. Verkefnið er hluti af stærri samhangandi heild í upplifun ferðamanna, bætir hana, eykur aðdráttarafl staðarins og er á áfangastaðaáætlun svæðisins. Loks er verkefnið sem snýr að Hvammsfossi og er styrk- urinn kr. 7,7 milljónir og felst í bættu öryggi við fossinn, bílastæði, göngustíg og lýsingu. Til stendur að koma fyrir göngustíg, bifreiðastæði og lýsingu á gönguleið og við foss. Verkefnið tónar því ágætlega við áherslur sjóðsins. Tveir síðastnefndu styrkirnir eru veittir með fyrirvara um samþykki landeiganda. Sveitarfélagið Skagafjörður fær tæpar 24 milljónir til að hefja framkvæmdir við að stórbæta aðgengi og aðstöðu fyrir ferðamenn við Ketubjörg. Búið er hanna tvö bílastæði við tvo útsýnisstaði og fer styrk- urinn í að skipuleggja og hanna merkingar á svæðinu, hanna göngustíga og öryggisráðstaf- anir við björgin. Rúmar 15 milljónir renna til Sveitarfélagsins Skaga- strandar til að bæta aðgengi og vernda fugla- og plöntulíf á Spákonufellshöfða með því að stýra ferðamönnum um ákveðin svæði og hvetja þá til að fara ekki af göngustígum. Verkefnið felur í sér úrbætur á göngustígum, frágangi á bílastæði sem og hönnun og byggingu á fuglaskoðunar- húsi sem vöntun er á. Fugla- lífið einkennist af sjófuglum og mófuglum og má finna fræðsluskilti um fugla og plöntur á göngu um svæðið. Þá fær Húnaþing vestra styrk til að gera örugga göngu- leið með pollum og köðlum frá viðlegukanti selaskoð- unarbáts og áleiðis að Sela- setrinu til að tryggja öryggi ferðamanna og bæta upplifun, alls 3,8 milljónir krónur. Einnig er ætlunin að hanna dvalarsvæði í fjöruborðinu við Selasetrið til að bæta aðgengi þangað, gera aðlað- andi og tengja við náttúru- og dýralífsskoðun en þaðan má oft sjá seli, hvali og fjöl- skrúðugt fuglalíf. /PF 18/2022 11 Húnaþing vestra er gott samfélag til dvalar og búsetu. Þjónustustig er hátt og álögur lægri en víða annars staðar. Pólitískur stöðugleiki hefur einkennt líðandi kjörtímabil og þar hafa allir sveitarstjórnarfulltrúar, hvar svo sem í flokki þeir standa, lagt drjúgt lóð á vogarskál. Með þennan pólitíska stöðugleika í farteskinu hafa mörg mikilvæg framfaramál náð fram að ganga. D– listinn leggur áherslu á áframhaldandi pólitískan stöðugleika og býður fram krafta sína með blöndu af reyndu og nýju fólki til að standa vörð um gott og dýrmætt samfélag og nýta enn frekar tækifærin sem eru til staðar í okkar héraði. Við höfum fólkið í sveitar- félaginu í forgrunni og það gerðum við t.a.m. í gegnum heimsfaraldurinn þar sem við lögðum áherslu á að verja störf og um leið grunnþjónustu samfélagsins. Einn mikilvæg- asti þáttur grunnþjónustunnar eru skólamálin en þar hefur grettistaki verið lyft á kjörtímabilinu með byggingu grunn- og tónlistarskóla- húsnæðis undir sama þaki. Öll sú uppbygging miðar að því að leggja megi enn frekari áherslu á faglegt starf sem skilar börnunum okkar góðu veganesti út í lífið. Þá er einnig afar mikilvægt að skapa fjölskylduvænt samfélag í sveitarfélaginu og að áfram verði hlúð að eldri borgurum. Við leggjum ríka áherslu á að bæta samgöngur og efla innviði og byggja ofan á þá vinnu sem unnin hefur verið í þeim málaflokki. Samgöngu- og innviðaáætlun SSNV var samþykkt vorið 2019 og síðan var endurskoðuð áætlun sam- þykkt vorið 2022. Í þessari áætlun er tæpt á því helsta sem brennur á okkar samfélagi í samgöngu- og innviðamálum s.s.; uppbygging og viðhald tengivega og annarra vega með Vatnsnesveg í sameiginlegum forgangi á Norðurlandi vestra, betra fjarskiptasamband um allt héraðið og tryggt afhendingar- öryggi raforku með styrkingu dreifi- og flutningskerfis. Mikið innviðaátak hefur verið unnið af hálfu sveitarfélagsins með endurnýjun hitaveitu í þéttbýli og við lagningu hitaveitu í dreifbýli árin þar á undan. Áfram skal haldið með endurnýjun í þéttbýli og nýframkvæmdir í dreifbýli. Við viljum stuðla að fjöl- skylduvænu og heilsueflandi samfélagi fyrir unga sem aldna. Í því sambandi er ánægjulegt að nefna að Húnaþing vestra er orðið formlegur þátttakandi í verkefninu heilsueflandi samfélag þar sem heilsa og líðan íbúa er höfð í fyrirrúmi og áþreifanleg í allri stefnumótun. X2022 | Magnús Magnússon D-lista Sjálfstæðismanna og óháðra í Húnaþingi vestra Stöðugleiki og stefnufesta – tækifærin framundan Mikilvægt er að allir íbúar sveitarfélagsins geti fundið eitthvað við sitt hæfi þegar kemur að íþrótta, tómstunda- og menningarmálum í sveitar- félaginu. Við viljum kanna frekari möguleika á þessum sviðum. Umhverfismál eru okkur hugleikin og viljum við halda áfram með þá vinnu sem unnin hefur verið undanfarin ár. Ný lög um sorphirðu taka gildi um næstu áramót og verða innleidd í áföngum. Þau kalla á nýja hugsun m.t.t. neyslu íbúa og almennings og enn frekari flokkun og endurnýtingu sem aftur horfir til umhyggju fyrir náttúrunni og móður jörð. Atvinnumál með landbúnað í öndvegi eru grundvallaratriði í okkar héraði líkt og víðar. Við leggjum áherslu á að skapa umhverfi sem styður við fjölbreytta atvinnustarfsemi. Fjölbreytt, framsækin og sístæð verðmætasköpun er undirstaða lífskjara í okkar samfélagi og þjóðfélagi. Við leggjum höfuðáherslu á ábyrga fjármálastjórn en sveitarsjóður þarf að ná vopnum sínum að nýju eftir stærstu framkvæmdir í sögu sveitarfélagsins í formi skólabyggingarinnar. Ábyrg fjármálastjórn mun auðvelda okkur að takast á við þau verkefni sem framundan eru í bráð og lengd eins og stuðningur við byggingu aðstöðuhúss í Kirkjuhvammi, lagningu frekari hitaveitu í Hrútafirði, klára endurnýjun hitaveitulagna á Hvammstanga og lagningu ljósleiðara þar og á Laugarbakka, viðhald og endurbætur á Félagsheimili Hvammstanga, gatnagerð í Túnahverfi og undirbúning að stækkun leikskólans. Tækifærin eru við hvert fótmál í okkar ágæta sveitar- félagi og þau viljum við nýta sem best. Við erum á réttri leið og biðjum um þitt umboð, kjósandi góður, til að leiða sveitarfélagið áfram veginn næstu fjögur ár. Magnús Magnússon oddviti D-lista sjálfstæðismanna og óháðra í Húnaþingi vestra

x

Feykir

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Feykir
https://timarit.is/publication/1151

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.