Þingtíðindi Alþýðusambands Íslands ... - 26.11.1984, Side 51

Þingtíðindi Alþýðusambands Íslands ... - 26.11.1984, Side 51
Ályktun um dagvistarmál Við gerð kjarasamninga ASI haustið 1980 hét ríkisstjórnin að "beita sér fyrir því í samvinnu við sveitarfélögin, að þörfinni fyrir dagvistarþjónustu barna yrði fullnægt á næstu 10 árum. Síðan eru liðin 4 ár og ekkert ber á efndum, þvert á móti hefur framlag til uppbyggingar dagvistarstofnana á fjárlögum farið lækkandi að raungildi hin síðari ár. Af þessum sökum skorar 35. þing ASI á ríkisstjórn, Alþingi og sveitarfélög að gera nú þegar sérstakt átak í þessum málum þannig að staðið verði við gefin fyrirheit og dagvistar- þörfinni fullnægt fyrir árið 1990. Ályktun um stuðning við breska kolanámumenn 35. þing ASÍ vekur athygli á því að breskir kolanámumenn hafa nú verið í níu mánaða harðri verkfallsbaráttu. Baráttuþrek og eldmóður þessara félaga okkar í Bretlandi hefur verið einstakur og fordæmi fyrir alþjóðlega verka- lýðshreyfingu. Um leið og 35. þing ASÍ lýsir yfir stuðningi sínum við breska kolanámu- menn, fordæmir þingið ósveigjanlega afturhaldsstefnu bresku ríkisstjórnar- innar gagnvart kolanámumönnum. Ályktun um málefni farmanna Mikil hagræðing á sér nú stað á sviði vöruflutninga á sjó, og hafa íslend- ingar ekki farið varhluta af þeirri þróun sem átt hefur sér stað hjá öðrum siglingaþjóðum. Gámavæðing, bylting á sviði losunar og lestunar kaupskipa og búnaður og gerð kaupskipanna sjálfra hafa stytt viðdvöl þeirra í höfn, jafnframt sem veruleg fækkun í áhöfn hefur átt sér stað. Af þessum ásætðum m. a. má ætla að íslensk kaupskipaútgerð sé nú kom- in á þann grundvöll að vera samkeppnisfær á sviði alþjóðaflutninga. Sé hins vegar litið til grunnlauna íslenskra farmanna fyrir 40 stunda vinnuviku og annarra kjara þeirra, vantar mikið á að þeir séu eins settir og sambærilegir hópar. Með ákvörðun þáverandi ríkisstjórnar um skipan kjaradóms í far- mannadeilunni 1979, sem m. a. átti að meta fjarveru farmanna til launa, bundu sjómenn vonir við að réttilega yrði metið til fjár sérstaða þeirra vegna langvinnra fjarvista frá heimili. Kjaradómur lauk ekki við verkefnið, en 34. þing ASÍ 1980 lýsti fullum stuðningi við farmenn í máli þessu. 35. þing ASÍ lýsir enn stuðningi sínum við þessa kröfu farmanna, lýsir Þingtíðindi ASÍ ’84 - 4 49
Side 1
Side 2
Side 3
Side 4
Side 5
Side 6
Side 7
Side 8
Side 9
Side 10
Side 11
Side 12
Side 13
Side 14
Side 15
Side 16
Side 17
Side 18
Side 19
Side 20
Side 21
Side 22
Side 23
Side 24
Side 25
Side 26
Side 27
Side 28
Side 29
Side 30
Side 31
Side 32
Side 33
Side 34
Side 35
Side 36
Side 37
Side 38
Side 39
Side 40
Side 41
Side 42
Side 43
Side 44
Side 45
Side 46
Side 47
Side 48
Side 49
Side 50
Side 51
Side 52
Side 53
Side 54
Side 55
Side 56
Side 57
Side 58
Side 59
Side 60
Side 61
Side 62
Side 63
Side 64
Side 65
Side 66
Side 67
Side 68
Side 69
Side 70
Side 71
Side 72
Side 73
Side 74
Side 75
Side 76
Side 77
Side 78
Side 79
Side 80
Side 81
Side 82
Side 83
Side 84
Side 85
Side 86
Side 87
Side 88
Side 89
Side 90
Side 91
Side 92
Side 93
Side 94
Side 95
Side 96
Side 97
Side 98
Side 99
Side 100
Side 101
Side 102
Side 103
Side 104

x

Þingtíðindi Alþýðusambands Íslands ...

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Þingtíðindi Alþýðusambands Íslands ...
https://timarit.is/publication/1793

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.