Þingtíðindi Alþýðusambands Íslands ... - 26.11.1984, Blaðsíða 12
— Bandaríska alþýðusambandinu: Jay Mazur.
— Sovéska alþýðusambandinu: Gursky, og túlkur hans, Novitskv.
Við þökkum gestum okkar þann sóma sem þeir sýna samtökum okkar með
nærveru sinni hér.
Á þeim fjórum árum sem liðin eru frá síðasta þingi hafa fjölmargir félag-
ar okkar látist. Við minnumst þeirra verka sem þeir hafa unnið í þágu verka-
lýðshreyfingarinnar og við minnumst þeirra sem einstaklinga sem féiaga og
vina. Við vottum aðstandendum þeirra einlæga samúð okkar.
Það er ekki unnt að nefna hér mörg nöfn, en ég vil þó sérstaklega nefna
nokkra einstaklinga sem lagt hafa mikinn skerf til verkalýðsbaráttunnar um
áratuga skeið.
Eðvarð Sigurðsson, formaður Dagsbrúnar, formaður Verkamannasam-
bands íslands, varaforseti ASÍ, formaður SAL, miðstjórnarmaður og þing-
forseti á tveimur síðustu ASI-þingum, svo eitthvað sé nefnt af þeim fjöl-
mörgu trúnaðarstörfum sem honum voru falin á okkar vettvangi.
Jón Sigurðsson, formaður Sjómannafélags Reykjavíkur, formaður Sjó-
mannasambands íslands, miðstjórnarmaður og erindreki og framkvæma-
stjóri Alþýðusambandsins um árabil.
Björn Bjarnason, formaður Iðju í Reykjavík, formaður Landssambands
iðnverkafólks og í miðstjórn ASÍ. í fyrstu miðstjórn Alþjóðasambands
verkalýðsfélaga sem komið var á fót 1945 og sat þar í þrjú ár.
Jóhanna Egilsdóttir, formaður Verkakvennafélagsins Framsóknar, i mið-
stjórn ASÍ og brautryðjandi um öll kjaramál kvenna í landinu.
Jón Ingimarsson, formaður Iðju á Akureyri, varaformaður Landssambands
iðnverkafólks og í sambandsstjórn ASÍ.
Óskar Garibaldason, formaður Vöku á Siglufirði, og í sambandsstjórn ASÍ.
Þá minnist ég Magnúsar Guðjónssonar, formanns Iðju í Hafnarfirði og i
sambandsstjórn ASÍ,
Runólfs Péturssonar, formanns Iðju í Reykjavík og varamanns í miðstjórn
ASÍ,
Hallgríms Jónssonar, varaformanns Iðju á Akureyri,
Guðmundar Sigurðssonar, formanns Verkalýðsfélags Borgarness.
Sigurðar Margeirssonar, formanns Verkalýðsfélags Miðneshrepps, svo og
Júlíu Sveinbjarnardóttur, formanns Félags leiðsögumanna.
Þá vil ég nefna Sigurð Guðgeirsson, sem í áraraðir gegndi ýmsum störfum
fyrir verkalýðshreyfinguna, var um tíma starfsmaður ASÍ og um langa hríð
lykilstarfsmaður á ASÍ-þingum, og Ragnar Jónsson í Smára, sem með sinm
10