Þingtíðindi Alþýðusambands Íslands ... - 26.11.1984, Page 43
r ,
Alyktanir Þmg
sins
Frá kjara-, atvinnu- og efnahagsmálanefnd:
Ályktun um kjara-, atvinnu- og efnahagsmál
I.
Frá því 34. þing ASÍ var haldið haustið 1980 hafa stjórnvöld ítrekað geng-
ið á gerða samninga. Út árið 1982 hélst kaupmáttur þó sem næst óbreyttur,
svipaður og á árinu 1980. Alvarleg umskipti urðu í fyrra og olli þar mestu
grimm atlaga nýrrar stjórnar að verkalýðshreyfingunni vorið 1983, þegar
samhliða var lögbundið bann við greiðslu verðbóta á laun og samningsréttur
afnuminn fram á árið 1984. Niðurstaðan varð sú að frá haustinu 1982 til
haustsins 1983 tapaðist fjórða hver króna úr launaumslaginu, ef raunvirði er
skoðað.
Verkalýðshreyfingin andæfði þessari geigvænlegu og einhliða kjaraskerð-
ingu með upplýsingastarfi og undirskriftasöfnun haustið 1983. I kjölfar und-
irskriftarsöfnunarinnar sá ríkisstjórnin sér ekki annað fært en gefa samnings-
rétt lausan í desember. Hófust samningaviðræður þá þegar, en ekki var sam-
ið fyrr en í febrúar.
Kjarasamningar þeir sem gerðir voru á liðnum vetri stefndu að því að
stöðva það hrikalega kaupmáttarhrap, sem orðið var staðreynd. Þá náðist
einnig verulegur áfangi í að rétta afmr hlut þeirra sem þyngsta hafa fram-
færslubyrði, einkum einstæða foreldra.
II.
Aðgerðir ríkisstjórnarinnar á sl. ári og aðgerðaleysi í kjölfarið marka tíma-
tnót í efnahagsstjórn hér á landi. Samdrætti þjóðartekna svara stjórnvöld með
kjaraskerðingu. Kjaraskerðing er svar við viðskiptahalla. Kjaraskerðing er
41