Þingtíðindi Alþýðusambands Íslands ... - 26.11.1984, Page 64
2.
ÞingiÖ telur auðsætt að líta beri á nám í Félagsmálaskólanum sem jafngilt
öðru framhaldsnámi, sem boðið er upp á í landinu. I samræmi við það telur
þingið að samfélaginu öllu beri að kosta rekstur skólans, ásamt því að standa
straum af kostnaði við viðhald og nýbyggingar. Felur þingið stjórn MFA og
miðstjórn að vinna að því að slík viðurkenning fáist.
3.
Tímabært er að kanna hvort ekki er grundvöllur fyrir sérstakri lýðháskóla-
deild á vegum skólans, sem starfaði nokkrar vikur á vetri hverjum. Námsefni
deildarinnar verði við það miðað að skólavist yrði aðlaðandi kostur fyrir ungt
fólk. Leiði slík könnun í ijós að grundvöllur sé fyrir lýðháskólastarfi, er stjórn
MFA falið að undirbúa stofnun deildarinnar og hefja starf hennar þegar
henta þykir.
4.
Tekin verði upp kvöldkennsla á vegum skólans, sem einkum verði ætluð
því fólki sem ekki á þess kost að sækja skóla fjarri heimili sínu. Er í því efni
ástæða til að huga sérstaklega að nauðsyn þess að slíkt skólastarf geti orðið
lyftistöng fyrir almennt félagsstarf í þeim verkalýðsfélögum sem starfa í við-
komandi byggðarlagi.
5.
Þá leggur þingið áherslu á að námsframboð á vegum skólans verði aukið,
boðið verði upp á lengri og styttri námskeið um afmörkuð efni, svo sem um
töivunctkun, fjölmiðlun, félagsstörf, rekstur og stjórnun verkalýðsfélaga, líf-
eyrismál o. fl. Jafnframt telur þingið rétt að skólinn bjóði upp á námskeið
fyrir tiltekna hópa eins og húsmæður, sem hefja ætla störf á nýjan leik á
vinnumarkaðinum, nýliða í verkalýðsfélögum og aldraða.
Ályktun um kennslu í félagsstörfum og ræðumennsku í skólum
35. þing ASÍ skorar á stjórnendur fræðslumála, að taka upp kennslu í fé-
lagsstörfum og ræðumennsku sem skyldunámsgrein í grunnskólum lands-
ins. Telur þingið það eina af höfuð forsendum virks lýðræðis, að allir þegnar
þjóðfélagsins séu færir um að tjá sig og taka þátt í umræðum og stefnumot-
andi aðgerðum. Það er álit þingsins, að því yngra sem fólk byrjar að fá til-
sögn og æfingu, þeim mun léttara og eðlilegra verði því að standa upp og
segja sitt álit.
62