Þingtíðindi Alþýðusambands Íslands ... - 26.11.1984, Page 18
Þinghald og kosningar
Álit kjörbréfanefndar
Formaður kjörbréfanefndar, Þórir Daníelsson, gerði grein fyrir áliti kjör-
bréfanefndar. 503 fullrrúar frá 158 félögum áttu rétt til setu á þinginu. Bor-
ist höfðu 456 kjörbréf frá 121 félagi. Þórir las kjörbréfin og voru þau borin
undir atkvæði og samþykkt með öllum greiddum atkvæðum. SÍSar á þinginu
var eitt kjörbréf til viðbótar samþykkt, þannig að alls sátu þingið 457 full-
trúar. 4 félög fengu ekki aðgang að þinginu vegna ógreiddra gjalda.
Kjör starfsmanna þingsins
Forseti ASÍ, Ásmundur Stefánsson, gerði tillögu um þingforseta og skrif-
ara:
1. Þingforseti — Guðjón Jónsson, Reykjavík.
2. Fyrsti varaforseti - Jón Karlsson, Sauðárkróki.
3. Annar varaforseti — Ingibjörg R. Guðmundsdóttir, Reykjavík.
4. Skrifarar: - Kristján Jóhannsson, Búðardal,
- Hansína Á. Stefánsdóttir, Selfossi,
- Sveinn Skúlason, Reykjavík,
- Finnur Torfi Stefánsson, Reykjavík.
Tillögurnar voru samþykktar samhljóða, án þess að aðrar tillögur kæmu
fram.
Skýrsla forseta
Fyrir þinginu lágu prentaðar skýrslur um starfsemi ASÍ fyrir árin 1981,
1982 og 1983, og fjölrituð skýrsla ársins 1984, en vegna verkfalls bókagerð-
16