Feykir


Feykir - 11.05.2022, Page 12

Feykir - 11.05.2022, Page 12
Skólahreysti 2022 sögn Línu íþróttakennara sem af miklum metnaði hefur byggt upp menningu og metnað í tengslum við skólahreysti,“ segir á varmahlidarskoli.is. Í sömu keppni náði Árskóli öðru sætinu og Gr.sk. austan Vatna og Húnavallaskóli end- uðu í 5. og 6. sæti. Auk Varmahlíðarskóla verð- ur Grunnskóli Húnaþings vestra með í úrslitakeppn- inni þar sem hann er einn af fimm uppbótaskólum sem tilkynntir voru sl. föstudag og bætast í hóp sigurliðanna sjö úr riðlakeppninni verða því tólf lið sem keppa til úrslita 21. maí. /PF Varmahlíðarskóli sigurvegari 6. riðils Varmahlíðarskóli sigraði í 6. riðli undankeppni Skólahreysti sem fram fór í síðustu viku og er því búinn að tryggja sér sæti í úrslitum sem fram fara í Laugardalshöll 21. maí. Grunnskóli Húnaþings vestra verður einnig með sem uppbótaskóli. Á heimasíðu skólans segir að í upphafi keppni hafi strax orðið ljóst að Varmahlíðarskóli ætlaði sér sigur en hann var efstur í tveimur af fjórum einstaklingsgreinum áður en kom að hinni æsispennandi hraðaþraut sem vannst með yfirburðum. Þetta er sjötta árið í röð sem Varmahlíðarskóli tryggir sér þátttöku í úrslitum. Alls átta sinnum hefur hann komist í úrslit af þeim tólf skiptum sem skólinn hefur tekið þátt. „Við erum afar stolt af árangri okkar krakka sem hafa lagt mikið á sig á æfingum vetrarins, undir öruggri leið- Fulltrúar Varmahlíðarskóla: Bríet Bergdís Stefánsdóttir, Ronja Guðrún Kristjánsdóttir, Arndís Katla Óskarsdóttir, Sigurlína Hrönn Einarsdóttir, Trausti Ingólfsson, Hákon Kolka Gíslason og Ísak Agnarsson. MYND: VARMAHLÍÐARSKÓLI Fuglar á Norðurlandi vestra Engin fuglaflensuhræ fundist á svæðinu Fyrir skömmu fór fram talning á helsingjum í Skagafirði og Húnavatnssýslunum á vegum Náttúrustofu Norðurlands vestra og fundust nálægt 45 þúsund fuglar. Að sögn Einars Þorleifssonar, náttúrufræðings hjá NNV, heppnaðist talningin afar vel en helsingjarnir gera hér stuttan stans á leið sinni til norðaustur Grænlands. „Grænlands-helsingjastofninn er fremur lítill stofn sem er með vetrarstöðvar í Skotlandi, aðallega á viskí-eyjunni Islay. Menn höfðu nokkrar áhyggjur af að fuglarnir hefðu farið illa í vetur af fuglaflensu en það var ekki raunin. Raunar hef ég ekki fundið nein hræ fugla af fuglaflensu þrátt fyrir að hafa skoðað tugi þúsunda gæsa, álfta og anda í vor. Fáeinir sjaldgæfir flækingsfuglar hafa fundist þessa vikuna og í þeirri síðustu, Ljóshöfðaönd á Áshildarholts- vatni, hringdúfa í Vatnsdal og alaskagæs við Skagaströnd,“ segir Einar.. /PF Helsingjar fá ekki alltaf blíðar móttökur hjá íslenska vorinu en þessi mynd er tekin í síðustu viku í Skagafirði. MYND: PF 12 18/2022 Í sveitarstjórn sitja fulltrúar sem íbúar hafa kosið til að standa vörð um hagsmuni sína og taka ákvarðanir fyrir þeirra hönd. Það hefur verið gríðarlega lærdómsríkt að hafa fengið traust til þess að sitja í sveitarstjórn sveitarfélagsins Skagafjarðar síðastliðin fjögur ár. Eiginlega eins og að vera í námi með vinnu, því að kvöld og helgar fara í að setja sig inn í ákveðin málefni eða eiga samtöl við íbúa um hvað má gera öðruvísi eða betur. Börnin mín hafa stundum yppt öxlum þegar ég sit yfir lestri á grásleppu- eða fráveitu- frumvarpi sem eru kannski ekki efst á áhugalistanum en það er nauðsynlegt að setja sig inn í margvísleg málefni sem kjörinn fulltrúi, öðruvísi er ekki hægt að taka upplýst- ar ákvarðanir. Ábyrgðin er mikil og er það skylda sveitarstjórnarfólks að leitast við að taka afstöðu til mála út frá heildarhagsmunum allra íbúa. Við höfum stuðlað að Við hjá VG og óháðum höfum einmitt horft á heildar- hagsmuni íbúa og höfum meðal annars stuðlað að verulegri hækkun hvatapeninga og styttingu vinnuvikunnar sem tilraunaverkefnis á leikskólum Skagafjarðar en sú tillaga VG og óháðra var samþykkt af sveitarstjórn í febrúar 2019 áður en stytting vinnuvikunnar varð kjarabundin og er almenn ánægja með útfærsluna. Við höfum hvatt til þátttöku í heilsueflandi samfélagi en sú innleiðing var á málefnaskrá okkar fyrir síðasta kjörtímabil. Við komum því að í útboði matar fyrir leik- og grunnskóla á Sauðárkróki að eldað yrði úr hreinni afurðum og sem mest úr heimabyggð. Þannig minnkum við kolefnisspor og styrkjum eigin innviði. Við höfum lagt áherslu á aukið gagnsæi í stjórnsýslunni þó þar þurfi enn að gera mikið betur. Við höfum stuðlað að auknu samráði við íbúa og lagt áherslu á að úrvinnsla íbúafunda sé sýnileg. Það er nauðsynlegt að auðvelt sé að fylgjast bæði með ákvarðanatöku fulltrúa og þeim verkefnum sem unnið er að hverju sinni. Þess vegna viljum við sýnilegt mælaborð á heimasíðu sveitarfélagsins þar sem íbúar geta fylgst með framvindu verkefna, kostnaði við þau og hvernig úrvinnslu íbúafunda er háttað. Slíkt mælaborð myndi sannarlega vera bæði aðhald fyrir þá sem um peningana halda sem og upplýsandi fyrir þá sem peningana greiða. Við höfum staðið gegn Hlutverk minnihluta er m.a. að sýna aðhald, spyrja gagnrýninna spurninga og leggja til aðrar lausnir en X2022 | Álfhildur Leifsdóttir V-lista Vinstri hreyfingarinnar græns framboðs og óháðra í Skagafirði Við viljum samtalið þær sem einblínt er á. Það höfum við gert t.d. með því að óska margsinnis eftir óháðri úttekt á lengd jarðstrengs við fyrirhugaða lagningu Blöndulínu 3 sem og að leggja áherslu á að slík framkvæmd sé gerð í sem mestri sátt við íbúa. Við höfum ekki samþykkt hækkun álagninga fasteignagjalda eða hækkun fæðisgjalda í leik- og grunnskólum. Við höfum staðið á móti hækkun leikskólagjalda, enda eru leikskólagjöld sveitarfélagsins orðin með þeim hæstu á landinu. Við samþykktum ekki hækkun á leigu í félagslegum íbúðum og viljum að leiguverð á íbúðum í eigu sveitarfélagsins taki mið af staðsetningu og ástandi en ekki sé eingöngu eitt leiguverð á fermetra. Við erum eini listinn sem hefur staðið gegn þessum hækkunum. Við höfum aldrei samþykkt meðferð Byggðarsafnsins sem enn er geymt í kössum í geymslurými að miklu leyti. Við viljum ekki virkjanaáform í Jökulsánum heldur vernda sérstöðu þeirra. Við erum eini listinn sem styður áform Rammaáætlunar 3 um að setja Jökulárnar í vernd og tökum ekki undir áform meirihluta um að halda Jökulsánum í biðflokki. Við viljum stefna á að Samfélagið gerir kröfu um stóraukið gagnsæi, opna stjórnsýslu, heiðarleika og vönduð vinnubrögð. Það er sjálfsagt og eðlilegt að bregðast við þeirri kröfu með t.d. skýrari verkferlum í stjórnsýslunni, greinargóðum fundargerðum, með opnu bókhaldi og með auknu samráði við íbúa og íbúakosningum. VG og óháð vilja að lögbundinni þjónustu sé sinnt vel um allt hérað og að við göngum lengra í valkvæðri þjónustu sem skapar jöfnuð og raunverulega heilsueflandi og fjölskylduvænt samfélag. Við heyrum mikið af skorti á samtali við íbúa og starfsfólk sveitarfélagsins. Við viljum samtalið. Álfhildur Leifsdóttir Skipar 1. sæti á lista VG og óháðra í Skagafirði

x

Feykir

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Feykir
https://timarit.is/publication/1151

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.