Þingtíðindi Alþýðusambands Íslands ... - 26.11.1984, Side 24
í þinglok gerði Tryggvi Benediktsson grein fyrir fundi iðnsveinafélaganna
þá um daginn þar sem ákveðið var að endurvekja Iðnsveinaráð, skv. 52. gr.
laga ASÍ. í stjórn Iðnsveinaráðs voru kjörnir:
Tryggvi Benediktsson járnsmiður,
Finnbjörn A. Hermannsson húsasmiður,
Svavar Guðbrandsson rafvirki,
Geir Jónsson mjólkurfræðingur,
Ólafur Sveinsson framreiðslumaður,
Stella Hauksdóttir hárgreiðslusveinn,
Oddur A. Pálsson flugvirki.
Til vara:
Ásvaldur Andrésson bifreiðasmiður,
Hallgrímur G. Magnússon húsgagnasmiður,
Helgi Gunnarsson, rafeindavirki,
Guðjón Finnbogason kjötiðnaðarmaður.
Að loknum þingstörfum tók forseti ASÍ, Ásmundur Stefánsson, til máls.
Hann afhenti Þórunni Valdimarsdóttur, sem lét af störfum í miðstjórn,
blómakörfu og þakkaði henni vel unnin störf. Þórunn þakkaði hlý orð í sinn
garð og óskaði verkalýðshreyfingunni allra heilla. Síðan sleit forseti þinginu
og þingheimur söng Alþjóðasöng verkalýðsins, Internationalinn.
Kjör forystumanna ASÍ
Forsetakjör
Formaður kjörnefndar, Benedikt Davíðsson, kynnti tillögu kjörnefndar,
sem var sammála um að leggja til að Ásmundur Stefánsson yrði endurkjör-
inn forseti, Björn Þórhallsson endurkjörinn 1. varaforseti og Guðríður Elías-
dóttir 2. varaforseti, skv. nýsamþykktu lagaákvæði. Engin mótframboð komu
og voru þau kosin með lófataki.
Miðstjórn
Kjörnefnd var sammála um að stinga upp á eftirfarandi meðstjórnendum
í miðstjórn: Aðalheiði Bjarnfreðsdótmr, Benedikt Davíðssyni, Guðjóni Jóns-
syni, Guðmundi J. Guðmundssyni, Guðmundi Hallvarðssyni, Guðmundi Þ
jónssyni, Guðrúnu Thorarensen, Hansínu Stefánsdóttur, Hilmari Jónassyni,
Jóni A. Eggertssyni, Jóni Helgasyni, Karvel Pálmasyni, Kristínu Hjálmars-
dóttur, Magnúsi Geirssyni, Óskari Vigfússyni, Rögnu Bergmann, Þóru
Hjaltadóttur, Þórði Ólafssyni.
22