Þingtíðindi Alþýðusambands Íslands ... - 26.11.1984, Page 64

Þingtíðindi Alþýðusambands Íslands ... - 26.11.1984, Page 64
2. ÞingiÖ telur auðsætt að líta beri á nám í Félagsmálaskólanum sem jafngilt öðru framhaldsnámi, sem boðið er upp á í landinu. I samræmi við það telur þingið að samfélaginu öllu beri að kosta rekstur skólans, ásamt því að standa straum af kostnaði við viðhald og nýbyggingar. Felur þingið stjórn MFA og miðstjórn að vinna að því að slík viðurkenning fáist. 3. Tímabært er að kanna hvort ekki er grundvöllur fyrir sérstakri lýðháskóla- deild á vegum skólans, sem starfaði nokkrar vikur á vetri hverjum. Námsefni deildarinnar verði við það miðað að skólavist yrði aðlaðandi kostur fyrir ungt fólk. Leiði slík könnun í ijós að grundvöllur sé fyrir lýðháskólastarfi, er stjórn MFA falið að undirbúa stofnun deildarinnar og hefja starf hennar þegar henta þykir. 4. Tekin verði upp kvöldkennsla á vegum skólans, sem einkum verði ætluð því fólki sem ekki á þess kost að sækja skóla fjarri heimili sínu. Er í því efni ástæða til að huga sérstaklega að nauðsyn þess að slíkt skólastarf geti orðið lyftistöng fyrir almennt félagsstarf í þeim verkalýðsfélögum sem starfa í við- komandi byggðarlagi. 5. Þá leggur þingið áherslu á að námsframboð á vegum skólans verði aukið, boðið verði upp á lengri og styttri námskeið um afmörkuð efni, svo sem um töivunctkun, fjölmiðlun, félagsstörf, rekstur og stjórnun verkalýðsfélaga, líf- eyrismál o. fl. Jafnframt telur þingið rétt að skólinn bjóði upp á námskeið fyrir tiltekna hópa eins og húsmæður, sem hefja ætla störf á nýjan leik á vinnumarkaðinum, nýliða í verkalýðsfélögum og aldraða. Ályktun um kennslu í félagsstörfum og ræðumennsku í skólum 35. þing ASÍ skorar á stjórnendur fræðslumála, að taka upp kennslu í fé- lagsstörfum og ræðumennsku sem skyldunámsgrein í grunnskólum lands- ins. Telur þingið það eina af höfuð forsendum virks lýðræðis, að allir þegnar þjóðfélagsins séu færir um að tjá sig og taka þátt í umræðum og stefnumot- andi aðgerðum. Það er álit þingsins, að því yngra sem fólk byrjar að fá til- sögn og æfingu, þeim mun léttara og eðlilegra verði því að standa upp og segja sitt álit. 62
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104

x

Þingtíðindi Alþýðusambands Íslands ...

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Þingtíðindi Alþýðusambands Íslands ...
https://timarit.is/publication/1793

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.