Þingtíðindi Alþýðusambands Íslands ... - 26.11.1984, Side 58
launafólks. Ljóst er að atvinnurekendur munu í framtíðinni kappkosta að
auka pólitísk ítök sín í valdakerfinu.
Á sama tíma og þessi þróun heefur sett meginsvip á baráttu launafólks,
hefur skort samstillingu og forystu í stefnumótun innan verkalýðshreyfing-
arinnar og flokkar og samtök, sem aðhyllast jafnrétti og félagsleg sjónarmið,
hafa ekki náð saman.
35. þing ASÍ telur brýnt að pólitískum valdahlutföllum á íslandi verði
breytt. í því skyni þarf tvennt að gerast. í fyrsta lagi verða verkalýðsfélögin
að móta víðtæka stefnu í kjara-, félags- og efnahagsmálum, sem yrðu skýrt
andsvar við markaðskreddum atvinnurekenda.
í öðru lagi verður launafólk að samfylkja öllum sem aðhyllast hugsjónir
félagshyggju til að mynda fylkingu sem yrði í samvinnu við verkalýðshreyf-
inguna nýtt landsstjórnarafl.
Frá skipulagsnefnd:
Alyktun um skipulagsmál
35. þing Alþýðusambands íslands telur rétt að þær breytingar verði gerðar
á skipulagi og starfsháttum verkalýðssamtakanna, sem þarf til þess að þau
geti þjónað sem best þeim tveimur meginverkefnum, að vera virkt og öflugt
baráttutæki launafólks og að veita félagsmönnum nauðsynlega þjónustu í sí-
breytilegu þjóðfélagi. Jafnframt leggur þingið áherslu á að allar skipulags-
breytingar verði gerðar sem framhald af samvinnu og samstarfi, enda hafi
félögin fullt frelsi um sín mál, með þeim takmörkunum sem lög þess lands-
sambands/landssambanda, sem félagið er aðiii að og lög ASÍ ákveða. Fyrir
því ályktar þingið:
1. Þingið leggur áherslu á að öll félög innan ASÍ eigi aðild að landssambandi
og verði stefnt að því að koma þeirri skipan á fyrir 36. þing ASÍ 1988.
Einnig verði gerð tillaga að verkaskiptingu milli ASÍ og landssamband-
anna.
2. Þingið felur skipulagsmálanefnd, í samráði við miðstjórn og landssam-
bönd að leggja fyrir sambandsstjórnarfund 1985, hugmyndir að atvinnu-
greinaskiptingu, er verði til leiðbeiningar um skipan félagsmanna og fé-
laga í landssambönd. Tillögur um atvinnugreinaskiptingu verði síðan
lagðar fyrir 36. þing ASÍ 1988.
3. Þingið telur nauðsynlegt að tekið verði upp aukið samstarf verkalýðsfélaga
56