Þingtíðindi Alþýðusambands Íslands ... - 26.11.1984, Page 19
Vi8 háborðið.
armanna hafði ekki verið unnt að prenta hana. Forseti ræddi um starfið á
kjörtímabilinu, helstu nýmæli í því og þau viðfangsefni sem brýnast væri
að takast á við.
Reikningar ASÍ, Listasafns og MFA
Undir dagskrárliðnum „Skýrsla forseta" var jafnframt gerð grein fyrir
reikningum ASI, MFA og Listasafns. Jón Agnar Eggertsson, gjaldkeri mið-
stjórnar, fór yfir reikninga ASÍ og Listasafns og skýrði þá. Sigfinnur Sigurðs-
son, gjaldkeri MFA, skýrði reikninga MFA. Björn Björnsson, hagfræðingur
ASÍ, skýrði frá tölvuþjónustu ASÍ og áætlunum um sameiginlega reiknistofu
með fleiri aðilum. Reikningarnir voru bornir upp og samþykktir samhljóða.
Lagabreytingar
Magnús Geirsson hafði framsögu um tillögur miðstjórnar til lagabreytinga.
Hann ræddi um forsendur þess að tillögur eru gerðar um breytingu á lögun-
um, þar á meðal um þing landssambandanna og fjölgun miðstjórnarmanna
úr 15 í 19. Hann taldi hlut kvenna ekki nægan í miðstjórn eins og hún er
nú skipuð. í tillögunum var ennfremur gert ráð fyrir tveimur varaforsetum.
Fram kom breytingartillaga frá Aðalheiði Bjarnfreðsdóttur o. fl. um að
Þingtídindi ASÍ ’84 - 2
17