Þingtíðindi Alþýðusambands Íslands ... - 26.11.1984, Page 53
á landsbyggðinni. Þannig gefst fólki, sem minnsta möguleika hefur til saman-
burðar, óháður mælikvarði á vöruverð viða um land.
Áskorun varðandi kjarasamninga
35. þing ASI beinir þeirri áskorun til allra aðildarfélaga sambandsins, að
hlutast til um að gildandi kjarasamningar verði ekki framlengdir á næsta
sumri, svo launaliðir verði lausir 1. september 1985.
Ályktun um málsmeðferð varðandi uppsögn samninga
35. þing Alþýðusambands íslands samþykkir að ef til framlengingar ný-
gerðs kjarasamnings kemur verði eftirfarandi háttur hafður á um ákvörðun
samkv. 6. gr. samningsins:
1. Efnt verði til formanna- eða fulltrúafundar innan hvers landssambands og
með félögum með beina aðild. Á þessum fundi verði formlega tekin af-
staða til hugsanlegrar framlengingar samningsins. Atkvæðavægi á þessum
fundum verði í samræmi við atkvæðamagn hvers félags á 35. þingi Al-
þýðusambandsins.
2. Á sérstökum fundi formanna landssambanda, forseta og einum fulltrúa fé-
laga með beina aðild skal greint frá niðurstöðum landssambandsfunda.
Reynist þriðjungur innan einhvers landssambands andvígur framleng-
ingu samningsins skal henni hafnað.
Náist ekki samkomulag um sameiginlega framlengingu samningsins er
ljóst að eftir 25. júní 1985 eru félögin með öllu óbundin og taka óháð öðr-
um afstöðu til nýrra samninga.
Ályktun um kjör láglaunafólks
35. þing ASÍ lýsir því yfir, að það harmi að enn hefur ekki tekist að rétta
hlut láglaunafólks neitt verulega í nýgerðum samningum. Þingið telur það
ranga stefnu að auka frekar launamismun í samningum með prósentuhækk-
unum.
Þingið skorar á aðildarfélögin að hafa þetta í huga í næstu samningum.
Bréf BSRB um samfylkingu gegn kjaraskerðingu stjórnvalda
Samþykkt að vísa erindinu til miðstjórnar.
51