Þingtíðindi Alþýðusambands Íslands ... - 26.11.1984, Side 51
Ályktun um dagvistarmál
Við gerð kjarasamninga ASI haustið 1980 hét ríkisstjórnin að "beita sér
fyrir því í samvinnu við sveitarfélögin, að þörfinni fyrir dagvistarþjónustu
barna yrði fullnægt á næstu 10 árum. Síðan eru liðin 4 ár og ekkert ber á
efndum, þvert á móti hefur framlag til uppbyggingar dagvistarstofnana á
fjárlögum farið lækkandi að raungildi hin síðari ár. Af þessum sökum skorar
35. þing ASI á ríkisstjórn, Alþingi og sveitarfélög að gera nú þegar sérstakt
átak í þessum málum þannig að staðið verði við gefin fyrirheit og dagvistar-
þörfinni fullnægt fyrir árið 1990.
Ályktun um stuðning við breska kolanámumenn
35. þing ASÍ vekur athygli á því að breskir kolanámumenn hafa nú verið
í níu mánaða harðri verkfallsbaráttu. Baráttuþrek og eldmóður þessara félaga
okkar í Bretlandi hefur verið einstakur og fordæmi fyrir alþjóðlega verka-
lýðshreyfingu.
Um leið og 35. þing ASÍ lýsir yfir stuðningi sínum við breska kolanámu-
menn, fordæmir þingið ósveigjanlega afturhaldsstefnu bresku ríkisstjórnar-
innar gagnvart kolanámumönnum.
Ályktun um málefni farmanna
Mikil hagræðing á sér nú stað á sviði vöruflutninga á sjó, og hafa íslend-
ingar ekki farið varhluta af þeirri þróun sem átt hefur sér stað hjá öðrum
siglingaþjóðum. Gámavæðing, bylting á sviði losunar og lestunar kaupskipa
og búnaður og gerð kaupskipanna sjálfra hafa stytt viðdvöl þeirra í höfn,
jafnframt sem veruleg fækkun í áhöfn hefur átt sér stað.
Af þessum ásætðum m. a. má ætla að íslensk kaupskipaútgerð sé nú kom-
in á þann grundvöll að vera samkeppnisfær á sviði alþjóðaflutninga. Sé hins
vegar litið til grunnlauna íslenskra farmanna fyrir 40 stunda vinnuviku og
annarra kjara þeirra, vantar mikið á að þeir séu eins settir og sambærilegir
hópar. Með ákvörðun þáverandi ríkisstjórnar um skipan kjaradóms í far-
mannadeilunni 1979, sem m. a. átti að meta fjarveru farmanna til launa,
bundu sjómenn vonir við að réttilega yrði metið til fjár sérstaða þeirra vegna
langvinnra fjarvista frá heimili.
Kjaradómur lauk ekki við verkefnið, en 34. þing ASÍ 1980 lýsti fullum
stuðningi við farmenn í máli þessu.
35. þing ASÍ lýsir enn stuðningi sínum við þessa kröfu farmanna, lýsir
Þingtíðindi ASÍ ’84 - 4 49